4.6.2007 | 21:01
Aftur á byrjunarreit?
Ráðgjöf Hafró nú er endurtekning á því sem stofnunin sagði haustið 1983. Þá settum við félagarnir fram gagnrýni á stefnu stofnunarinnar og finnst mér við hæfi að draga hana fram aftur núna. Ekki er að sjá að Hafró hafi lært neitt á aldarfjórðungi. Því séum við aftur komin á byrjunarreit:
Jón Kristjánsson og Tumi Tómasson:
Gagnrýni á stefnu í fiskveiðum.
Fátt hefur vakið meiri umræðu og svartsýni en hin svarta skýrsla sem Hafrannsóknastofnunin sendi frá sér í nóvember. Megininntak hennar var að minna væri af þorski í sjónum og hann yxi nú hægar en áður. Því skyldi dregið úr afla á árinu 1984. Þetta fékk okkur heldur betur til að sperra eyrun, því við höfum í mörg ár verið að láta menn grisja silungsvötn til þess að þeir fiskar sem eftir verða fái meira að éta og vaxi betur.
Hvað er það í sjónum sem réttlætir gagnstæðar aðgerðir? Stærð og samsetning fiskstofns almennt er háð fjórum þáttum: Þeir eru:
1. Viðkoma,
2. Vöxtur einstaklinganna,
3. Náttúruleg dánartala og
4. Fiskveiðidánartala.
Afrakstur stofnsins fer eftir stærð hans (fjölda fiska) svo og vexti einstaklinganna. Miðað við stöðugt fæðuframboð er vöxtur í öfugu hlutfalli við fjölda einstaklinga. Mesta framleiðni í kílóum á flatareiningu á ári fæst i fiskstofni sem er svo þéttur að vöxtur sé í meðallagi (hvorki of hraður né of hægur).
Sem dæmi má taka að þegar stofninn er of lítill (ofveiddur) eru fáir og smáir fiskar sem vaxa hratt. Samt er heildar þyngdaraukning stofnsins lítil vegna fæðar einstaklinganna. Þegar stofninn er of stór (vanveiddur) eru fiskarnir margir og smáir en vöxtur þeirra hægur. Hér fer meiri hluti fæðu sem aflað er í viðhald og leit að fæðu. Því verður heildar þyngdaraukning stofnsins lítil við þessar aðstæður. Einhvers staðar þarna á milli er heppilegt að halda stofnstærðinni, þá fæst hámarks þyngdaraukning, og þar með hámarks afrakstur. Stofninn er í kjörstærð og vöxtur einstaklinga í meðallagi.
Vegna flókins og breytilegs sóknarmunsturs og dreifingar fisksins í sjónum er erfitt að fá jafnvel afstæðan mælikvarða á stofnstærð. Þá er einnig svonefnd V.P. stofnmæling þeim annmörkum háð að hún mælir stofnstærð aftur í tímann, þannig að þegar upp er staðið heyrir stofnmatið fortíðinni til. Hins vegar er tiltölulega auðvelt að meta vaxtarhraða á hverjum tíma en hann má einmitt nota í sama tilgangi, þ.e. meta hlutfallslega stofnstærð við ríkjandi aðstæður, því vaxtarhraði og stofnstærð eru nátengdir þættir.
Sem viðmiðun verður að vera til vaxtarstaðall fyrir viðkomandi fiskstofn, þ.e. vöxtur frá þeim tíma þegar góð uppskera fékkst. Ef vaxtarhraðinn er meiri en staðallinn segir er rétt að draga úr sókninni og beina henni fremur í stærri fisk, þar sem þyngdaraukning einstaklinga vegur upp á móti þeim sem tapast vegna náttúrulegra affalla (dauða). Ef vaxtarhraði minnkar þá ber að auka sókn, sérstaklega í smáfisk. Þetta er réttmætt þó svo að náttúruleg dánartala væri óháð vaxtarhraða, en yfirleitt eykst náttúruleg dánardala þegar vaxtarskilyrði versna og er það því enn brýnna að auka sókn i smærri fisk þegar vaxtarhraði minnkar.
Þegar fiski fækkar verður til meiri fæða handa hverjum og einum, en jafnframt eykst fæðuframleiðslan sjálf, enda gilda sömu lögmál um stofn og framleiðslu fæðudýra og fiskinn sjálfan. Sem dæmi má taka, að ef þorskurinn ofbeitir aðalfæðu sína loðnuna, nær hún ekki að fullnýta sína fæðu, dýrasvifið og plöntuframleiðslan (frumframleiðnin) kemst ekki öll til skila. Ef ástandið væri svona, mætti auka loðnuafla, með því að fækka þorski.
Þetta er einungis nefnt sem dæmi um það hvernig allir hlutar vistkerfisins hanga saman, og að það verði að skoða þá í samhengi. Hafa ber það hugfast að þættir aðrir en stofnstærð fisks hafa einnig áhrif á umhverfi þeirra svo sem veðurfar og hafstraumar, sem breytast frá ári til árs og sveiflast jafnvel í enn lengri tímabilum. Þess vegna verður að miða nýtingarstærð fiskstofna við rikjandi aðstæður, en ekki við fyrirfram ákveðna stærðsem eiginlega er ekki annað en meðaltal frá liðnum árum.
Það var tekin upp sú stefna á árunum 1976 og 77 að takmarka veiðar á smáfiski í þeirri von að hún skilaði sér í aukningu á stórum fiski síðar. Forsendan hlýtur að hafa verið sú, að fæðudýr fiskstofna væru ekki fullnýtt. Áhrifaríkasta aðgerðin til friðunar smáfisks er að dómi sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar stækkun möskva í poka úr 120 mm í 155 mm. Auk þess kemur til friðun allstórra svæða fyrir togveiðum allt árið svo og skyndilokanir.
Síðan 1977 hefur sú þróun orðið að dregið hefur úr vexti þorsksins þannig að allir árgangar hafa lést að jafnaði um 4% á ári. Er nú svo komið að sjö ára þorskar eru jafn þungir (4,01 kg) og sex ára þorskar voru að jafnaði árin I971-76 Vegna þessa hæga vaxtar "vantaði" 100 þús. tonn upp í ársaflann 1983.
Samkvæmt því sem áður sagði um nýtingu fiskstofna virðist eðlilegt að bregðast við vaxtarminnkuninni með því að auka sókn í smáfisk. En Hafrannsóknarstofnun heldur fast við smáfiskafriðun og leggur til að dregið verði úr sókn. Þetta fáum við alls ekki til að ganga upp og það er í andstöðu við þær ráðleggingar sem við höfum gefið til að auka nýtingu silungsvatna. Þá finnst okkur hæpið að nota reiknilíkan til að reikna út framleiðslu þorsks í sjónum, án þess að taka tillit til þess að þorskurinn er hluti af sínu eigin umhverfi og þættir eins og vaxtarhraði, náttúruleg dánartala og nýliðun eru allir tengdir stofnstærð. Útreikningur sem grundvallast á óbreytanleika þessara þátta eru óraunhæfir og beinlínis hættulegir.
Jón Kristjánsson og Tumi Tómasson:
Gagnrýni á stefnu í fiskveiðum.
Samantekt handa blaðamönnum á fundi í Norræna húsinu 14. janúar 1984
Fátt hefur vakið meiri umræðu og svartsýni en hin svarta skýrsla sem Hafrannsóknastofnunin sendi frá sér í nóvember. Megininntak hennar var að minna væri af þorski í sjónum og hann yxi nú hægar en áður. Því skyldi dregið úr afla á árinu 1984. Þetta fékk okkur heldur betur til að sperra eyrun, því við höfum í mörg ár verið að láta menn grisja silungsvötn til þess að þeir fiskar sem eftir verða fái meira að éta og vaxi betur.
Hvað er það í sjónum sem réttlætir gagnstæðar aðgerðir? Stærð og samsetning fiskstofns almennt er háð fjórum þáttum: Þeir eru:
1. Viðkoma,
2. Vöxtur einstaklinganna,
3. Náttúruleg dánartala og
4. Fiskveiðidánartala.
Afrakstur stofnsins fer eftir stærð hans (fjölda fiska) svo og vexti einstaklinganna. Miðað við stöðugt fæðuframboð er vöxtur í öfugu hlutfalli við fjölda einstaklinga. Mesta framleiðni í kílóum á flatareiningu á ári fæst i fiskstofni sem er svo þéttur að vöxtur sé í meðallagi (hvorki of hraður né of hægur).
Sem dæmi má taka að þegar stofninn er of lítill (ofveiddur) eru fáir og smáir fiskar sem vaxa hratt. Samt er heildar þyngdaraukning stofnsins lítil vegna fæðar einstaklinganna. Þegar stofninn er of stór (vanveiddur) eru fiskarnir margir og smáir en vöxtur þeirra hægur. Hér fer meiri hluti fæðu sem aflað er í viðhald og leit að fæðu. Því verður heildar þyngdaraukning stofnsins lítil við þessar aðstæður. Einhvers staðar þarna á milli er heppilegt að halda stofnstærðinni, þá fæst hámarks þyngdaraukning, og þar með hámarks afrakstur. Stofninn er í kjörstærð og vöxtur einstaklinga í meðallagi.
Vegna flókins og breytilegs sóknarmunsturs og dreifingar fisksins í sjónum er erfitt að fá jafnvel afstæðan mælikvarða á stofnstærð. Þá er einnig svonefnd V.P. stofnmæling þeim annmörkum háð að hún mælir stofnstærð aftur í tímann, þannig að þegar upp er staðið heyrir stofnmatið fortíðinni til. Hins vegar er tiltölulega auðvelt að meta vaxtarhraða á hverjum tíma en hann má einmitt nota í sama tilgangi, þ.e. meta hlutfallslega stofnstærð við ríkjandi aðstæður, því vaxtarhraði og stofnstærð eru nátengdir þættir.
Sem viðmiðun verður að vera til vaxtarstaðall fyrir viðkomandi fiskstofn, þ.e. vöxtur frá þeim tíma þegar góð uppskera fékkst. Ef vaxtarhraðinn er meiri en staðallinn segir er rétt að draga úr sókninni og beina henni fremur í stærri fisk, þar sem þyngdaraukning einstaklinga vegur upp á móti þeim sem tapast vegna náttúrulegra affalla (dauða). Ef vaxtarhraði minnkar þá ber að auka sókn, sérstaklega í smáfisk. Þetta er réttmætt þó svo að náttúruleg dánartala væri óháð vaxtarhraða, en yfirleitt eykst náttúruleg dánardala þegar vaxtarskilyrði versna og er það því enn brýnna að auka sókn i smærri fisk þegar vaxtarhraði minnkar.
Þegar fiski fækkar verður til meiri fæða handa hverjum og einum, en jafnframt eykst fæðuframleiðslan sjálf, enda gilda sömu lögmál um stofn og framleiðslu fæðudýra og fiskinn sjálfan. Sem dæmi má taka, að ef þorskurinn ofbeitir aðalfæðu sína loðnuna, nær hún ekki að fullnýta sína fæðu, dýrasvifið og plöntuframleiðslan (frumframleiðnin) kemst ekki öll til skila. Ef ástandið væri svona, mætti auka loðnuafla, með því að fækka þorski.
Þetta er einungis nefnt sem dæmi um það hvernig allir hlutar vistkerfisins hanga saman, og að það verði að skoða þá í samhengi. Hafa ber það hugfast að þættir aðrir en stofnstærð fisks hafa einnig áhrif á umhverfi þeirra svo sem veðurfar og hafstraumar, sem breytast frá ári til árs og sveiflast jafnvel í enn lengri tímabilum. Þess vegna verður að miða nýtingarstærð fiskstofna við rikjandi aðstæður, en ekki við fyrirfram ákveðna stærðsem eiginlega er ekki annað en meðaltal frá liðnum árum.
Það var tekin upp sú stefna á árunum 1976 og 77 að takmarka veiðar á smáfiski í þeirri von að hún skilaði sér í aukningu á stórum fiski síðar. Forsendan hlýtur að hafa verið sú, að fæðudýr fiskstofna væru ekki fullnýtt. Áhrifaríkasta aðgerðin til friðunar smáfisks er að dómi sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar stækkun möskva í poka úr 120 mm í 155 mm. Auk þess kemur til friðun allstórra svæða fyrir togveiðum allt árið svo og skyndilokanir.
Síðan 1977 hefur sú þróun orðið að dregið hefur úr vexti þorsksins þannig að allir árgangar hafa lést að jafnaði um 4% á ári. Er nú svo komið að sjö ára þorskar eru jafn þungir (4,01 kg) og sex ára þorskar voru að jafnaði árin I971-76 Vegna þessa hæga vaxtar "vantaði" 100 þús. tonn upp í ársaflann 1983.
Samkvæmt því sem áður sagði um nýtingu fiskstofna virðist eðlilegt að bregðast við vaxtarminnkuninni með því að auka sókn í smáfisk. En Hafrannsóknarstofnun heldur fast við smáfiskafriðun og leggur til að dregið verði úr sókn. Þetta fáum við alls ekki til að ganga upp og það er í andstöðu við þær ráðleggingar sem við höfum gefið til að auka nýtingu silungsvatna. Þá finnst okkur hæpið að nota reiknilíkan til að reikna út framleiðslu þorsks í sjónum, án þess að taka tillit til þess að þorskurinn er hluti af sínu eigin umhverfi og þættir eins og vaxtarhraði, náttúruleg dánartala og nýliðun eru allir tengdir stofnstærð. Útreikningur sem grundvallast á óbreytanleika þessara þátta eru óraunhæfir og beinlínis hættulegir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 14:30
Fundir um fiskifræði og fiskveiðistjórn
Ég hef haldið erindi um fiskifræði og fiskveiðistjórn á nokkrum fundum Frjálslynda flokksins á landsbyggðinni. Síðustu fundir voru á Akureyri og Húsavík í síðustu viku vetrar.
Rakti ég þær ástæður sem ég tel að séu fyrir misheppnaðri "uppbyggingu þorskstofnsins" og beitti fyrir mig fiskifræðilegum rökum. Þau helstu eru að tilgátan um að næg fæða væri í sjónum til að þola stærri stofna sem kalla átti fram með tímabundinni friðun, hefur reynst röng. Það hefur ekki tekist að geyma fisk í sjónum eins og peninga á bók. Einnig færði ég fyrir því rök að veiðar hafi miklu minni áhrif á fiskstofna en almennt er haldið. Sé dregið úr veiðum leiði það einungis til aflataps og líklega einnit til minnkunar stofna, því meira af orku fari í samkeppni og sjálfát.
Þessir fundir voru skemmtilegir og umræða lífleg. Fundarmenn höfðu ekki heyrt áður að rétt stundaðar veiðar séu fiskstofnum til bóta og geta gefið aukinn afla, miklar veiðar séu jafnvel nauðsynlegar til að halda stofnunum í rækt.
Slíkri umræðu hefur jafnan verið haldið niðri af þeim aðilum (les: Hafró) sem hafa hagsmuni af því að skapa ótta svo viðhalda megi stjórnunar- og rannsóknaþörf (tekjum) eigin stofnana. Ekki má heldur gleyma eftirlitsiðnaðinum, sem sprottið hefur upp í kring um óttann.
Lesa má nánar um fundina á www.sigurjon.is
Rakti ég þær ástæður sem ég tel að séu fyrir misheppnaðri "uppbyggingu þorskstofnsins" og beitti fyrir mig fiskifræðilegum rökum. Þau helstu eru að tilgátan um að næg fæða væri í sjónum til að þola stærri stofna sem kalla átti fram með tímabundinni friðun, hefur reynst röng. Það hefur ekki tekist að geyma fisk í sjónum eins og peninga á bók. Einnig færði ég fyrir því rök að veiðar hafi miklu minni áhrif á fiskstofna en almennt er haldið. Sé dregið úr veiðum leiði það einungis til aflataps og líklega einnit til minnkunar stofna, því meira af orku fari í samkeppni og sjálfát.
Þessir fundir voru skemmtilegir og umræða lífleg. Fundarmenn höfðu ekki heyrt áður að rétt stundaðar veiðar séu fiskstofnum til bóta og geta gefið aukinn afla, miklar veiðar séu jafnvel nauðsynlegar til að halda stofnunum í rækt.
Slíkri umræðu hefur jafnan verið haldið niðri af þeim aðilum (les: Hafró) sem hafa hagsmuni af því að skapa ótta svo viðhalda megi stjórnunar- og rannsóknaþörf (tekjum) eigin stofnana. Ekki má heldur gleyma eftirlitsiðnaðinum, sem sprottið hefur upp í kring um óttann.
Lesa má nánar um fundina á www.sigurjon.is
20.4.2007 | 14:26
Togarasaga úr Færeyjum
Ég skrapp til Færeyja í vikunni sem leið, 11-13. apríl til þess að vera viðstaddur smá teiti þar sem svokallaðar Beta skrár voru kynntar.
Á áttunda áratugnum keyptu Færeyingar 8 togarar frá Kúbu, en þeir höfðu verið byggðir í Austur Þýskalandi handa Kastró. Þeim var breytt og hófst útgerð þeirra frá Færeyjum 1978 undir stjórn útgerðarfyrirtækisins Beta sem stofnað var um reksturinn.
Togararnir voru notaðir sem tvílembingar, en þá draga tveir togarar saman eitt troll. Þar með sparast sú orka sem fer í að draga hlerana.
Koma togaranna olli straumhvörfum í síðari tíma færeyskri útgerð og sérstaklega í veiðum á ufsa sem nú vegur mest í botnfiskveiðum Færeyinga á heimamiðum.
Allar skýrslur og upplýsingar um þessa útgerð hafa verið varðveittar frá byrjun og liggja nú fyrir á aðra milljón síðna um starfssemina. Þar má finna upplýsingar um staðsetningu allra toga, veður, sjólag, afla, tegundar- og stærðarflokkun, verð, skiptakjör, kaup á kosti, - allar upplýsingar sem snertu þessa útgerð.
Það mun vera einstakt á heimsvísu að til séu allar upplýsingar um útgerð 8 samskonar togara á sama veiðisvæði í aldarfjórðung.
Skýrslur þessar eru aðgengilegar fræðimönnum sem vilja stunda á þeim rannsóknir og stofnaður hefur verið sérstakur sjóður til þess að halda utan um gögnin og ráðstafa afnotum af þeim til fræðimanna.
Eitt það merkilegasta sem fram kemur er að þessi skip hafa togað á sömu bleyðunum í 25 ár, bleyðum sem eru ekki stærri en svo að togað er yfir sama blettinn sex sinnum á hverju ári. Engin smá áníðsla á botninum myndu margir segja en það er að komast í tísku að fordæma trollveiðar vegna meintra skaðsemisáhrifa þeirra á botn, gróður, dýralíf og fiskstofna.
Gögnin sýna að afli hefur verið svipaður frá upphafi, sveiflast aðeins milli ára og tegunda, en alltaf sama jafna veiðin þegar á heildina er litið. Samanlagður afli skipanna er um 10 þús. tonn á ári, þar af 80 % ufsi.
Ekki er unnt að sjá af gögnunum að togarar og veiðarfæri séu að skemma eitthvað, fremur sýna þau að fiskveiðarnar séu í fullri sátt við fiskstofna og umhverfi.
Á áttunda áratugnum keyptu Færeyingar 8 togarar frá Kúbu, en þeir höfðu verið byggðir í Austur Þýskalandi handa Kastró. Þeim var breytt og hófst útgerð þeirra frá Færeyjum 1978 undir stjórn útgerðarfyrirtækisins Beta sem stofnað var um reksturinn.
Togararnir voru notaðir sem tvílembingar, en þá draga tveir togarar saman eitt troll. Þar með sparast sú orka sem fer í að draga hlerana.
Koma togaranna olli straumhvörfum í síðari tíma færeyskri útgerð og sérstaklega í veiðum á ufsa sem nú vegur mest í botnfiskveiðum Færeyinga á heimamiðum.
Allar skýrslur og upplýsingar um þessa útgerð hafa verið varðveittar frá byrjun og liggja nú fyrir á aðra milljón síðna um starfssemina. Þar má finna upplýsingar um staðsetningu allra toga, veður, sjólag, afla, tegundar- og stærðarflokkun, verð, skiptakjör, kaup á kosti, - allar upplýsingar sem snertu þessa útgerð.
Það mun vera einstakt á heimsvísu að til séu allar upplýsingar um útgerð 8 samskonar togara á sama veiðisvæði í aldarfjórðung.
Skýrslur þessar eru aðgengilegar fræðimönnum sem vilja stunda á þeim rannsóknir og stofnaður hefur verið sérstakur sjóður til þess að halda utan um gögnin og ráðstafa afnotum af þeim til fræðimanna.
Eitt það merkilegasta sem fram kemur er að þessi skip hafa togað á sömu bleyðunum í 25 ár, bleyðum sem eru ekki stærri en svo að togað er yfir sama blettinn sex sinnum á hverju ári. Engin smá áníðsla á botninum myndu margir segja en það er að komast í tísku að fordæma trollveiðar vegna meintra skaðsemisáhrifa þeirra á botn, gróður, dýralíf og fiskstofna.
Gögnin sýna að afli hefur verið svipaður frá upphafi, sveiflast aðeins milli ára og tegunda, en alltaf sama jafna veiðin þegar á heildina er litið. Samanlagður afli skipanna er um 10 þús. tonn á ári, þar af 80 % ufsi.
Ekki er unnt að sjá af gögnunum að togarar og veiðarfæri séu að skemma eitthvað, fremur sýna þau að fiskveiðarnar séu í fullri sátt við fiskstofna og umhverfi.
25.1.2007 | 12:08
Meira um fiskverðið
ASÍ var að birta könnun á fiskverði. Kom fram að það hefði hækkað um 30% á einu ári. Kennt er um hækkandi markaðsverði. En hvað um álagninguna? Hér er smá pæling:
Mikið hefur verið rætt um matarverð upp á síðkastið og kennt um háum innflutningsgjöldum og flutningskostnaði, auk þess að við séum ekki í EB. Hátt verð á matvöru hér er svo notað sem rök fyrir því að við ættum að taka upp evru, jafnvel ganga í EB.
Engir minnast á soðninguna. Á henni eru ekki tollar, engin innflutningsgjöld, lágmarks flutningskostnaður frá markaðsvegg, og varla neinn beinn fjármagnskostnaður. Samt er fiskverð hér með því hæsta sem gerist á Norðurlöndum og evrusvæðinu.
Hvernig má skýra þetta gríðarlega fiskverð?
Þó fiskmarkaðsverð tegunda sé mjög misjafnt, og verð tegunda sveiflist mikið (á mörkuðum) er verð tegunda svipað í fiskbúðum, og breytist ekkert innan tegunda í takt við markaðsverð, hækkar bara og hækkar.
Dæmi: Óslægð ýsa kostaði að meðaltali 178 kr á mörkuðum (80-248 lægsta-hæsta) þriðju viku janúar. Til að fá 1 kg af flökum þarf uþb. 2.5 kg hráefnis (óslægt). Það setur hráefnisverð í 445 kr við stöðvarvegg.
Útsöluverð er 1000 - 1260 kr í fiskbúð, dýrast hjá stóru keðjunni 'Fiskisögu' en þar hefur fiskverð hækkað um 20% á stuttum tíma.
þetta er 2-3 föld álagning í síðasta lið, engar prósentutölur hér, bara 2-3 x innkaupsverð, eins og í tuskubúðunum.
Annð dæmi: Meðalverð ufsa er 52 kr óslægt, hráefnisverð í flök 150 kr ca. Útsöluverð flaka er nálægt 1000 kr.
Þessi álagning afsakast ekki með háu kvótaverði, þetta er útsöluverð við fiskmarkaðsvegg. Fiskverðið og tölfræði þess má finna á vef Fiskmarkaðs Íslands, www.fmis.is.
Hvers vegna er alltaf verið að kenna landbúnaði, innflutningsgjöldum og heildsölum um hátt matarverð, að ekki sé minnst á evru og án-EB?
Mikið hefur verið rætt um matarverð upp á síðkastið og kennt um háum innflutningsgjöldum og flutningskostnaði, auk þess að við séum ekki í EB. Hátt verð á matvöru hér er svo notað sem rök fyrir því að við ættum að taka upp evru, jafnvel ganga í EB.
Engir minnast á soðninguna. Á henni eru ekki tollar, engin innflutningsgjöld, lágmarks flutningskostnaður frá markaðsvegg, og varla neinn beinn fjármagnskostnaður. Samt er fiskverð hér með því hæsta sem gerist á Norðurlöndum og evrusvæðinu.
Hvernig má skýra þetta gríðarlega fiskverð?
Þó fiskmarkaðsverð tegunda sé mjög misjafnt, og verð tegunda sveiflist mikið (á mörkuðum) er verð tegunda svipað í fiskbúðum, og breytist ekkert innan tegunda í takt við markaðsverð, hækkar bara og hækkar.
Dæmi: Óslægð ýsa kostaði að meðaltali 178 kr á mörkuðum (80-248 lægsta-hæsta) þriðju viku janúar. Til að fá 1 kg af flökum þarf uþb. 2.5 kg hráefnis (óslægt). Það setur hráefnisverð í 445 kr við stöðvarvegg.
Útsöluverð er 1000 - 1260 kr í fiskbúð, dýrast hjá stóru keðjunni 'Fiskisögu' en þar hefur fiskverð hækkað um 20% á stuttum tíma.
þetta er 2-3 föld álagning í síðasta lið, engar prósentutölur hér, bara 2-3 x innkaupsverð, eins og í tuskubúðunum.
Annð dæmi: Meðalverð ufsa er 52 kr óslægt, hráefnisverð í flök 150 kr ca. Útsöluverð flaka er nálægt 1000 kr.
Þessi álagning afsakast ekki með háu kvótaverði, þetta er útsöluverð við fiskmarkaðsvegg. Fiskverðið og tölfræði þess má finna á vef Fiskmarkaðs Íslands, www.fmis.is.
Hvers vegna er alltaf verið að kenna landbúnaði, innflutningsgjöldum og heildsölum um hátt matarverð, að ekki sé minnst á evru og án-EB?
19.1.2007 | 21:47
Fiskverðið
Rætt var um matarverð á útvarpi Sögu í dag. Ekki var minnst á fiskverð en háum tollum, flutningsgjöldum, bankalánum og fleiru var kennt um hátt verð á landbúnaðarafurðum, kjöti og mjólkurafurðum. Þetta mun vera hér 50 % dýrara en í evrulöndunum. Ekki var minnst á fiskverð, sem er hærra hér en í umræddum löndum. Engir tollar, flutningsgjöld eða annað! Ýsa kostar á mörkuðum 170 kr, en reikna má með um 33% flakanýtingu eða um 510 kr hráefnisverði í flökum. En bíðum við, þau kosta út úr búð 1200 kr!
Ég ætlaði í dag að kaupa súrt rengi, sem búið er til úr hrefnusporði, en hætti við þegar ég heyrði verðið: 3800 kr kg! Engir tollar, bændur eða neitt. Hvílíkur skepnuskapur. Svo á að lækka matarverð með því að lækka vaskinn.Það munar um það, eða þannig. -
Ég ætlaði í dag að kaupa súrt rengi, sem búið er til úr hrefnusporði, en hætti við þegar ég heyrði verðið: 3800 kr kg! Engir tollar, bændur eða neitt. Hvílíkur skepnuskapur. Svo á að lækka matarverð með því að lækka vaskinn.Það munar um það, eða þannig. -
19.1.2007 | 21:37
Heimasíða
Sjá heimasíðu: www.fiski.com , en þar er að finna skrif um fiskifræði, sjávarútvegsmál, ýmsar rannsóknaskýrslur og fróðleik um vötn og veiði.