3.11.2010 | 15:20
Kumpánarnir Árni Matt og Össur
Búið er að ráða Árna M. Mathiesen sem aðstoðarframkvæmdastjóra FAO, og heyra fiskveiðar og fiskeldi undir hann. Mun Össur utanríkisráðherra hafa mælt með Árna í stöðuna. Þetta er vægast sagt ógeðfellt en þessir kumpánar voru saman í hrunstjórninni. Ekki einungis það, þeir voru einnig helstu áróðursmeistarar í fiskeldisbólunni, sem sprakk svo með hvelli 1991 og var eins konar forleikur að stóra hruninu núna, hvort tveggja byggt á taumlausri græðgi og pólitískri spillingu.
Auk þess að vera með puttana í fyrirtækjum, sjóðum og sukki stofnuðu þeir félagarnir fiskeldisfélagið Faxalax ásamt Ólafi Skúlasyni á Laxalóni. Þetta var árið 1987.
Ólafur var þá í góðu gengi með sitt fiskeldi, sem byggt var á gömlum merg og rekið með varfærni. Þeir ráku seiðaeldisstöð í Ölfusi og kvíaeldi á regnbogasilungi í Hvalfirði og gekk þokkalega þrátt fyrir ýmis áföll vegna sjávarkulda.
Snillingarnir og sérfræðingarnir Össur og Árni lokkuðu Ólaf í samstarf og hann lagði fram fiskinn sem fór í kvíarnar en Össur og Árni varla meira en "sérþekkingu" eins og algengt var á þessum árum.
Árið 1990 fór fyrirtækið á hausinn, sérfræðingarnir löbbuðu í burt og Ólafur sat uppi með skellinn. Hann missti fyrirtækið í kjölfarið, svo og heimili sitt skömmu síðar og eiginlega allt annað. Hann býr nú á Írlandi.
Á þessum tíma starfaði ég við fiskeldistryggingar, skoðaði stöðvar, mat áættu, gerði upp þrotabú o.fl. Ég var fenginn til að meta eignir í þrotabúi Faxalax í apríl 1990. Aðkoman að fyrirtækinu var ömurleg eins og eftirfarandi glefsur úr skýrslu minni bera með sér:
Kví nr. 1
Kafarinn fann 4x1 m gat á botni kvíarinnar og varð ekki var við fisk. Kvíin er að öllum líkindum tóm. Eitt flothylki vantar á kvína. Hoppnet er allt meir og minna rifið og víða eru göt á samskeytum flotkraga og hoppnets. Nótin er orðin gróin. Starfsmenn sögðu að allt hefði virtist með eðlilegum hætti 24/4 þegar slátrað var úr nótinni en þegar reynt var að ná í fisk 26/4 fékkst lítið.
Kví nr. 3
Í kvínni er lax, um 1.5 kg á þyngd og lítur hann þokkalega út. Netið sjálft er gott en skel er að byrja að myndast í því og um þriggja metra breitt belti af meterslöngum þara er í yfirborði nótarinnar. Flothringur er víða rifinn frá og þarfnast viðgerðar. Ekki sáust rifur í yfirborði. Nótin er þung í sjó vegna gróðurs. Eitt flothylki vantar.
Kví nr. 4
Hér eiga að vera um 100 þúsund regnbogasilungar 0.5-1.0 kg. Flothringur er nánast allur laus og nótin hangir uppi á hoppnetinu. Hún er mjög gróin og þung og var við það að súpa í þeirri litlu öldu sem þarna var. Þessi nót hangir á bláþræði og fiskurinn getur sloppið hvenær sem er.
Allar Bridgestone kvíarnar (B1-4) hafa það sameiginlegt að flothringur er víða laus og upphengjur eru víða slitnar. Þetta veldur því að átak er ekki lengur jafnt, strengir myndast í netinu og fjöðrun er orðin lítil og ójöfn. Líklegt er að umrædd rifa stafi af slíku misvægi og eins því hve netið er orðið gamalt.
Ógnvekjandi er að sjá slíkt kæruleysi í viðhaldi á kvíunum með tilliti til þeirra verðmæta og hagsmuna sem eru í húfi. Ekki er hægt að segja að mönnum hafi ekki verið kunnugt um lélegt ástand kvíanna því í skýrslu kafara frá 23. febrúar sl. er ljót lýsing á ástandi þeirra.
Með þessa reynslu að baki má segja að Árni Matt sé vel að starfinu kominn hjá FAO. Össur, sem á þessum árum fór til Sovét að leiðbeina þeim í fiskeldi er líka reynslubolti, þó hefur hann aðeins skipt um kúrs því nú leiðbeinir hann Rússum í nýtingu á jarðvarma.....
Útflutningur á sérþekkingu?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Athugasemdir
Ég birti í eina tíð grein í Mbl þar sem ég lagði það til að stofnaður yrði eins konar lávarðarklúbbur á Íslandi til þess að þeir innvígðu í flokkunum gætu gengið að augljósri og skilgreindri spillingarfyrirgreiðslu þegar kjósendur kærðu sig ekki lengur um þá eða þeir væru ekki lengur boðlegir í almennum kosningum. Þar lægi ljóst fyrir hvað flokkarnir hefðu til ráðstöfunar; Seðlabankastöðar, forstjórarstöður ríkisapparata, sendiherrastöður, stöður hjá alþjóðastofnunum eða norrænum sem stjórnvöld réðu yfir o.s. fr. Miklu betra væri að fá svindliðl upp á yfirborðið.
Valdimar H Jóhannesson, 3.11.2010 kl. 16:02
Þetta er það nýja Ísland sem okkur dreymdi um að myndi rísa eftir hrun.
Það gat auðvitað aldrei orðið góður ilmur af samstarfi tveggja fyrrum ráðherra ríkisstjórnar D og S.
þvílíkur fénaður!
Árni Gunnarsson, 3.11.2010 kl. 17:55
Takk félagar
Það sem mér þótti merkilegt á sínum tíma, eftir þetta brall og þegar þeir voru á þingi, var að þeir þóttust ekki þekkjast þó þeir hafi verið viðskiptafélagar, meðeigendur í laxeldisfyrirtæki. Þeim þótti gott að vera spyrtir saman. Á yfirborðimu voru þeir andstæðingar....
Jón Kristjánsson, 3.11.2010 kl. 18:33
Smá villa hér að ofan, á að vera: Þeim þótti ekki gott að vera spyrtir saman...
Jón Kristjánsson, 3.11.2010 kl. 18:51
Heill og sæll Jón, Merkilegt að lesa þetta blogg þitt. Það er ekkert breytt á Íslandi, og svo eru menn hissa á að stjórnmálamenn hafi lítið traust hjá almenningi.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.11.2010 kl. 21:04
Samtryggingin og spillingin verða varla skýrari.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 3.11.2010 kl. 21:23
Á þeim árum þegar Árni Matt var sjávarútvegsráðherra gekk stundum mikið á eins og við munum. Má sem dæmi nefna brottkastumræðna sem Magnús Þór Hafsteinsson hleypti upp í loft með frægum myndum sem teknar voru um borð Bjarma og Báru.
Þá man ég vel hvernig Árni Matt snérist við eins og gúmmívettlingur þegar Siggi Pé (Ísmaðurinn) þá afleysingaskipstjóri á frystitogaranum Arinbirni RE lýsti því í samtalsbók Reynis Trausta hvernig þeir ítrekað köstuðu 50-60 tonnum í hafið þegar vinnslan hafði ekki undan. Árna var svo umhugað um óflekkað orðspor kvótakerfisins að hann þvertók fyrir það í viðtölum þegar bókin kom út að þetta hafi getað átt sér stað.
Ég spáði mikið í þessa hluti á þessu tíma og furðaði mig oft á því að Össur, menntaður líffræðingur, hafði aldrei neina skoðun á nokkrum einasta hlut er snerti sjávarútveginn eða kvótakerfið... Nú veit ég af hverju.
Atli Hermannsson., 3.11.2010 kl. 21:29
Ekki var þetta til að fegra myndina af þeim köppum Össuri og Árna. Össur er refur í stjórnmálum og hér liggur eitthvað undir steini.
Jón Baldur Lorange, 3.11.2010 kl. 21:40
Það nákvæmlega sama er að gerast í MATÍS núna þar sem forstjóri MATÍS og fyrrum forstjóri Orkustofnunar vaða um í sjóðum og bruðla með tugi milljóna styrki í að ætla að fara í Tilapíueldi á Flúðum, það er glórulaust að ala fisk í sjó við Ísland það hefur komið í ljós og á eftir að sýna sig á Vestfjörðum, en að ætla að ala Tilapíu á Íslandi er en vitlausara og þar fer MATÍS sem frumkvöðull eða reyndar forstjóri MATÍS sem situr báðu megin við borðið við styrkjasukkið og sóðaskapinn.
Þetta var, er og verður á Íslandi og fer bara versnandi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.11.2010 kl. 17:05
Mögnuð grein um þá "kumpána úr hrunastjórninni" og ekki vex vegur þeirra við þessa lesningu.
Sigurður Þórðarson, 4.11.2010 kl. 21:32
Takk Jón. Ég vona að þú hafir ekkert á móti því að ég bætti blogginu þínu við Blogggátina. Ég nota þá gátt til að fylgjast með áhugaverðu bloggi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.11.2010 kl. 15:03
Það þarf að losna við allt þetta hrunlið, hvern og einn einasta, og þó fyrr hefði verið.
Sigurður Hrellir, 5.11.2010 kl. 19:00
Fínt Jóhnnes Laxdal
Um að gera að dreifa þessu sem víðast.
Takk
-------------------
Högni, að væri gott að fá að vita meira um þessi Matís/ tílapia mál. Hverjir eru í þessu? Þorkell? Hef ekki heyrt um þetta .
Hafðu samband
Jón Kristjánsson, 5.11.2010 kl. 19:53
Takk fyrir áhugaverðann pistil - Jón.
Þó ég sé ekki endilega tilbúinn að kingja því, að óhætt sé að auka veiðar hér við land stórfellt, þ.e. gefa þær frjálsar og það muni skila aukinni fiskigengd, þá get ég alveg litið framhjá því og þakkað þetta tiltekna framtak.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.11.2010 kl. 22:51
Forstjóri MATÍS og fyrrum forstjóri Orkustofnunar eru í þessum sóðaskap.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.11.2010 kl. 19:33
Sjöfn Sigurgísladóttir og Stefanía K. Karlsdóttir og í þetta hafa þær meðal annars fengið styrki frá MATÍS og Orkustofnun og vélað sveitastjórn Hrunamanna í þessa dellu með sér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.11.2010 kl. 19:37
Össur flaug inn í ráðherraembætti eftir hrunið sem hann átti aðild að með stuðningi 0,5% kosningarbærra Íslendinga. Ríkisstyrktur stjórnmálaflokkur sá um restina.
Sýnir vel hversu arfavitlaust kosningakerfið, styrktarkerfið og flokkakerfið er.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2010 kl. 16:30
Þetta eru þokka piltar!
Aðalsteinn Agnarsson, 9.11.2010 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.