Met í loðmælsku?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í dag (1/4) og þar segir hún m.a:


g hef góðar vonir um að atvinnuástand glæðist með vorinu þar sem mikill gangur er í ferðamennsku og tækniiðnaði svo og í sjávarútvegi og áliðnaði. Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka".


Þessi - kannski, gæti verið, ef til vill - loðmælska er ótrúleg. Hér er allt vaðandi í fiski, því ekki að veiða verulega meira og það strax? Jón Bjarnason sagði reyndar í viðtali við Fréttablaðið: "Ég ræð þessu". Gaman gaman, ég ræð, um það snýst málið. Einn maður hefur í hendi sér að ráða örlögum fólksins í landinu, og hann þorir ekki að gera neitt. 
Er verið að gæta hagsmuna annarra en þjóðarinnar sem á miðin? Hvers vegna vilja stjórnendur landsins ekki auka aflaheimildir. Mér detta í hug tvær skýringar:


1. Þegar til stóð fyrir nokkrum árum að auka aflaheimildir í þorski um 30 þús. tonn mætti ég hátt settum sægreifa niður við höfn. Hann sagði við mig að vitlausasta sem hægt væri að gera væri að auka aflaheimildir, það myndi einungis leiða til þess að fiskverð (lesist: útleiguverð á kvóta) lækkaði.


2. Ef aflaheimildir yrðu auknar kæmi í ljós að það væri allt í lagi og leiddi jafnvel til enn meiri aukningar síðar. Þar með væri ofveiðistjórnunin sett í voða, og einokunarvald sægreifanna komið í uppnám.


Getuleysi stjórnmálamanna til að brjóta upp ofurvald ofveiðistjórnarinnar er hryðjuverk. Svo segir ráðherrann með stolti: "Ég ræð"! (lesist: ég hef gjaldeyrisöflun þjóðarinnar í hendi mér)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta samtal ykkar niður við höfnina sem þú vísar til hefur staðið svolítið í mér síðan þú greindir mér frá því núna á dögunum.

Það er auðvitað hart að standa frammi fyrir því að þetta gerspillta samstarf LÍÚ og Hafró skuli fá að þróast eins og einhver skæður veirusjúkdómur sem engin læknavísindi ráða við.

Nú er það fullkomlega ljóst að talsverður hópur fólks veit um þetta samspil en þá kemur að stjórnsýslunni sem þrjóskast við og hangir á ráðgjöf fiskifræðinganna sem þeir trúa að hafi rétt fyrir sér. Og hlusta bara ekki á mótrök.

Ég leyfi mér að segja það að ef Jón Bjarnason tekur ekki af skarið með einurð og eykur strandveiðarnar ellegar gefur þær frjálsar þá er hann ábyrgur fyrir vanrækslu og glópsku sem á að vera refsiverð fyrir Landsdómi.

Árni Gunnarsson, 1.4.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JB er mesta tuska sem komist hefur í ráðherrastól þessa lands..

Óskar Þorkelsson, 2.4.2010 kl. 16:28

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar. Við skulum þá skoða hvað hægt er að kalla forvera hans í ráðuneytinu.

Jón hefur þó haft einurð til að byrja á lagfæringum sem hinir hafa afneitað. Kannski er það vegna þeirra skrefa sem hann hefur þó stigið sem við sjáum nú svona vel alla þá skelfilegu heimsku og dýru sem viðgengist hefur og viðgengst enn.

Betri er lítil vitglóra en engin.

Árni Gunnarsson, 2.4.2010 kl. 22:41

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eftir að hafa lesið svarið þitt Árni þá sé ég að JB er kannski ekki alveg mesta tuskan sem þarna hefur setið.. en hann er samt ræfill.

Óskar Þorkelsson, 3.4.2010 kl. 08:10

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar: Það er í það minnsta alveg ljóst í mínum huga að nú er umræðan í samfélaginu farin að beinast að þessari vannýttu auðlind meira en verið hefur.

Þess vegna eiga núna allir þeir sem átta sig á mikilvægi þess að stokka upp þetta bandvitlausa kerfi að leggjast á árar því það er góð reynsla fyrir því að hamra járnið á meðan það er heitt.

Árni Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 18:03

6 Smámynd: L.i.ú.

Þetta er óþolandi heimska sem viðgengst hér. Ég legg til að í sparnaðarskyni verði Jóni Bjarnasyni og Jóhanni Sigurjóns greidd laun sem samsvara atvinnuleysisbótum fram til 1 sept. Það er auðvelt að taka við launum uppá tæpa milljón á mánuði og halda svo öðrum á atvinnuleysisbótum bara til þess að "sýna ábyrgð".

L.i.ú., 3.4.2010 kl. 21:20

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessi bloggfærsla er orð í tíma töluð. Þú segir að Jóhanna sé með með í loðmælsku. Ég er ekki sammála því og ég skil hennar orð þannig að hún er að gera tillögu um að auka veiðiheimildir tímabundið, en vill hlusta á sjónarmið þeirra sem best þekjja til þessara mál áður en ákvöðrun verður tekin. (ég er ekki að tala um Jón Bjarnason hér, enda ræður hann þessi alveg einn, eða þannig).

Jón Halldór Guðmundsson, 4.4.2010 kl. 11:02

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er góð færsla Jón. Bjarni Ben eldri sagði að heldur skyldum við drepa fiskinn en fólkið. Skyldi Jón Bjarnason hafa heyrt þetta? En þessi ríkisstjórn VG hefur verið svo upptekin að pústa af því að gosið kom til að taka fókusinn af henni, að hún liggur líklega afvelta. Hér gerist því miður ekkert nema loðmullan eins.

Af hverju er fiskur um allan sjó. Leiguverðið 270 kall og söluverðið 340 ? Auðvitað hafa leigusalarnir það flott við þessar aðstæður. Það væri stórhættulegt að lákka leiguverðið með auknum heimildum.

Halldór Jónsson, 5.4.2010 kl. 18:15

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Er þessi fiskur sem er um allan sjó ekki einhver gervifiskur? Er hann til í bókum Hafró?

Halldór Jónsson, 5.4.2010 kl. 18:15

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, sagði gamli Bjarni þetta Halldór?

Nú sýnist mér að flestir okkar Bjarnar séu að verða sammála um að við eigum að passa fiskinn og selja ferðamönnum aðgang að honum til skoðunar.

Og þá fær ráðherrann mikið hól frá útlöndum fyrir það að hafa ekki látið undan þrýstingi fólksins sem vildi deyða þessi fallegu dýr og borða þau. 

Árni Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband