Færsluflokkur: Vísindi og fræði
18.4.2025 | 18:44
Misheppnuð fiskveiðistjórn: Írska hafið, V-Skotland og Rockall
Misheppnuð fiskveiðistjórn: Írska hafið, V-Skotland og Rockall Ég held áfram að segja frá "árangri" fiskveiðistjórnar á þessum svæðum. Árangrinum má líkja við hryðjuverk, því eftir að farið var að stjórna veiðum þá hrundi veiðin niður í ekki neitt. Vísindamönnunum sem stjórna finnst ekkert óeðlilegt við þetta, kenna um ofveiði þó flotinn sé nánast horfinn og verða sífellt harðari í í friðunartillögum sínum. Hvers vegna er enginn sem stöðvar þá, reynslan sýnir að þetta er klára della.
Ég fór í rannsóknartúr á togara í Írska hafi árið 2003 Sparkling Sea og kynnti skýrsluna á ráðstefnu sem við héldum í framhaldinu reynslunni ríkari eftir að skoska skýrslan fór í tætarann fyrr á árinu.
Einhvern veginn fékk Hafró veður af þessari ráðstefnu en þeim var ekki boðið. En sjómannafélögin fengu viðvaranir frá Hafró í Dublin eða Belfast um að mæta ekki því þarna væru einhverjur vitleysingar á ferð sem hefðu ekkert vit á fiski. Einn sérfræðingur heimsótti okkur frá Dublín og sagðist ekki láta bjóða sér svona vitleysu og gaf hann álit sinnar stofnunar og var það hið besta mál. En svona vinna þeir og var þetta ekki í fyrsta sinn sem ég fékk svona trakteringar.
Það er ekkert skrítið að fiskverð sé í hæstu hæðum þegar svona er komið. Vísindin hafa hindrað veiðar og útgerð heimamanna svo hastarlega að það eru varla til skip ef svo færi að unnt væri að taka upp eðlilegar veiðar eins og þær voru áður en tölvu "fiskifræðingar" urðu guðir.
14.4.2025 | 21:32
Framhald fiskveiðióstjórnar - "Ofveiðin" í Norðursjó
Ég fór til Skotlands snemma árs 2003 til þess að skoða ofveiðina og smáfiskinn. Hafði frétt að þeir væri að skófla upp smáfiski, ungviði, sem væri ljótt.
Fyrsti viðkomustaður var Aberdeen þar sem fiskmarkaðurinn var heimsóttur. Þar var smáýsa í kössum sem var raðað um allt gólf. Ég tók eftir að við enda raðanna voru kassar með hrognum. Ég varð hissa þegar ég uppgötvaði að þetta voru hrogn úr smáýsunni, ýsu í síldarstærð og kynþroska.
Síðar, eftir að hafa farið í rannsóknarleiðangur með snurvoðarbát, Fruitful Harvest komst ég að því að þessi ýsa var 4 ára gömul. Skrifaði skýrslu þar sem ég sagði að Norðursjórinn væri vanveiddur, hún var send til ICES en hefur sennilega farið beint í tætarann því hún passaði ekki. Skýrslan
Nokkuð var gert úr þessu í fjölmiðlum á þessum tíma. Enn er allt við sama, enn er ofveiði þó sjómenn séu í vandræðum með að forðast þorskinn. Þorskaflinn nú er aðeins um 5% af því sem hann var áður en farið var að stjórna veiðunum með kvótum skv. vísindalegri ráðgjöf.
Hér er þorskafli úr Norðursjó frá 1963
Næst förum við til Írlands, en þar fór ég í leiðangur með togara 2003.
12.4.2025 | 15:53
Drögum úr veiði og veiðum meira seinna!
Hafró hefur mistekist herfilega að auka aflann sem átti að verða, yrði farið að þeirra tillögum fyrir 40 árum, og erum við nú tæplga hálfdrættingar, aflinn er um 200 þús. tonn í stað þeirra 500 þús. sem lofað var.
Sú saga skal ekki rakin frekar en fróðlegt er að skoða hverju samsvarandi stefna hefur skilað í löndunum í kring um okkur. Árangurinn er vægast sagt ömurlegur.
Byrjum á Eystrasalti
Þar var 250-300 þús tonna veiði á tímabili stjórnleysis en hefur minnkað mjög og nú hefur verið lokað fyrir alla þorskveiði í 4 ár vegna bágs ástands þorskstofnsins og sagt er að þaðsé vegna ofveiði. Árið 2009 þegar Pólverjar voru að ganga í Evrópusambandið var mér boðið þangað á ráðstefnu til að segja frá reynslu Íslendinga af kvótakerfinu. Til stóð að fækka skipum til að draga úr sókn og stækka möskva til að hlífa smáfiski, Þá spurði ég hvernig vöxtur fiskanna væri því ekki mætti minnka sókn nema fiskur yxi vel. Fékk ég það svar að þeir vissu það ekki, gætu ekki aldursgreint hann út frá kvörnum.
Leysti ég það mál með því að fá sent hreistur af þorski og reyndist það auðvelt að aldursgreina það. Sá að fiskurirnn var hægvaxta með vaxtarstöðnun við um 50 cm. Varaði ég þá sterklega við að draga úr sókn, þá gæti illa farið. Á það var ekki hlustað og endaði með lokun fyrir 4 árum.
Enn halda menn þar eystra að þetta hafi verið ofveiði sem drap þorskinn. Nýjustu fréttir eru að þeir séu farnir að ala þorsk í eldisstöðvum til að sleppa hinum út á gaddinn.
Skýrslur mínar og nánari lýsingar má finna hér:
https://fiski.com/eystrasalt.html
Næst verður haldið í Norðursjó, þar sem ástandið er litlu betra
22.3.2025 | 18:01
Loðnan Hafró og laxinn
Ég var í Sjávarútvegsspjalli á Samstöðinni 20. mars 2025 með skipstjórunum Grétari Mar og Ólafi Jónssyni. Þar var nú ekki töluð vitleysan.
Við ræddum um loðnuveiðar og loðnuleit, át þorksins á loðnu og um hrunið sem varð í Noregi 1990 þegar ört stækkandi þorskstofn át upp allt í kring um sig, þám. loðnu og síli svo 70% af langvíustofninum féll úr hor.
40 ára misheppðnaðar tilraunir Hafró til að byggja upp þorskstofninn með því að beita aðhaldi í veiðum voru til umræðu og skortur á viðbrögðum þegar fiskur fer að horast.
Þá tókum við fyrir laxveiðar og nýjustu tísku sem er að sleppa öllum fiski sem tekur agnið, og þau neikvæðu áhrif sem það hefur á seiðaframleiðslu og sýnum niðurstöðu úr tilraunum sem sanna það.
Þetta er klukkutíma spjall, sem aðallega snýst um fiskifræði og árangur kvótakerfa í kring um okkur. Ef menn nenna að horfa og hlusta þá er þarna mikill fróðleikur á ferðinni,- segi ég. https://youtu.be/_B2uIYyTIpA
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2025 | 17:53
Hvað varð af loðnunni, enn eina ferðina? Étin?
Engin loðnuveiði er leyfð nú, annað árið í röð. Nú er það orðið þannig að mæla verður ákveðið magnn af loðnu áður en flotinn fær að fara til veiða, og er þetta vegna fjölþjóðlega samninga, og ótta við ofveiði.
Áður mátti fara af stað fljótlega eftir áramót og þá kom í ljós hvort loðna var á svæðinu eða ekki. Nú fer leitin þannig fram að tvö ríkisins skip fara yfir svæðið tvisvar á haustin og einu sinni eða oftar eftir áramót, og bætt í prívatskipum eftir áramót. Yfirleitt eru 15 sjómílur milli leiðarlína.
Ég var í síldarleit á varðskipinu Ægi 1960-67 og 1978 á Snæfugli SU-20, með hinum þekta skipstjóra Bóasi Jónssyni. Því veit ég hvað hafið er stórt og hvað það er litt væntanlegt til árangurs, að finna torfur með þessari aðferð. Þá er lítið vitað um þéttleika fiska í torfunum en það er auðvitað mjög breytilegt.
Í mörg ár hafa margir talið réttara að gefa út byrjunarkvóta upp á t.d. 100 þús. tonn svo allur flotinn geti farið af stað, leitað og veitt. En nei, ekki að ræða það.
Að lokinni leit er svo stofnstærðin gefin upp með þremur aukastöfun en skekkjumörk eru aldrei birt. Nú, þegar "enga" loðnu er að finna koma óteljandi menn og gefa óteljandi skýringar á fyrirbærinu: Helst er rætt um ofveiði, laundauða vegna flottrollsveiða, afát hvala, "hlýnun" hafsins og margt fleira. Ekki vil ég tjá mig um allt það.
Mér finnst margt líkt með ástandinu hér núna og því sem gerðist í Barentshafi 1990.
Þorskurinn hefur horast sl. ár, 25% á ári sl. tvö ár, vegna fæðuskorts væntanlega. Óbreitt nýliðun þorsks í rúm 30 ár og loðnan, aðalfæða þorsksins að mestu horfin, upp étin. Hér fer eftir sagan, aðdragandinn og túlkun norsku Hafró á atburðarrásinni í Barentshafi 1990, sem ekki hefur verið hrakin.
HRUNIÐ Í BARENTSHAFI 1990
Við Lofoten í norður Noregi er einhver mesta hrygningarstöð þorsks í heiminum. Þar hafa verið stundaðar veiðar um langan aldur og aflinn oft verið ævintýralegur. Það sem hefur þó einkennt þessar veiðar er hve þær hafa verið sveiflukenndar. Í fyrsta lagi er um að ræða árlegar sveiflur sem stafa af mismunandi gæftum. Í öðru lagi eru sveiflur sem einkennast af 4-5 góðum aflaárum í röð, með jafn mörgum lélegum árum á milli.
Þessar sveiflur má tengja missterkum árgöngum. Þriðja gerðin af sveiflum er jafnframt sú alvarlegasta. Svo virðist sem um langtímasveiflu sé að ræða, þar sem um er að ræða 25 ára löng tímabil þar sem stofninn virðist stór og jafnlöng timabil þar sem hann er í lægð. Þannig var lítill afli frá síðustu aldamótum fram undir 1925 og allt bendir til þess að þá hafi stofninn verið mjög lítill. Eftir 1925 blómstraði stofninn og afli var góður. Eftir 1950 hefur aflinn sigið niður á við, og síðustu vertíðir hafa verið með eindæmum lélegar.
Aðdragandi hrunsins 1990
Þorskurinn sem hrygnir við Lofóten elst upp í Barentshafi, sem nær frá Noregi til Svalbarða og Frans Jósefs lands í norðri og austur til Novaja Semlja. Vertíðin við Lofoten endurspeglar því velgengni þorsksins í Barentshafi. Skreið var aðalútflutningsvara Noregs á miðöldum úm 80%.
Árið 1983 kviknaði mög sterkur árgangur þorsks í Barentshafi. Árgangarnir sem á eftir komu virtust einnig vera þokkalegir. Norskir fiskifræðingar spáðu því árið 1985 að afli færi vaxandi og unnt yrði að veiða 8-900 þúsund tonn árið 1990. Útgerðarmenn bjuggu sig undir að mæta þessum mikla afla, ekki skyldi standa á þeim.
Strax vorið 1987 kom í ljós að ekki var allt með felldu. Þorskurinn var horaður og miklar selavöður gengu upp að norsku ströndinnni í ætisleit. Sú skýring var gefin í Noregi að loðnustofninn hefði verið ofveiddur og því hefði þorskurinn ekkert að éta. Norskir fiskifræðingar lögðu til að þorskkvótinn yrði minnkaður, og þeir héldu svo áfram að leggja til minni og minni þorskkvóta ár frá ári uns þeir lögðu til, ásamt alþjóða hafrannsóknaráðinu í október sl. að kvóti Norðmanna í Barentshafi yrði skorinn niður í 100 þúsund tonn.
Hvað hafði gerst? Ekki vantaði skýringar og þær voru hefðbundnar. Talað var um ofveiði, rányrkju, smáfiskadráp og breytt skilyrði í hafinu. Einnig var sett fram tilgáta um að sprengingar hefðu drepið fisk. Jakob Jakobsson forseti Alþjóða hafrannsóknaráðsins sagði í blaðaviðtali: " Ég tel ofveiði og röskun vistkerfisins miklu líklegri orsakir hruns fiskstofna í Barentshafi en sprengingar í rannsóknarskyni."
Nýtt hljóð í strokkinn
Allt til nú hafa skýringar á hruninu í Barentshafi verið í svipuðum dúr og nefnt var hér að ofan. Því kom mér það verulega á óvart að heyra nýja skýringu sem brýtur í bága við allt sem hingað til hefur verið sagt. Og það var ekki neinn maður út í bæ sem gaf hana, heldur sjálfur Odd Nakken, forstjóri norsku Hafrannsóknastofnunarinnar.
Í dagblaðinu Bergens Tidende laugardaginn 6. janúar sl. (1990) er haft eftir Odd Nakken: "Niðurstöður úr fjölstofna rannsóknum benda til þess að fæðuþörf hins mjög svo vaxandi þorskstofns hafi tvöfaldast frá 1984 til 1986. "þetta kom mest niður á loðnunni. Loðnuát þorsksins þrefaldaðist frá 1984 til 1985 með þeim afleiðingum að loðnustofninn nær kláraðist. Jafnframt át þorskurinn stöðugt meiri síld, smáþorsk og ýsu. Árið 1985 og 1986 át þorskurinn um 500 þúsund tonn af síld, og trúlega er þetta meginskýringin á því að þessir tveir síldarárgangar eru horfnir."
"Þrátt fyrir að þoskurinn æti upp loðnu og síld og seinna bæði ýsu og þorsk, fékk hann samt ekki nóg æti. Frá 1986 hefur þorskurinn vaxið miklu hægar en hann gerði áður. Meðalþyngd 5 ára þorska var 1.8 kg veturinn 1986 en meðalþyngd 5 ára fiska árið 1988 var einungis 0.7 kg."
Odd Nakken sagði ennfremur að ekki hefði verið hægt að komast hjá hruninu í loðnustofninum þótt dregið hefði verið úr loðnuveiðunum, eða þeim næstum hætt, frá árinu 1983. En hrunið hefði etv. ekki orðið eins snöggt. Nú er loðnustofninn að rétta við aftur.
"Seiðaárgangurinn frá 1989 virðist vera af eðlilegri stærð og vekur vonir um að stofninn sé í framför. Allt útlit er á að hægt verði að hefja loðnuveiðar snemma á þessum áratug, þó ekki sé hægt sé að tímasetja það nákvæmlega."
"Ekki er hægt að búast við að þorskstofninn rétti við fyrr en nýr sterkur árgangur lítur dagsins ljós. Í fyrsta lagi fæðist slíkur árgangur á þessu ári og yrði hann þá veiðanlegur 1994-95."
Hver er reynslan?
Auðvelt er að vera vitur eftir á. Þá virðast hlutirnir auðskiljanlegir og auðskýrðir. En hvað voru mennirnir að gera á hafrannsóknastofunni í Bergen á meðan þorskurinn var að hreinsa upp Barentshafið, eitthvert auðugasta hafsvæði jarðar? Voru þeir að bíða eftir því að þorskstofninn stækkaði svo hægt væri að veiða mikið af stórum fiski? Sáu þeir ekki hvað var að gerast fyrir framan nefið á þeim? Hefði verið hægt að gera eitthvað til þess að draga úr þessu gereyðingarafli sem sveltandi þorskurinn var? Hefði verið rétt að ráðast á þorskinn með öllum tiltækum flota?
Víst var að á þessum tíma voru norskir fiskifræðingar að reyna að fá Rússana til þess að stækka möskvann og veiða minna af smáfiski. Þeir voru ómeðvitaðir um það sem var að gerast í hafinu, blindaðir af hugmyndinni að hægt væri að byggja upp fiskstofna með friðun.
Hver verður sóttur til ábyrgðar?
Er einhver borgunarmaður fyrir þessum mistökum? Og ef til vill er mikilvægasta spurningin: Eru fiskifræðingarnir sem í hlut áttu, menn til þess að viðurkenna sín mistök og notfæra sér hina nýju dýrkeyptu reynslu? Ef skýringar Nakkens eiga við rök að styðjast, þá hefur "hin hefðbundna fiskifræði" beðið alvarlegt skipbrot. Þá þarf að fara að viðurkenna að fiskarnir í hafinu stóra lúti sömu líffræðilegu lögmálum og önnur dýr sem lifa í afmarkaðra umhverfi, eins og í heiðatjörninni til dæmis.
Vísindi og fræði | Breytt 15.3.2025 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2023 | 18:03
Loðnuraunir- einu sinni enn
Loðnuvertíð er að ljúka en gengið hefur vel að ná í það sem mátti veiða og er þar mestu að þakka einmuna blíðu síðari hluta vertíðar. Áður fyrr, "í gamladaga", var loðnuvertíðin stunduð frá sumri og fram undir vor þegar loðnan fór að hrygna, drepast og leggjast á botninn sem fóður og áburður. Þá var loðan "mæld" á hrygngargöngunni og mátti veiða það sem var fram yfir 400 þús. tonn, sem skilja skyldi eftir til hrygningar. Við (Hafró) ákváðum þá sjálfir hversu mikið mætti veiða. Eftir 2005 var bannað að veiða loðnu að hausti því mest var það ungloðna sem veiddist og allt í einu þótti mönnum ekki gott að drepa ungviðið. Betra væri að geyma það til vertíðar að ári. Nú er öldin önnur. Við erum bundnir af alþjóðlegum samningum, sem krefjast þess að loðnustofninn skuli mældur áður en veiðar hefjast, en gefinn er út upphafskvóti, byggður á mælingu á ungviði, tveggja ára loðnu árið áður! Árið í ár var í takt við loðnuraunirnar á undanförnum árum, lítið fannst að loðnu í haustmælingu og svartsýni ríkti. Svo allt í einu gaus hún upp, eins og hún hefur alltaf gert, en vegna fyrri svartsýni drógu menn að fara af stað til þess að geta veitt verðmestu loðnuna, hrognafiskinn, og náðu því oft ekki leyfilegum afla. Væntingar í fyrra voru miklar eftir mælingu á ungloðnu, sem yrði uppistaða í vetraraflanum núna. En, viti menn, mjög lítið fannst í leiðangri fyrir áramót og voru menn svartsýnir. Svo smá bættist við "mælinguna" og allt í einu voru menn í vafa um hvort tækist að ná kvótannum, en blíðan á miðunum reddaði því og svo mikið var af loðnu að skipin fylltu sig oft í einu kasti. Stofninn hafði verið stórlega vanmetinn. Lítum aðeins yfir sögu loðnuveiða, sem má sjá á myndinni hér að neðan. Haust og sumarveiðar eru stundaðar til 2004, þá eru þær bannaðar. Ellefu sinnum fer heildaraflinn í eða yfir millljón tonn og á því tímabili er vetraraflinn, sem er eingöngu hrygningarloðna, 7-800 þús. tonn. Eftir að ungloðnuveiðar á haustin lögðust af, snarminnkar vetraraflinn og fer frá 2-300 þús. tonnum niður í ekki neitt. Friðun ungloðnu hefur bara skilað minni heildarafla, einnig minnkun þorskafla. Hefur einhver pælt í þessu? - Enn ein tilraunin til að friða svo megi geyma fisk í sjónum að misheppnast.
Vísindi og fræði | Breytt 19.1.2025 kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2023 | 15:08
Hafró súrsar loðnu í volgum sjó - Ný afurð?
Nú held ég að safnaður loftslagskirkjunnar sé að ganga fram af sér. Hafró, sem þarf að fá styrk til að geta haft eftirlit með fiskeldi, er að reisa tilraunastöð í Grindavík þar sem ætlunin er að súrsa loðnu í hlýjum sjó!
Þeir hjá Hafró eru hræddir um að loðnan þoli ekki hlýjan og súran sjó, segjast ekki þekkja áhrif súrnunar á fiska en segja að ef loðnan þolir ekki súrnun þá sé þorskstofninn í bráðri hættu því þorskur ku éta loðnu. Fyrst er að því að hyggja að sjór hefur farið kólnandi við Íslandsstrendur og reyndar í öllu NA- Atlantshafi, Norðmenn kvarta yfir því að laxinn vaxi hægar í kvíunum vegna kólnunar sjávar.
Þá er það sýrustigið
Sjórinn er alls ekki súr, langt frá því, hann er basiskur, Sýrustigið, PH, er um 8, en pH 7 er hlutlaus og súrt þegar talan verður lægri. Verstu spár segja að PH sjávar muni lækka í 7.7 árið 2100. Það er enn bullandi basiskt en ekki súrt. Kann enginn orðið að lesa?
Ferskvatn er talsvert viðkvæmara fyrir breytingum vegna þess að það er miklu snauðara en sjórinn af söltum, sem virka sem buffer (stuðpúði). Sýrustig í vatni stjórnast af plöntuframleiðslunni sem bindur CO2. Þannig er sýrustig í Vatnsendavatni um 7.6 að vetrinum en hækkar í 10.0 í ágúst þegar plöntuframleiðsla er á fullu. Sama er í sjó, þörungaframleiðslan stjórnar sýrustiginu. Ég held menn geti alveg verið rólegir. Hér má hvar PH sjávar er á skalanum
Sýrustig í Vatnsendavatni(St.1)
á Engjunum (St.2)
í Vatnsvatni (St.3)
í Bugðu (INN) og í Útfalli (ÚT)
31.júlí 2002 til 17.september 2003.
Kanna á áhrif fallandi sýrustigs á loðnu, en menn virðast hræddir um að hún drepist og þar með komist þorskurinn í fæðuþurrð - Ný ógnun. Þeir Hafrómenn virðast ekki hafa kynnt sér eldri ítarlegar rannsóknir á áhrifum súrnunar á lagardýr. Ég vann við rannsóknir á 40 vötnum á hálendi Noregs 1969 og 70. Það var á tímum súrrar rigningar sem stafaði af kolabrennslu í Evrópu en hún leiddi til myndunar brennisteisnssýru sem svo féll sem súrt regn í Skandinavíu, prófritgerð mín fjallaði um þessar rannsóknir en þær voru undanfari virkjunar á svæðinu, Ulla-Förre. Í vötnunum þarna féll sýrustig niður í Ph 5-6 og olli sums staðar fiskidauða. Ekki var ég var við aðrar breytingar, svif- og botndýralíf var með eðlilegum hætti en í nokkrum vötnum hafði fiski fækkað eða hann horfið. Þegar farið var að rannsaka hvað það var sem olli fiskidauðanum í ám og vötnum kom í ljós að það var ekki sýrustigið sem slíkt, sem drap fiskinn heldur það að við lágt sýrustig féll út ál á tálkn fisksins svo hann kafnaði. Þeim sem nú vilja rannsaka áhrif "súrnunar" á loðnu virðist ekki kunnugt um þessar eða aðrar rannsóknir, sem þegar hafi verið gerðar, makalaust að þeir skuli ekki fylgjast betur með; enn ein tilraunin til þess að finna upp hjólið.
Vísindi og fræði | Breytt 9.3.2023 kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2022 | 22:46
Tæming Árbæjarlónsins og "landnám" laxins á gamla lónssvæðinu er sögð laxinum til góða. Er það rétt?
Árbæjarlónið í Elliðaánum var tæmt í hitteðfyrra að öllum forspurðum. Íbúar voru óánægðir, svo og aðrir sem þótti lónið, sem var orðið uppistaða fuglalífs, mikil prýði í stað þeirra sviftinga sem áður tíðkuðust vor og haust, að hleypa úr því á vorin svo laxveiðimenn gætu stundað sína iðju og fylla það svo á haustin til að geta framleitt rafmagn yfir vetrartímann. Orkustofnun hundsaði öll mótmæli og neitaði að fylla lónið aftur. Síðan hafa þeir fengið fræðinga fugla og fiska til að mæla gerð sinni bót. Fuglatalningamaður taldi að þessi gjörð hefði ekki haft nein áhrig á fuglalíf, svanirnir af lóninu hefðu bara fundið sér nýjan stað neðan stíflunnar. Fólk var að horfa á þetta í sumar, greyin skildu ekki neitt í neinu, tjörnin þeirra farin svo þeir neyddust til að flytja sig annað, til verri staðar. Nöturlegt. Fiskifræðingurinn mælti þessu bót, sagði brotthvarf lónsins hið besta mál, það væri til bóta fyrir laxinn í Elliðaánum.
https://www.frettabladid.is/frettir/ellidaarlax-nemur-ny-lond-i-lonstaedi/
"Þegar lónið var látið hverfa á braut þá náttúrlega fengust uppeldis- og hrygningarskilyrði á staðnum sem lónið fyllti,“ segir Jóhannes Sturlaugsson.
Það er ekki verið að endurheimta neitt. Laxinn hefur alltaf hrygnt í Árbæjarkvíslinni, nú, vegna töppunar lónsins hafa bæst við nokkrir tugir metra af rennandi vatni og mögulegt er að rafveiða þarna nú. Jóhannes veiddi þarna í (sennilega) fyrsta skipti í haust og fann auðvitað seiði, þau eru alls staðar.
Niðurstaðan er svo færð í auglýsinga- og áróður til að réttmæta töppun lónsins. Þetta hefur ekkert að gera með "nýtt landnám" laxins. Laxarnir ofan stíflu, sem myndaðir hafa verið mikið, eru sennilega upprunnir í Árbæjarkvíslinni, komnir heim, en þurftu fyrst að fara upp að Hundasteinum og þaðan niður í gamla lónsstæðið eins og þeir hafa alltaf þurft að gera, en ekki er fiskgegnt í lónið norðanmegin, og bíða þess að fara að hrygna þegar tíminn kemur.
Hér er því ekki um neina "viðbót" að ræða heldur áróður í þágu Orkuveitunnar, sem borgar rannsóknir Jóhannesar eiganda Laxfiska. - Maður bítur ekki í höndina á þeim sem ...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2022 | 21:06
Of mikil hrygning í Leirvogsá veldur minnkun á framleiðslu laxaseiða
Vísindi og fræði | Breytt 1.11.2022 kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2022 | 23:08
Glæný kenning um sveiflur í Mývatni
2022 Fréttablaðið greinir frá því 15. júlí að Mývatn sé í mikilli lægð, mýlaust og algjör ungadauði og setur fram glænýja kenningu (ágiskun), að mýlirfurnar á botninum hefðu étið sig út á gaddinn og dáið úr hungri áður en þær gátu púpað sig og flogið.
Sama ástand var þar 2015 og skrifaði ég nokkur blogg af því tilefni sumarið eftir, spáði framhaldinu og nú er spá mín að rætast.
Það er hornsílið sem skrifar handritið, stjórnar leikritinu og leikur aðalhlutverkið í atburðarásinni og fær stundum aðstoð bleikjunnar. Nei, nei, það er ekki nefnt í fréttinni heldur soðin upp ný ágiskun og ekki er minnst á Kísiliðjuna eða skolpið, sem áður var kennt um allt saman. Hvort tveggja er horfið, Kísiliðjan fyrir 20 árum.
https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2172438/
https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2173316/
https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2174755/
https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2179479/
Árið 2015 var mjög mikill þörungablómi í Mývatni og í apríl 2016 upphófust miklar umræður um orsakir blómans. Deildi menn á en margir töldu að mengun af manna völdum væri orsökin. Nauðsynlegt væri að gera miklar umbætur á klóaki og draga þyrfti úr mengun frá landbúnaði.
Margir virðast halda að hér sé eitthvað nýtt á ferðinni, en svo er alls ekki eins og sjá má af Morgunblaðsviðtali frá 1998 þar sem forstöðumaður RAMÝ lýsir ástandi vatnsins á þeim tíma í viðtali við Morgunblaðið:
"Framvinda lífríkis Mývatns og Laxár undanfarin misseri líkist mjög þeirri sem varð árin 1988 1989 þegar átustofnum vatnsins, rykmýi og krabbadýrum, hrakaði snögglega með tilheyrandi veiðileysi og fækkun í andastofnum, en svipaðir atburðir gerðust árin 1970, 1975 og 1983. Á undanförnum árum hafði lífríkið annars verið í mikilli framför, átustofnar verið sterkir og öndum og silungi fjölgað. Þetta kemur fram í fréttabréfi Náttúrurannsóknastöðvarinnar."
Athyglisvert er að vísindamenn og aðrir virðast ekki hafa komist neitt nær skilningi eða lausn á vandamálinu á þeim 18 árum sem liðin eru. Ekki er að sjá að neitt tillit hafi verið tekið til tillagna alþjóðlega matshópsins frá 1999.
Ekkert er talað um vistfræðitengsl smáfisks (hornsíla) - svifkrabba (vatnaflóa) og þörunga, sem vísindasamfélög annars staðar telja að eigi hér hlut að máli. Starfsmenn RAMÝ og HÍ hafa alltaf neitað þeim kenningum, s.b.r. Kísilgúrnám og skýrsluna í Nature