25.9.2010 | 18:59
Aflabrögð í gamla daga
Stundum halda menn að náttúran sé alltaf eins og ekki verð breytingar nema af manna völdum.
Dæmi um þetta er hið sífellda tal um ofveiði. Sé ekki ofveiði nú, þá er talað um gamla ofveiði. Hafróliðið kennir langtíma ofveiði um að ekki sé unnt að veiða nema þriðjung þess þorskafla sem áður var veiddur.
Ég var að glugga í bók um Vesturfarana, Nýja Ísland, og rakst þar á lýsingar á árferði á Íslandi seint á nítjándu öld. Lýsingar á aflabrögðum vöktu athygli mína:
1875. Árferði til sjávarins var sæmilegt.
1876. Hafís fyrir Norðurlandi. Fiskafli góður nema í Faxaflóa.
1877. Afli brast við Faxaflóa og varð þar neyðarhagur.
1883. Heyskapur sæmilegur, aflabrögð einnig og skepnuhöld.
1885. Heyskapur gekk illa og aflabrögð voru léleg.
1886. Aflabrögð léleg víðast hvar.
1887. Hafís, komst að norðan og austur fyrir allt að Kúðafljótsósum. Aflabrögð góð.
1888. Harður vetur, hafís allt að Vestmannaeyjum og lá fram í júlílok. Landburður af fiski.
1989. Yfirleitt gott ár til lands og sjávar.
1890. Tíðarfar í meðallagi og aflabrögð sæmileg.
1891. Tíðarfar sæmilegt og heyskapur. Aflabrögð nokkuð misjöfn.
1892. Veturinn afskaplega frostmikill. Fannburður og frostríki, hafís lá lengi.
1893. Veturinn mildur og aflabrögð yfirleitt sæmileg.
1894. Aflabrögð yfirleitt sæmileg.
1895. Afar mildur vetur, aflabrögð sæmileg nema við Faxaflóa.
1896. Snjóaði í 70 daga og rigndi í 141 dag. Ekki minnst á aflabrögð.
1897. Afli rýr við Faxaflóa og hagur manna þar mjög bágborinn.
1898. Veturinn rosafenginn sunnan lands og vestan.
1899. Fannkomur miklar víða um land. Meðal fiskár nema í Faxaflóa.
1900. Meðalár að flestu leyti. Afli varð nú í Faxaflóa sem annars staðar.
1901. Góðæri til lands og sjávar. Aflabrögð voru einkum góð á þilskipum.
1902. Aflabrögð sæmileg.
1903. Meðalár til lands og sjávar.
Þarna er greint frá miklum sveiflum í aflabrögðum og er annálariturum tíðrætt um léleg aflabrögð við Faxaflóa með góðum árum á milli. Þarna var ekki nein fiskveiðistjórnun í gangi og "flotinn" var knúinn með árum og komst því ekki langt frá landi.
Etv. hefur dulin ofveiði verið þarna á ferðinni?
Silungsveiðar með snurvoð
Fyrir áhugamenn um veiðiskap hef ég sett in tvö myndskeið sem sýna veiðar með snurvoð í Elliðavatni.
http://www.youtube.com/watch?v=-OfU0CjMmL0
http://www.youtube.com/watch?v=_ClAd8r_Qng
Nótin er smækkuð útgáfa af venjulegri kolavoð. Báturinn er minnsti skuttogari landsins, en ég hannaði og smíðaði bátinn með atvinnuveiðar í silungsvötnum í huga. Ekki hefur hann verið notaður í það, af félagslegum ástæðum, en hefur ásamt snurvoðinni hefur reynst mikilvægt rannsóknatæki.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Athugasemdir
:) takk fyrir þennan fróðleik.
gaman að sjá þessi myndbönd.
Óskar Þorkelsson, 26.9.2010 kl. 10:20
Magnað veiðarfæri!
Þessi ofveiði er orðinn sannleikur sem allir eru skyldugir til að trúa!
Og nú er makríllinn kominn til liðs við Hafró svo svartfuglinn hefur ekki síli eg er flúinn norður að Kolbeinsey.
Á hverju lifir þorskurinn og aðrir nytjastofnar?
Þessi þjóð býr á besta og gjöfulasta landi á norðurhveli jarðar.
Stjórnvöld hennar eru búin að koma sér upp hagstjórnartækjum sem gera henni ólíft í eigin landi.
Árni Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.