Ofveiðistjórnun- stjórntæki blekkingarinnar

Stjórn fiskveiða felst ekki lengur í að hámarka afrakstur fiskistofna heldur að halda vinnunni og blekkja almenning. Með því að halda fram að fiskstofnar séu ofveiddir þá blæs rannsóknarapparatið (Hafró) út, það verður að efla rannsóknir, segja menn. Eftirlitsapparatið (Fiskistofa) stækkar, það verður að passa upp á reglurnar, smáfiskavernd, aflahámörk og hvað þetta allt heitir, - til að koma í veg fyrir ofveiðina. Til þess að halda vinnunni má „ofveiðin“ aldrei hætta. Hver kannast ekki við: „Það þarf að auka fé til rannsókna“?

Ef ekki væri ofveiðin þyrfti ekki alla þessa menn. Athyglisvert er að svo lengi sem ég man eftir hefur þorskstofninn verið ofveiddur. Þegar veiddust 500 þús tonn á sjötta áratugnum var hann ofveiddur, þá voru innan við 10 menn að vinna við fiskirannsóknir. Hann var enn ofveiddur 1970 þegar aflinn var um 400 þús tonn, og áfram og áfram. Í dag eru veidd 150 þús tonn og enn er þorskurinn ofveiddur. Útlendingarnir eru farnir, togaraflotinn helmingaður, netaveiðiflotinn ónýtur, trilluflotinn laskaður og 2 trillur róa nú með net í Faxaflóa. Og enn er ofveiði!

PA010019_800x599Þetta ofveiðikjaftæði er alheims vandamál: Hver kannast ekki við ofveiðina í Norðursjó, við Kanada, í Eystrasalti og reyndar í Barentshafi, en það er eini staðurinn þar sem stunduð er veiði langt umfram tillögur um sjálfbæra veiði. En þar er afli stöðugt vaxandi, vegna „ofveiðinnar“.

Síðustu daga hefur LÍÚ notað „ofveiðina“  í áróðursskini til þess að verja kvótakerfið illræmda:  „Stjórnvöld ætla að ofveiða skötusel,  80% umfram tillögur Hafró. Það stefnir í áliti Íslands sem ábyrgri fiskveiðiþjóð í hættu“, segir LÍÚ!

Farið er að ræða þetta  á alþjóða grundvelli og hér eru tvær áhugaverðar slóðir:

http://www.savingseafood.org/columns/the-times-they-are-a-changin-by-nils-stolpe-2.html

http://www.gloucestertimes.com/puopinion/local_story_356094301.html?keyword=topstory


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó fyrir þessu Jón. Hvað vinna núna mörgum sinnum fleiri hjá battaríinu en þegar ofveidd voru 500 þúsund tonn ?r

Halldór Jónsson, 16.3.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eina leiðin til að mótmæla þessari djöfuls brjálsemi sýnist mér vera að ganga til liðs við endurreisn Frjálslynda flokksins og koma honum til áhrifa í næstu kosningum.

Og ég spyr bara í fullri alvöru: Hvað er það fólk að hugsa sem stendur á öndinni af undrun og reiði vegna ástandsins í stjórnun fiskveiða en sinnir ekki kalli þess eina stjórnmálaafls sem vantar atkvæðastyrk til að ná fram breytingum?

Ætlar það að láta enn einu sinni kalla á sig eins og hænsni með kjaftæði um að nú eigi öllu að breyta í þessu brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar?

En svo er nákvæmlega ekkert sem bendir enn til neinna breytinga.

Höfum það í huga að ef við trúum því að það sé rétt að fara eftir ráðgjöf Hafró, þá hlýtur með sömu rökum að hafa verið rangt af Rússum og Norðmönnum að hafa gefið skít í þessa sömu ráðgjöf og margfaldað sínar veiðar.

Og þá bendir ekkert til annars en að við verðum að taka ranga ákvörðun! 

Árni Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 22:03

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það gengur fyrir öllu eins og við vitum að Hafró finnist þeir svo important og tryggt sé að landsmenn hafi það á tilfinningunni að þeir gæti síðasta þorskins eins og sjáaldur auga síns.

Þá var ég að hlusta á Einar Kristinn og Jón Gunnarsson á Útvarp Sögu í dag. Þeir gátu t.d. ekki á heilum sér tekið yfir þeim skitnu 2 þúsund tonnum sem dagakerfinu er úthlutað. þeir höfðu miklar áhyggjur, allt virtist standa svo tæpt að dagakerfið gæti riðið stofninum að fullu og sennilega smábátamönnum líka. Þá höfðu þeir einnig gríðarlegar áhyggjur af ,nýbúanum, sjálfum skötuselnum. Það var engu líkara að framtíð útgerðar í landinu réðust á því hver fengi að koma með þessi fáu kvikindi að landi -  áður en hann fer aftur, hver veit.

Atli Hermannsson., 17.3.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já athyglisverð ábending.

Sigurður Þórðarson, 18.3.2010 kl. 06:04

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að það sé kominn tími til að leggja þessa stofnun niður. Hún er að fara með landann fram af hengifluginu.

Víðir Benediktsson, 19.3.2010 kl. 22:05

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mái Samherjaforstjori sagði í sjónvarpsfrétum í kvöld að það ætti ekki að auka við kvótann. Þarna spilar Hafró með enda bara útibú frá LÍÚ, sem vill halda þessu í föstum skorðum af ótta við "eignarýrnun". 550 milljarða skuldir sjávarútvegs þola ekki slíkt. Því fyrr sem Hafró verður lögð niður því betra. Þá verður að skera þessa Fiskistofu niður líka.

Haraldur Bjarnason, 20.3.2010 kl. 20:46

7 Smámynd: Jón Kristjánsson

Halli. Mái var að kenna stjórnvöldum um "óróann" sem væri að valda atvinnuleysi í byggðum landsins vegna fyrirætlana stjórnvalda. Hann minntist ekkert á verk sín á Stöðvarfirði, Norðfirði, Þórshöfn, Húsavík, og, og,  þegar hann keypti og flutti vinnuna frá fólkinu. Hann sagði heldur ekki frá því að hann eyðilagði eða flutti burt tækin í vinnsluhúsunum sem hann setti út á gaddinn.

Það er einnig mjög svo umhugsunarvert að Rúvið skuli birta svona áróður. Hafró og Fiskistofa eru óþörf í þeirri mynd sem þau eru rekin, enda gengur þetta mest út á hagsmuni og samtryggingu. Hafró þarf að viðhalda skortstöðunni , en hún er a.m.k Samherja nauðsynleg eins og kom fram í gær.

Hér er eldri pistill um launahagsmuni Hafró og fiskistofu. 

Jón Kristjánsson, 21.3.2010 kl. 11:25

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. þreitandi, þessar fullyrðingar, að ef veitt er eins og hafið sé ótæmandi, þá verði allir hlutir mikið betri.

Þ.s. menn gleima, er að óvissa virkar í báðar átti, þ.e. óvissa um stofnstærð getur bæði í senn, þitt að hann er stærri eða að hann er minni.

Þ.e. mjög varasamt, ef menn fara, að láta sem, að þ. sé e-h sjálfsagt, að túlka slíkann vafa, sér í hag.

--------------------

Það vita allir, sem e-h hafa fylgst með veiðum í Norðursjó, að veiðar þar, hafa alla tíð verið langt fyrir ofan, þ.s. sérfæðingar hafa mælt með.

Veiði hrundi á sínum tíma, við Nýfundnaland, og hefur ekki komið aftur. Veiðar, voru þar stundaðar af Evrópumönnum, alla tíð síðan á f. hl. 16. aldar, þ.e. áður en litla Ísöld var komin í hámark. Ef, lofstslagssveiflur af þvílíkri stærðargráðu, hindruðu ekki veiðar, þá getum við alveg afgreitt það í burtu, sem meginástæðu á seinni tíð.

Síldin hvarf hér við land, sennilega fyrir samverkandi áhrif veiðiálags og versnandi lífsskilyrða í hafinu, þannig að líklega hefði hún ekki horfið, ef veiðiálag hefði verið minnkað verulega.

Höfum í huga, að enginn veit af hverju, Barentshafið hagar sér eins og það gerir, en þorskar geta synt. Norsk síld, syndir til Íslandsmiða. Hver veit, ef til vill, hefur þorskur af Íslandsmiðum verið að sinda þangað. Þ.eru engin landamæri í hafinu, með sama hætti og einstök stöðuvötn, eru lokuð hver frá öðru. 

Okkar uppbyggingarstefna hefur ekki verið verri en svo, að hér við land, er enn að finna nokkurn fjölda sterkra stofna.

----------------------------

Það er mjög villandi, að beita þeirri aðferð, að telja einfaldlega fjölda togara - og álykta um sókn. 

Þ.e. gríðarlega mikill munur á togurum, 21. aldar og togurum t.d. 6. og 7. áratugarins, sem dæmi. 

Hvort tveggja, stærðarmunur skipanna sjálfra, gríðarlegur munur á afkastagetu veiðarfæra, og einnig mjög umtalsverður munu á þeirri tækni, sem beitt er við það verk, að skima í gegnum hafið.

Ég er viss um, að þessi stóru skip sem til eru í dag, eru á við nokkur stikki af togurum, frá eldri tíð.

-------------------

Við skulum forðast það ábyrðgaleisi, að láta sem svo, að auðlyndin sé óþrjótandi.

Það eru engar óþrjótandi auðyndir á henni móður Jörð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 02:37

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. eitt þó, sem ég er til í að taka undir, að sennilega hafi verið mistök, að leggja höfuðáherlsu á, að veiða einungis stóra þorska.

Það virðast vera vísbendingar þess efnis, að með því að veiða helst stóra þorska, sé verið að færa kynþroska-aldur þorska niður, þannig minnka afraksturgetu stofnsins, með þeim hætti að hægvaxnari fiskar lifa frekar.

Við þessu má bregðast, með því að minnka möskva og koma með allan veiddan þorska að landi, smán sem stóran.

Á hinn bóginn, má vera að slíkt mæti andstöðu verkenda, sem vilja helst fiska af tilteknum afmörkuðum stærðum, sem passa við þeirra vélar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband