Hafró gefst upp við stjórn humarveiða. Brúka það eina sem þeir kunna. Setja veiðibann

Nú er Hafró búin að gefast upp á humrinum. Nýjasta ráðgjöfin er að veiða ekkert í 2 ár, hvað tekur svo við? Líklega áframhaldandi friðun eins og með lúðuna.

Ég hef bent á að stór þorskur éti mikið af humri, að humarinn éti undan sér, hann helgar sér jú holur og vill ekki keppinauta. Þekkt er frá Bretlandseyjum mikil sókn er nauðsynleg, annars minnkar stofninn og aflinn, eftir verða aðeins stórir og fáir humrar eins og hér.

Til að komast nær svarinu hef ég stungið upp á því að beita mjög mismunandi sókn á aðskildar humarbleyður og sjá hvað gerist. En æ nei, í staðinn fara þeir í rándýrar hljóðmerkjarannsóknir til að kortleggja hegðun humars á botninum.

Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á hinum náskylda vatnahumri (Astakus). Ég veit ekki hvort þeir hafi sótt þekkingu þangað eða til írskra og skoskra sjómanna, nokkuð sem ég hef gert. Varla, þeir vilja gera allt sjálfir og alls ekki hlusta á aðra.

Ég skrifaði nýlega nokkuð ítarlega grein í Bændablaðið þar sem ég velti upp nokkrum tillögum að skýringum á ástandi stofnsins. Ég hef ekki fengið nein viðbrögð frá Hafró, ekki einu sinni skammir, og átti heldur ekki von á því að fenginni reynslu.


Bloggfærslur 18. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband