10.3.2012 | 11:11
Fær skynsemin að taka völdin af græðginni?
Virkjað var í Elliðaám og Sogi til þess að lýsa Íslendingum út úr myrkrinu. Þessar virkjanir hafa allar mikil neikvæð áhrif á laxastofna og urriðastofninn í Þingvallavatni. Virkjanahugmyndir í dag ganga hins vegar út á að selja útlendingum rafmagn og fá smá vinnu meðan verið er að reisa orkuverin. Við erum ekki að virkja fyrir okkur sjálfa, ó nei.
Það er ekki aðeins að laxastofnum verði ógnað, verði virkjanir í Þjórsá að veruleika, heldur munu laxveiðar leggjast af. Heimamenn hafa stundað netaveiði í Þjórsá í meira en 100 ár og laxinn verið gott búsílag. Engar stangveiðar hafa verið stundaðar enda áin einn drullugormur og óveiðanleg með stöng.
Áhrifin á laxastofninn eru að virkjanir hindra og tefja göngu hans upp fyrir virkjanir og seiðin drepist í vélunum á leið sinni til sjávar. Laxastigar myndu virka mjög illa vegna þess að skyggnið er það lítið, örfáir sentimetrar, að vafasamt er að laxinn finni stigann. Við það bætist að vatnsmagn í stiganum yrði sennilega ekki nema þúsundasti partur af heildarrennslinu. Þar sem fyrirhugaðar virkjanir eru þrjár, eru hverfandi líkur á að hann komist alla leið.
Áætlað er að gera "seiðaveitur", sem beini seiðunum fram hjá inntaki í vélarnar. Þetta lítur vel út á pappír en hefur alls staðar reynst erfitt og virkað illa, en nú er haldið fram að aðferðirnar hafi batnað. Má vera, en þær eru sennilega ónothæfar í jökulgormi Þjórsár. Skyggni er ekkert svo varla er hægt að nota sjónrænar stýringar. Oftast gefast menn upp á svona tilraunum, þær virka ekki, en þá er það orðið of seint: Það er búið að virkja.
Ein mótvægisaðgerð, sem stungið hefur verið upp á er að hætta netaveiðinni, taka hlunnindin af jörðunum, svo fleiri laxar komist fram hjá virkjununum í þeirri von að seiðabúskapurinn aukist, til mótvægis við þau sem drepast í vélunum. Engin líkindi eru á að aukinn hrygningarstofn myndi auka seiðaframleiðslu, fremur hið gagnstæða. Það hefur berlega komið í ljós í veiða-sleppa fiflaganginum.
Sú aðgerð, að hætta netaveiðum, myndi þýða að laxveiðar legðust af og til hvers þá allt þetta brölt? Ekki verður þarna stangveiði, hugmyndir Orra Vigfússonar um að hreinsa Þjórsá af leirnum eru hrein fásinna og stangveiðimenn hafa nóg af sprænum að leika sér í.
Vonandi fær skynsemin að ráða því að Þjórsá verði látin í friði.
Það er ekki aðeins að laxastofnum verði ógnað, verði virkjanir í Þjórsá að veruleika, heldur munu laxveiðar leggjast af. Heimamenn hafa stundað netaveiði í Þjórsá í meira en 100 ár og laxinn verið gott búsílag. Engar stangveiðar hafa verið stundaðar enda áin einn drullugormur og óveiðanleg með stöng.
Áhrifin á laxastofninn eru að virkjanir hindra og tefja göngu hans upp fyrir virkjanir og seiðin drepist í vélunum á leið sinni til sjávar. Laxastigar myndu virka mjög illa vegna þess að skyggnið er það lítið, örfáir sentimetrar, að vafasamt er að laxinn finni stigann. Við það bætist að vatnsmagn í stiganum yrði sennilega ekki nema þúsundasti partur af heildarrennslinu. Þar sem fyrirhugaðar virkjanir eru þrjár, eru hverfandi líkur á að hann komist alla leið.
Áætlað er að gera "seiðaveitur", sem beini seiðunum fram hjá inntaki í vélarnar. Þetta lítur vel út á pappír en hefur alls staðar reynst erfitt og virkað illa, en nú er haldið fram að aðferðirnar hafi batnað. Má vera, en þær eru sennilega ónothæfar í jökulgormi Þjórsár. Skyggni er ekkert svo varla er hægt að nota sjónrænar stýringar. Oftast gefast menn upp á svona tilraunum, þær virka ekki, en þá er það orðið of seint: Það er búið að virkja.
Ein mótvægisaðgerð, sem stungið hefur verið upp á er að hætta netaveiðinni, taka hlunnindin af jörðunum, svo fleiri laxar komist fram hjá virkjununum í þeirri von að seiðabúskapurinn aukist, til mótvægis við þau sem drepast í vélunum. Engin líkindi eru á að aukinn hrygningarstofn myndi auka seiðaframleiðslu, fremur hið gagnstæða. Það hefur berlega komið í ljós í veiða-sleppa fiflaganginum.
Sú aðgerð, að hætta netaveiðum, myndi þýða að laxveiðar legðust af og til hvers þá allt þetta brölt? Ekki verður þarna stangveiði, hugmyndir Orra Vigfússonar um að hreinsa Þjórsá af leirnum eru hrein fásinna og stangveiðimenn hafa nóg af sprænum að leika sér í.
Vonandi fær skynsemin að ráða því að Þjórsá verði látin í friði.
![]() |
Engar virkjanir í neðri Þjórsá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 11.3.2012 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)