16.2.2011 | 11:11
Loðnuspáin mín reyndist þá rétt..
Ég skrifaði smá pistil um loðnu fyrir nokkru og sagði m.a:
"Í ár mældist hins vegar talsverð loðna og veiðiheimild kom því snemma en allt of lítið og skipin "tímdu ekki að veiða". Ekki er ólíklegt að loðnumökkur gjósi hér upp innan skamms, meira en undanfarin ár. En þá er allt orðið of seint. Ekki verður Hafró tekin í gegn frekar en áður, en það er í lagi að gera bræðslukallana að sökudólgum."
Nú erum við að missa milljarðana út um gluggann vegna aulagangs. Kvótinn að verða búinn en svartur sjór af loðnu!
![]() |
Góð loðnuveiði út af Garðskaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Jón, lestu blogg Tobba Villa í feb. 2010, þá sérðu örlög loðnutorfunar sem fór
djúft yfir Faxaflóann til að hrygna við Snæfellsnesið og inn í Breiðafjörð,
ég sá ekki eina loðnu í þorski í norðanverðum Breiðafirði vorið 2010.
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur sagði um þorskinn í Barentshafinu,
þorskurinn var fljótur að jafna sig þegar hann fékk nóga LOÐNU.
Aðalsteinn Agnarsson, 16.2.2011 kl. 11:47
Já sagði Hjálmar þetta? Hvaðan kom svo loðnan sem hann "fékk"?
Í dagblaðinu Bergens Tidende laugardaginn 6. janúar 1990 (eftir hrunið mikla í Barentshafinu) var haft eftir Odd Nakken, forstjóra norsku Hafró:
"Niðurstöður úr fjölstofna rannsóknum benda til þess að fæðuþörf hins mjög svo vaxandi þorskstofns hafi tvöfaldast frá 1984 til 1986."
"þetta kom mest niður á loðnunni. Loðnuát þorsksins þrefaldaðist frá 1984 til 1985 með þeim afleiðingum að loðnustofninn nær kláraðist. Jafnframt át þorskurinn stöðugt meiri síld, smáþorsk og ýsu. Árið 1985 og 1986 át þorskurinn um 500 þúsund tonn af síld, og trúlega er þetta meginskýringin á því að þessir tveir síldarárgangar eru horfnir."
"Þrátt fyrir að þorskurinn æti upp loðnu og síld og seinna bæði ýsu og þorsk, fékk hann samt ekki nóg æti. Frá 1986 hefur þorskurinn vaxið miklu hægar en hann gerði áður. Meðalþyngd 5 ára þorska var 1.8 kg veturinn 1986 en meðalþyngd 5 ára fiska árið 1988 var einungis 0.7 kg."
Þetta var afleiðingin af því að Norðmenn drógu úr veiðum til að hámarka afrakstur úr geysistórum árgangi frá 1983. Stofninn horféll og þess vegna gat loðnustofninn stækkað aftur. - Hjálmar, já..
Jón Kristjánsson, 16.2.2011 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.