Færsluflokkur: Vísindi og fræði
20.4.2007 | 14:26
Togarasaga úr Færeyjum
Ég skrapp til Færeyja í vikunni sem leið, 11-13. apríl til þess að vera viðstaddur smá teiti þar sem svokallaðar Beta skrár voru kynntar.
Á áttunda áratugnum keyptu Færeyingar 8 togarar frá Kúbu, en þeir höfðu verið byggðir í Austur Þýskalandi handa Kastró. Þeim var breytt og hófst útgerð þeirra frá Færeyjum 1978 undir stjórn útgerðarfyrirtækisins Beta sem stofnað var um reksturinn.
Togararnir voru notaðir sem tvílembingar, en þá draga tveir togarar saman eitt troll. Þar með sparast sú orka sem fer í að draga hlerana.
Koma togaranna olli straumhvörfum í síðari tíma færeyskri útgerð og sérstaklega í veiðum á ufsa sem nú vegur mest í botnfiskveiðum Færeyinga á heimamiðum.
Allar skýrslur og upplýsingar um þessa útgerð hafa verið varðveittar frá byrjun og liggja nú fyrir á aðra milljón síðna um starfssemina. Þar má finna upplýsingar um staðsetningu allra toga, veður, sjólag, afla, tegundar- og stærðarflokkun, verð, skiptakjör, kaup á kosti, - allar upplýsingar sem snertu þessa útgerð.
Það mun vera einstakt á heimsvísu að til séu allar upplýsingar um útgerð 8 samskonar togara á sama veiðisvæði í aldarfjórðung.
Skýrslur þessar eru aðgengilegar fræðimönnum sem vilja stunda á þeim rannsóknir og stofnaður hefur verið sérstakur sjóður til þess að halda utan um gögnin og ráðstafa afnotum af þeim til fræðimanna.
Eitt það merkilegasta sem fram kemur er að þessi skip hafa togað á sömu bleyðunum í 25 ár, bleyðum sem eru ekki stærri en svo að togað er yfir sama blettinn sex sinnum á hverju ári. Engin smá áníðsla á botninum myndu margir segja en það er að komast í tísku að fordæma trollveiðar vegna meintra skaðsemisáhrifa þeirra á botn, gróður, dýralíf og fiskstofna.
Gögnin sýna að afli hefur verið svipaður frá upphafi, sveiflast aðeins milli ára og tegunda, en alltaf sama jafna veiðin þegar á heildina er litið. Samanlagður afli skipanna er um 10 þús. tonn á ári, þar af 80 % ufsi.
Ekki er unnt að sjá af gögnunum að togarar og veiðarfæri séu að skemma eitthvað, fremur sýna þau að fiskveiðarnar séu í fullri sátt við fiskstofna og umhverfi.
Á áttunda áratugnum keyptu Færeyingar 8 togarar frá Kúbu, en þeir höfðu verið byggðir í Austur Þýskalandi handa Kastró. Þeim var breytt og hófst útgerð þeirra frá Færeyjum 1978 undir stjórn útgerðarfyrirtækisins Beta sem stofnað var um reksturinn.
Togararnir voru notaðir sem tvílembingar, en þá draga tveir togarar saman eitt troll. Þar með sparast sú orka sem fer í að draga hlerana.
Koma togaranna olli straumhvörfum í síðari tíma færeyskri útgerð og sérstaklega í veiðum á ufsa sem nú vegur mest í botnfiskveiðum Færeyinga á heimamiðum.
Allar skýrslur og upplýsingar um þessa útgerð hafa verið varðveittar frá byrjun og liggja nú fyrir á aðra milljón síðna um starfssemina. Þar má finna upplýsingar um staðsetningu allra toga, veður, sjólag, afla, tegundar- og stærðarflokkun, verð, skiptakjör, kaup á kosti, - allar upplýsingar sem snertu þessa útgerð.
Það mun vera einstakt á heimsvísu að til séu allar upplýsingar um útgerð 8 samskonar togara á sama veiðisvæði í aldarfjórðung.
Skýrslur þessar eru aðgengilegar fræðimönnum sem vilja stunda á þeim rannsóknir og stofnaður hefur verið sérstakur sjóður til þess að halda utan um gögnin og ráðstafa afnotum af þeim til fræðimanna.
Eitt það merkilegasta sem fram kemur er að þessi skip hafa togað á sömu bleyðunum í 25 ár, bleyðum sem eru ekki stærri en svo að togað er yfir sama blettinn sex sinnum á hverju ári. Engin smá áníðsla á botninum myndu margir segja en það er að komast í tísku að fordæma trollveiðar vegna meintra skaðsemisáhrifa þeirra á botn, gróður, dýralíf og fiskstofna.
Gögnin sýna að afli hefur verið svipaður frá upphafi, sveiflast aðeins milli ára og tegunda, en alltaf sama jafna veiðin þegar á heildina er litið. Samanlagður afli skipanna er um 10 þús. tonn á ári, þar af 80 % ufsi.
Ekki er unnt að sjá af gögnunum að togarar og veiðarfæri séu að skemma eitthvað, fremur sýna þau að fiskveiðarnar séu í fullri sátt við fiskstofna og umhverfi.
25.1.2007 | 12:08
Meira um fiskverðið
ASÍ var að birta könnun á fiskverði. Kom fram að það hefði hækkað um 30% á einu ári. Kennt er um hækkandi markaðsverði. En hvað um álagninguna? Hér er smá pæling:
Mikið hefur verið rætt um matarverð upp á síðkastið og kennt um háum innflutningsgjöldum og flutningskostnaði, auk þess að við séum ekki í EB. Hátt verð á matvöru hér er svo notað sem rök fyrir því að við ættum að taka upp evru, jafnvel ganga í EB.
Engir minnast á soðninguna. Á henni eru ekki tollar, engin innflutningsgjöld, lágmarks flutningskostnaður frá markaðsvegg, og varla neinn beinn fjármagnskostnaður. Samt er fiskverð hér með því hæsta sem gerist á Norðurlöndum og evrusvæðinu.
Hvernig má skýra þetta gríðarlega fiskverð?
Þó fiskmarkaðsverð tegunda sé mjög misjafnt, og verð tegunda sveiflist mikið (á mörkuðum) er verð tegunda svipað í fiskbúðum, og breytist ekkert innan tegunda í takt við markaðsverð, hækkar bara og hækkar.
Dæmi: Óslægð ýsa kostaði að meðaltali 178 kr á mörkuðum (80-248 lægsta-hæsta) þriðju viku janúar. Til að fá 1 kg af flökum þarf uþb. 2.5 kg hráefnis (óslægt). Það setur hráefnisverð í 445 kr við stöðvarvegg.
Útsöluverð er 1000 - 1260 kr í fiskbúð, dýrast hjá stóru keðjunni 'Fiskisögu' en þar hefur fiskverð hækkað um 20% á stuttum tíma.
þetta er 2-3 föld álagning í síðasta lið, engar prósentutölur hér, bara 2-3 x innkaupsverð, eins og í tuskubúðunum.
Annð dæmi: Meðalverð ufsa er 52 kr óslægt, hráefnisverð í flök 150 kr ca. Útsöluverð flaka er nálægt 1000 kr.
Þessi álagning afsakast ekki með háu kvótaverði, þetta er útsöluverð við fiskmarkaðsvegg. Fiskverðið og tölfræði þess má finna á vef Fiskmarkaðs Íslands, www.fmis.is.
Hvers vegna er alltaf verið að kenna landbúnaði, innflutningsgjöldum og heildsölum um hátt matarverð, að ekki sé minnst á evru og án-EB?
Mikið hefur verið rætt um matarverð upp á síðkastið og kennt um háum innflutningsgjöldum og flutningskostnaði, auk þess að við séum ekki í EB. Hátt verð á matvöru hér er svo notað sem rök fyrir því að við ættum að taka upp evru, jafnvel ganga í EB.
Engir minnast á soðninguna. Á henni eru ekki tollar, engin innflutningsgjöld, lágmarks flutningskostnaður frá markaðsvegg, og varla neinn beinn fjármagnskostnaður. Samt er fiskverð hér með því hæsta sem gerist á Norðurlöndum og evrusvæðinu.
Hvernig má skýra þetta gríðarlega fiskverð?
Þó fiskmarkaðsverð tegunda sé mjög misjafnt, og verð tegunda sveiflist mikið (á mörkuðum) er verð tegunda svipað í fiskbúðum, og breytist ekkert innan tegunda í takt við markaðsverð, hækkar bara og hækkar.
Dæmi: Óslægð ýsa kostaði að meðaltali 178 kr á mörkuðum (80-248 lægsta-hæsta) þriðju viku janúar. Til að fá 1 kg af flökum þarf uþb. 2.5 kg hráefnis (óslægt). Það setur hráefnisverð í 445 kr við stöðvarvegg.
Útsöluverð er 1000 - 1260 kr í fiskbúð, dýrast hjá stóru keðjunni 'Fiskisögu' en þar hefur fiskverð hækkað um 20% á stuttum tíma.
þetta er 2-3 föld álagning í síðasta lið, engar prósentutölur hér, bara 2-3 x innkaupsverð, eins og í tuskubúðunum.
Annð dæmi: Meðalverð ufsa er 52 kr óslægt, hráefnisverð í flök 150 kr ca. Útsöluverð flaka er nálægt 1000 kr.
Þessi álagning afsakast ekki með háu kvótaverði, þetta er útsöluverð við fiskmarkaðsvegg. Fiskverðið og tölfræði þess má finna á vef Fiskmarkaðs Íslands, www.fmis.is.
Hvers vegna er alltaf verið að kenna landbúnaði, innflutningsgjöldum og heildsölum um hátt matarverð, að ekki sé minnst á evru og án-EB?
19.1.2007 | 21:47
Fiskverðið
Rætt var um matarverð á útvarpi Sögu í dag. Ekki var minnst á fiskverð en háum tollum, flutningsgjöldum, bankalánum og fleiru var kennt um hátt verð á landbúnaðarafurðum, kjöti og mjólkurafurðum. Þetta mun vera hér 50 % dýrara en í evrulöndunum. Ekki var minnst á fiskverð, sem er hærra hér en í umræddum löndum. Engir tollar, flutningsgjöld eða annað! Ýsa kostar á mörkuðum 170 kr, en reikna má með um 33% flakanýtingu eða um 510 kr hráefnisverði í flökum. En bíðum við, þau kosta út úr búð 1200 kr!
Ég ætlaði í dag að kaupa súrt rengi, sem búið er til úr hrefnusporði, en hætti við þegar ég heyrði verðið: 3800 kr kg! Engir tollar, bændur eða neitt. Hvílíkur skepnuskapur. Svo á að lækka matarverð með því að lækka vaskinn.Það munar um það, eða þannig. -
Ég ætlaði í dag að kaupa súrt rengi, sem búið er til úr hrefnusporði, en hætti við þegar ég heyrði verðið: 3800 kr kg! Engir tollar, bændur eða neitt. Hvílíkur skepnuskapur. Svo á að lækka matarverð með því að lækka vaskinn.Það munar um það, eða þannig. -
19.1.2007 | 21:37
Heimasíða
Sjá heimasíðu: www.fiski.com , en þar er að finna skrif um fiskifræði, sjávarútvegsmál, ýmsar rannsóknaskýrslur og fróðleik um vötn og veiði.