"Hagkvæmni" kvótakerfisins?

Það hefur tíðkast mjög lengi að togararnir hjóli í kring um landið til að leita að fiski, sem þeir hafa kvóta fyrir.

Í þessari frétt, þar sem kvartað var undan þorski, var hins vegar ekki sagt hvað gert var við þorskinn, sem var til vandræða. Hvert fór hann? Út um lensportið? Lesendur verða að geta í eyðurnar, í ljósi þess að brottkast er ekkert.

En leit að fiski, sem kvóti er fyrir og flótti frá tegundum, sem kvóti er ekki fyrir kallar á miklar siglingar, olíueyðslu eins og sagt er frá í fréttinni.

Nú má fara að skilja hvers vegna sægreifarnir fjárfesta í olíufyrirtækjum: Samherji á 40% í Olís - og Fisk á Sauðárkróki á svipað í Enn Einum.

Já menn vita hvernig á að bjarga sér, þeir eiga líka hlut í bönkum. Er ekki næst að fjárfesta í lögmannafyrirtækjum? Því ekki það, - þeir eru búnir að "fjárfesta" í dómurum og stjórnmálaflokkum.
mbl.is „Þorskurinn til vandræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband