Árás ESB á breska fiskiðnaðinn

Ég er í góðu sambandi við skoskra sjómenn og sjómannasamtök. Þeir eru miður sín vegna félaga sinna sem hafa gagnrýnt okkur og Færeyinga vegna makrílveiðanna. Þeir segja að þetta sé hagsmunaklíka hinna ríku uppsjávarveiðimanna sem láti svona, en almennt styðji skoskir sjómenn íslendinga.

Hingað hafa komið fulltrúar sjómanna í Skotlandi og N-Írlandi til að vara okkur við að ganga í ESB: Við megum ekki trúa liprum tungum þeirra um sérréttindi handa okkur og hóli þeirra um góða stjórn fiskveiða við Ísland. Þessar lygar eru þeirra aðferð til að komast í okkar fiskimið.

Ég kom fyrst til Skotlands 2003 og hef síðan haft við þá mikil og góð samskipti. Þar kynntist ég miklum heiðursmanni Tom Hay, sem var formaður sjómannasamtakanna FAL. Hann er ný hættur sem formaður vegna aldurs en var skipaður heiðursformaður til lífstíðar. Um daginn minnti hann mig á viðtal sem við Magnús Þór Hafsteinsson tókum við hann í febrúar 2003. Þetta viðtal var aldrei birt opinberlega. 

Ég gróf upp viðtalið og setti það á netið. Hann gefur okkur mjög sterkar viðvaranir við ESB og það er athyglisvert að þó liðin séu 7 ár, þá hvert orð hans Tom erindi til okkar í dag. Geta má þess að frá árinu 2000 hefur breski flotinn minnkað um 80-90%. Og enn er ofveiði í Norðursjó. Þetta, flotaminnkun vegna meintrar ofveiði, var aðferð ESB til að komast yfir bresku fiskimiðin. Viðtalið er hér.

Fleiri kvikmyndir, m.a. veiðitúrum í Norðursjó, Írlandshaf og Elliðavatn, má finna á minni videoslóð: http://www.youtube.com/fiskimyndir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein og ÆTTI að vekja JÁ-SINNA til umhugsunar, en einhvern vegin á ég ekki von á að þessir "ferköntuðu leðurhausar" séu með heilbrigða hugsun í sínum "ferkantaða leðurhaus" þeir fylgja bara Landráðafylkingunni í blindni.

Jóhann Elíasson, 28.11.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, hvað ég vildi að það væri ekkert að marka þetta hjá Jóhanni. En ...

Nafni minn Kristjánsson, heilar þakkir fyrir þín skrif og þetta frábæra viðtal við hinn skýra og klára Tom Hay.

Það ætti að þýða viðtalið í heild, setja textann á netið, bæði á ensku og íslenzku, og gjarnan texta myndbandið sjálft, en til að byrja með þarf einfaldlega að þýða nokkra spretti þarna, m.a. það sem byrjar þegar um 2 mín. 10 sek. eru liðnar af myndbandinu (um hinar harðvítugu lagareglur ESB) og 8.40 o.áfr. (með tiltali hans til Íslendinga ekki síður en Færeyinga).

Höldum uppi baráttunni; ég á eftir að vísa á þetta.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 29.11.2010 kl. 00:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Jón!  Ég bið um leyfi að setja þessa áhugaverðu grein á Facebock síðu mína.

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2010 kl. 12:59

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Eins og ég er oft sammála þér Jón þá virðumst við einhverra hluta vegna sjá stjórnun fiskveiða innan ríkja ESB með ólíkum hætti. Það eru einhver 8-9 ESB ríki sem hafa einhverja fiskveiðihagsmuni að verja og það sameiginlega vegna landfræðilegra aðstæðna. Þessi ríki eru öll með sinn sjávarútvegsráðherra og sítt fiskveiðikerfi þar sem því verður við komið. Það eru þessir ráðherrar bera óskir landa sinna og hagsmunaaðila um nýtingu fiskstofnanna upp við CFP í Brussel sem að sögn ræður öllu. Er ekkert hlustað á þá: eða er eitthvað athugavert við ráðgjöfina og nýtingarstefnuna?

Ég er nokkuð viss um að þar liggi hundurinn grafinn. Það er að segja hjá hinum svokölluðu vísindamönnum sem sjá um allar rannsóknir á fiskstofnunum og eru ráðgefandi CFP um heildarveiði hinna ýmsu fiskstofna.

Er þetta ekki farið að hljóma nokkuð kunnuglega? Erum við ekki öllu heldur farnir hér að tala um Alþjóðahafrannsóknarráðið ICES í Köben en CFP

Atli Hermannsson., 1.12.2010 kl. 15:22

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Erum við Jón ekki hreinlega farnir að tala um Hafró sem eitt aðal hjólið undir ICES vísindamafíunnni? Hvað eru annars margir frá Hafró í ráðgjafaráði ICES? Ég veit ekki betur en að nákvæmlega sama nýtingarstefna sé hjá CFP í Brussel og er hjá okkur. Þar sem vandamálið er "vísindalegs" eðlis en ekki stjórnskipulags - Þá breyttist ekkert þó sjálfar ákvarðanirnar um heildarafla ESB ríkja og önnur tilhögun við veiðarnar yrðu fluttar eitthvert annað eða ESB hreinlega lagt niður. Eftir sem áður þyrfti að taka sameiginlegar ákvarðanir....sem því miður yrðu eftir sem áður byggðar á rangri nýtingarstefnu ríkisrekinnar vísindamafíu 20 landa hér við N-Atlantshafð.

Atli Hermannsson., 1.12.2010 kl. 15:59

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur áður reynt að verja ESB, Atli, og þetta dregur dám af slíkri viðleitni þinni. En reyndu ekki að neita þessu, sem gæta verður að, ef Ísland yrði ESB-ríki:

1) Þingmannanefnd ESB hafnaði í október í haust ákvæði um landfræðilega sérlausn fyrir Ísland – strikaði ósk um það út!

2) Ísland yrði sett undir sjávarútvegsstefnu ESB.

3) "Reglan" um hlutfallslegan stöðugleika er sjálf óstöðug, forgengileg; meirihluti ráðherraráðs ESB í Brussel getur fellt hana úr gildi eða breytt henni. Bretland, Frakkland, Þzkaland og Spánn hafa jafnvel ein sér slíkan meirihluta frá árinu 2014, þ.e. 53,64% atkvæðavægi í ráðherraráðinu (sbr. líka hér).

4) ESB hefur þegar sagt Norðmönnum, þar sem þó var eftir mun minna að slægjast fyrir ESB, að sambandið gæti EKKI ábyrgzt, að Norðmenn fengju að njóta um ókomna tíma þessarar meintu "reglu" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða.

5) ESB krefur í hverjum aðildarsamningi hvert nýtt "aðildarríki" þá þegar og til frambúðar um þá skyldu að meðtaka öll ESB-lög og reglur, aðildarríkið samþykkir ennfremur í aðildarsamningi að láta ESB um valdið til að túlka það lagaverk og að þegar einhver atriði þess rekist á lög í aðildarríkinu, þá skuli lög ESB ráða alfarið (sbr. líka Mbl.grein mÍna: Á að breyta Alþingi í 3. flokks undirþing?).

6) ESB myndi ráða hér öllu frá hinu smæsta upp í það stærsta í sjávarútvegsmálum, m.a. lokun svæða, möskvastærð, takmörkun veiða á tegundum o.m.fl.

7) Auðvitað yrði hvalveiðum, selveiðum og hákarlaveiðum útrýmt við Ísland – af ESB!

8) Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009, skv. ýtarlegri frétt Rúv).

9) Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009, einnig byggt á Rúv-frétt).

10) Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009).

11) Stein [aðalhagfræðingur Lombard Street-rannsóknarsetursins]: Algjört brjálæði fyrir Ísland að ganga í ESB (30. ág. 1999; þar koma spænskir sjómenn við sögu).

12) Einar K. Guðfinnsson með GÓÐA GREIN: Þessi forréttindi ætlum við að verja (7.8. 1999).

13) ESB ætlar sér ekkert minna en ALLA EVRÓPU.

14) Og að endingu: Malta fræðir okkur ekkert um að óhætt sé að sogast inn í Evrópubandalagið!

Jón Valur Jensson, 1.12.2010 kl. 23:36

7 Smámynd: Jón Kristjánsson

Atli

Það er ekkert hlustað á ráðherra ríkjanna, t.d. Englendinga Skota og Íra. Á hverju ári fara þeir ásamt talsmönnum sjávarútvegs til Brussel, þeir fara núna 6. desember, í hið árlega reiptog um kvóta landanna. Alltaf koma þeir heim með verri væntingar en þeir höfðu. Það er Brussel sem hefur lokaorð um kvótana. Það er alveg klárt.

Hitt er svo rétt að ICES mafian, sem reiknar ráðgjöfina, allar Hafróurnar eftir sama forritinu, og enginn svíkur lit. Ekkert virðist breyta þeirra röngu stefnu: Endurtaka í sífellu sömu tilraunina en vonast eftir nýrri niðurstöðu, sem var skilgreining Einsteins á brjálsemi (madness).

Ég hef aldrei getað skilið hvaða öfl stjórna þessu í raun. Eru það kjötframleiðendur? Víst er að ICES fær aurana sína frá ESB  ...  

Jón Kristjánsson, 2.12.2010 kl. 20:20

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jón takk fyrir þetta, gaman að hlusta á þessu gömlu viðtöl., og sjá hver reynslan hefur verið .

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.12.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband