Vestanganga?

Er þetta vestanganga sem komst óséð inn á Steingrímsfjörð? Hún hefur farið framhjá talningarmönnunum á Skúlagötunni, sem þóttust vera búnir að mæla loðnustofninn upp á tonn.

Hvenær fer þorskinn að reka á land? Kannski eitthvað hafi komið í suðvestan hvellinum í gær. En það á eftir að ganga fjörur.

Var að tala við vin minn áðan sem stundað hefur netaveiðar í Flóanum í hálfa öld. Hann sagðist ekki muna eftir öðrum eins þorski  hér utan við hafnarkjaftinn eins og núna. Lætur aðeins liggja 2 trossur  fáeina tíma yfir daginn til að ráða við aflann. Ég spurði hann hvort hann færi ekki að skipta yfir á grásleppu. Hann hló við og sagði að það væri ekki hægt: "Allt of mikið af þorski".

Þjóðin tapar milljarði á dag vegna heimsku, enginn gerir neitt og svo er að skella á hrygningarstopp! Reyna að búa til fleiri seiði, sem verða að fiskum, sem enginn má veiða. - Stjórnendur Íslands eru brjálaðir. 


mbl.is Loðnu rekur á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband