Þorskstofninn stækkar - við Færeyjar

Nýlega lauk fyrri hluta færeyska togararallsins þegar rannsóknaskipið "Magnús Heinason" kom í land eftir að hafa lokið 50 togstöðvum af 100. Merkilegt þótti að þeir fundu eins árs makríl og ufsinn var að gæða sér á þessum makrílseiðum. Makríllinn hrygndi við Færeyjar í fyrra og nú er árangurinn staðfestur: Makríllinn elst einnig upp við Færeyjar. Gott vopn í baráttunni um réttindi til þessara veiða.
Við þetta er að bæta að Spánverjar hafa stöðvað makrílveiðar sinna skipa vegna þess að aflatölur höfðu verið falsaðar, umframveiði var 80%, og þótti ekki annað að gera en að setja veiðibann á flotann.
Í færeyska rallinu kom einnig í ljós að þorskstofninn hafði vaxið frá í fyrra. Mikið berst nú í land af smáum þorski og eru uppi deilur í Færeyjum hvort eigi ekki að friða hann til að veiða hann stærri seinna.
Að mínu mati má alls ekki gera það, en ég er nú fjarri góðu gamni. Stofnþróunin frá því fyrir 10 árum virðist vera að endurtaka sig: Mikil nýliðun, sem veiðarnar náðu ekki að hemja svo draga fór úr vexti og stofninn féll úr hor.

faertorskMyndin sýnir afla síðustu 50 ára en hann einkennist af aflatoppum og lægðum á milli. Sveiflurnar eru reglulegar en mis langar og mis djúpar.
Sveiflur hafa lengst og dýpkað síðara hluta tímabilsins en það helst í hendur við aukna fiskvernd, útfærslu landhelgi, stækkun möskva, fjölgun friðaðra svæða og fækkun fiskidaga. Þetta styður tilgátuna um að mikið veiðiálag auki afla og dragi úr sveiflum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góðar fréttir og sannarlega ástæða til að gleðjast fyrir hönd vina okkar og granna þarna í Færeyjunum.

Friðun smáþorsksins mun fá brautargengi að miklum líkindum. Þróun þessara flóknu vísinda sýnist vera komin hringinn og ekki annað líklegra en að vörugeymslukenningin sé búin að ná þeim pólitíska þunga sem til þarf að svelta smáfiskinn til úrkynjunar eða dauðs. 

Árni Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 10:16

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Þetta eru sannarlega ekki fréttir sem falla í kramið hjá kvótasinnum. Undanfarið hafa heyrst fullyrðingar þess efnis að nú séu Færeyingar að uppskera eins og þeir sáðu til með sinni röngu fiskveiðistefnu. Alls konar minni háttar spámenn láta slíka fullyrðingar detta við kaffiborð landsins og þykjast helv... góðir.

Ef furða þó að minni háttar spámenn rugli staðreyndum þegar nokkrir helstu "hagspekingar"  þjóðarinnar í Háskóla Ísland efna til málþinga í skólanum um meinta hagræðingu sem hlotist hafi af kvótakerfinu og geta alls ekki komið auga á að botnfiskafli hefur dregist saman um meira en helming síðan kvótastýringin hófst. 

Svo erum við að hæðast af fræðimönnum miðalda sem ekki komu auga á eðli alheimsinsins vegna þess að það stangaðist á við það sem stóð í Biblíunni.

Valdimar H Jóhannesson, 17.3.2011 kl. 16:01

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er ekki einleikið hvað háskólasamfélagið hefur lagt mikið kapp á að hlda þessi málþing. Verst að málþingin eru einræður nokkurra trúboða frá LÍÚ deildinni.

Ragnar Árnason er ekki sá kjarkmaður að skora á andstæðinga kvótakerfisins að mæta sér.

Árni Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 18:14

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Já Valdimar

Áróðurinn er mikill gegn fiskveiðistjórn Færeyinga.

Nú er einnig góð ufsaveiði, togararnir koma lunningafullir heim. Það þarf ekkert að hugsa um kvóta þó vel veiðist:

Í seinastuni hevur verið at hoyrt um fleiri ísfiskatrolarar, sum hava gjørt góðar túrar á upsaveiði. Í gjár landaðu Safir og Smaragd eina góð last í Klaksvík, tá skipini vóru full undir lúkurnar.

Heimasíðan hjá Norðlýsinum veit at siga, at Safir og Smaragd høvdu 240.000 pund tilsamans, og at meginparturin av veiðini var upsi.

Reiðarin, Tummas Antoniussen, sigur við heimasíðuna, at fiskiskapurin eystanfyri er sera góður í løtuni, og at skipini ætlandi loystu aftur longu sama kvøld, sum tey løgdu fiskin upp til fiskavirkið á Kósini.


Í Breiðafirði er mokafli en allt stopp vegna kvótaleysis....  

Jón Kristjánsson, 17.3.2011 kl. 20:50

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Jón þetta er bara eins og á að vera í eðlilegu stjórnkerfi notuðu til að vernda stofnanna og hámarka afraksturinn. Þetta fer svolítið illa í áætlunar-módelum HÍ og það sem við Íslendingar sitjum uppi með núna er að klippa svona aflatoppa ofan af veiddum afla. Til að það trufli ekki framsals verðið á kvótanum.

Hvílík martröð sem þetta er orðið þessu samfélagi okkar. 

Ólafur Örn Jónsson, 20.3.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband