17.9.2018 | 20:13
Sjávarútvegsráðstefnan 2018 fjallar ekki um stjórn fiskveiða
Af einhverjum ástæðum er ég á póstlista hjá apparati sem heitir "Sjávarútvegsráðstefnan".
Þar segir: "Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 verða 17 málstofur og er nú búið að skipuleggja 15 málstofur og í þeim verða flutt 75 erindi. Í tveimur málstofum eru keypt erindi og verða þær kynntar seinna. Það sem tekið verður fyrir á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 er m.a.: Markaðsmál, vottanir, umhverfismál, hönnun, starfsumhverfi, greiningar, framtíðartækni, uppruni, vörumerki og margt fleira."
Ég skoðaði dagskrána og sá að ekki verður einu orði fjallað um stjórn fiskveiða, fiskifræðina að baki hennar og félagsleg áhrif svo sem brottkast afla og þeirra áhrifa sem kvótakerfið hefur haft á sjávarþorp landsins."
Nokkuð merkilegt, þar sem Hafró á áttunda áratugnum lofaði 500 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski, yrði þeirra ráðum fylgt. Þeirra ráð voru að vernda smáfisk og veiða minna, nokkuð sem hefur valdið því að aflinn hefur verið minna en helmingur loforðsins og byggðir landsins, sem áður blómstruðu þegar fiskveiðar voru óheftar og meint ofveiði geisaði.
Ljóst er að loforðið brást en ekki virðist leyfilegt að ræða hvers vegna svo fór. Ég og fleiri höfum bent á að að það sé vegna óeðlilegs samdráttar í sókn og þeirrar trúar að veiðar séu afgerandi þáttur í afföllum fisks og að viturlegt sé að friða smáfisk í von um að hann veiðist í meira mæli stærri síðar. Það hefur ekki gengið eftir og svo virðist sem smáfiskurinn, sem er fullgóð vinnsluvara, þjóni þeim tilgangi að vera fóður fyrir stærri þorsk þegar síld og makríll hverfa af miðunum á haustin.
Nei þetta verður ekki rætt því búið er að slá hulíðshjálmi á kvótakerfið, sem stuðlar að brottkasti og er búið að helminga þorskaflann og leggja byggðir landsins í rúst.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.9.2018 | 17:57
Ráðherra framselur vald sitt til sértrúarsöfnuðar
Hér er ráðherra býsna ánægður með ástand mála og hælir Hafró á hvert reipi, stofnun sem margir líkja við sértrúarsöfnuð sem engin rökstudd gagnrýni virðist bíta á en hefur tekist að halda þorskaflanum í minna en helmingi þess sem hann var áður en þeir fengu fullt vald til þess að stjórna, nú á síðustu árum með því að halda sóknarþunganum í 20% (aflaregla) miðað við 40% á velgengnisáratugunum. Hér er glefsa úr viðtalinu:
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um aflaheimildir nýhafins fiskveiðiárs var ekki langan tíma á borði ráðherrans áður en hann afgreiddi hana án breytinga. Spurður hvort til greina hafi komið að víkja frá ráðgjöfinni segir hann að það komi alltaf til greina hverju sinni. En þessi ráðgjöf er mjög vel rökstudd og við höfum fylgt ráðum okkar færasta fólks á þessu sviði í nokkuð langan tíma. Við gefum okkur út fyrir það að nýta með sjálfbærum hætti fiskistofnana í hafinu í kringum landið og sú stefna sem við höfum haft hefur skilað okkur á þann stað sem við erum á í dag. Ég sé því enga ástæðu til að hvika nokkuð frá henni.
Það setur að manni ónot við svona yfirlýsingu. Ráðherrann, sem á að stjórna fiskveiðum framselur öll völd í hendur Hafró. Það er ekki að sjá að hann hafi spurt spurninga eða leitað umsagnar eða ráðgjafar frá sjómönnum eða óháðum sérfræðingum, hann bara rennir blint í sjóinn. Og ekki gerir hann sér grein fyrir því að fiskveiðistjórn snýst ekki bara um fiskifræði, hún snýst einnig um tekjur fólks og þjóðarinnar af sjávarauðlindinni svo og búsetu og byggðamál.
Þekkir ráðherra ekkert til aflabragða fyrri ára? Veit hann ekki að Hafró hefur sætt mikilli gagnrýni í áratugi? Veit hann ekki að Hafró hefur haft alla gagnrýni að engu? Veit hann ekki að fiskifræði Hafró má flokka undir trúarbrögð? Hefur hann ekki lesið skýrslu Tuma Tómassonar um ytri og innri gagnrýni á vinnubrögð og hugmyndafræði Hafró? Er honum ekki kunnugt um að HANN á að stjórna fiskveiðunum og að það er ráðherra óheimilt að framselja stjórnvald til annarra? Sennilega er honum ekki kunnugt um neitt af þessu svo ég taki nú ekki dýpra í árinni.
Ég bendi honum á að lesa "Fiskleysisguðinn" eftir Ásgeir heitinn Jakobsson, hann finnst í bókasafninu neðar í húsinu.
Þessu til skýringar er rétt að benda á að hér við land voru í áratugi veidd 4-500 þús tonn af þorski, í nær óheftri veiði með hjálp útlendinga, aðallega Breta.
Þegar við höfðum fengið full yfirráð yfir landhelginni 1976 lofaði Hafró að árlegur afli á Íslandsmiðum yrði að jafnaði um 500 þús. tonn, - væri farið að þeirra ráðum. Það var gert og árangurinn er sá að við erum að skríða í 260 þús tonn.
Sem sagt: Svikin loforð. Fákunnáttumennirnir skulu svo verðlaunaðir með því að láta þá taka alveg við stjórninni.
Hér má sjá línurit yfir þorskveiði á Íslandsmiðum 1945-2015. Það skýrir sig sjálft.
![]() |
Hyggur á nýtt frumvarp um veiðigjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |