Ég var búinn að spá samdrætti í þorskafla vegna þess að vísitalan úr vorrallinu lækkaði milli ára (sjá síðustu færslu). En nú bætir Hafró 3% við þorskkvótann. Hvað lá þar til grundvallar? Skýringin fannst í vinnuskýrslu Norð- vestur vinnuhópsins.
Þar segir að tölfræði úr vorralli gefi til kynna breytingar í veiðanleika (hm!). Því er farið í að nota niðurstöður úr haustralli ásamt VP greiningu á afla ársins 2017 til að reikna út stofnstærðina. Sem sagt, nota ársgömul gögn til að "leiðrétta" nýjasta vorrall. Ef vorrallið hefði verið notað eingöngu hefði það gefið 1162 þús. tonna stofn, haustrallli í fyrra eitt sér mat stofninn 1428 þús. tonn, sameinuð niðurstaða varð svo 1356.509 tonn.
Það vantar nú ekki upp á nákvæmnina.
Hér er klipp úr skýrslunni:
Diagnostics: The tuning with both the spring and the fall survey show similar diagnostics as that observed in previous years (see Tables 9.8, 9.9 and 9.10 and Figure 9.6 for the residuals). A negative residual block for spring survey indices age groups 2 to 5 in recent years may indicate that there may have been some change in catchability.
Results: The detailed result from the assessment are provided in Tables 9.11, 9.12 and the stock summary in Table 9.13} and Figure 9.7. The reference biomass is estimated to be 1356.509 kt in 2018 and the fishing mortality 0.26 in 2017.
Alternatives: Assessment based on tuning with the spring and the fall survey separately have in recent years shown that the fall survey gives a higher estimate than the spring survey (Figure 9.8). Tuning with spring survey only this year resulted in a reference biomass of 1162 kt in 2018 and a fishing mortality of 0.3 in 2017. An assessment based on the fall survey only gave reference biomass of 1428 kt in 2018 and fishing mortality of 0.25 in 2017. Mohns rho: One of the ToR for this year was to evaluate the retrospective pattern of the assessment (Figure 9.9) by calculating the Mohns rho values.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2018 | 12:05
Er ekki komið nóg af mistökum við stjórn fiskveiða?
Birt í Morgunblaðinu 9. júní 2018
Hafró kom nýlega úr ralli, en rallið þeirra aðferð við að mæla stærð fiskstofna, svo gefa megi út veiðiráðgjöf, sem byggist nú á aflareglu, þar sem fyrirfram ákveðið hlutfall skal veitt úr hverjum stofni. Veiða skal 20% af áætluðum veiðistofni þorsks.
Hafró tilkynnti að stofnvísitala þorsks "væri 5% lægri en meðaltal áranna 2012-2017, þegar vísitölur voru háar." En þegar skoðað er nánar má sjá að vísitalan hefur lækkað um 21% frá í fyrra, svo einkennilegt er að miða hana við meðaltal fyrri ára. Niðurstaða rallsins varðandi þorsk er þvert á það sem Hafrómenn héldu í fyrra, en þá bjuggust þeir við að veiðistofninn myndi stækka nokkuð milli 2017-18.
Aflaráðgjöfin er nokkuð beintengd vísitölunni svo vænta má tilsvarandi lækkunar á aflamarki eða um 50 þús. tonn en líklega gildir enn sú regla að kvóti megi ekki breytast meira en 30 þús. tonn milli ára.
Ráðamenn hafa keppst um að mæra okkar fiskveiðistjórnarkerfi, segja það besta kerfi sem völ er á, það tryggi stöðugleika og að deilur um það séu mjög á undanhaldi. Svo virðist sem markmið laganna hafi gleymst en þar segir: "Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofnanna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu".
Segja má að tekist hafi að vernda stofnana því þorskaflinn nú er ekki nema helmingur þess sem hann var áður en farið var að stjórna með kvótakerfinu. En markmiðið um hagkvæma nýtingu til að treysta byggð og atvinnu í landinu hefur brugðist og flest sjávarþorp flokkast nú undir brothættar byggðir.
Undirstaðan kvótakerfisins er fiskveiðiráðgjöf Hafró. Stofnunin ákveður aflamark og mótar þær reglur um hámarksafla sem hún telur að gefi mesta nýtingu. Á áttunda áratugnum trúði Hafró því að þorskstofninn væri ofveiddur og draga yrði úr veiðum. Stofnunin fullyrti þá að ef farið yrði að þeirra ráðum væri hægt að veiða 500 þús. tonn af þorski árlega. Ráð þeirra var í megin atriðum að draga úr veiði, sérstaklega á smáfiski svo hann fengi að vaxa, stofninn að stækka og þá fengist meiri afli seinna.
Þegar við höfðum fengið full yfirráð yfir landhelginni var hægt að hefjast handa. Möskvi var stækkaður í trolli og farið var að loka svæðum þar sem mikið veiddist af smáþorski. Þetta bar þann árangur að verulega dró úr afla á smáfiski. Þegar hann svo fór að stækka og banka á dyrnar var sett á skrapdagakerfi til að takmarka þorskaflann. Það dugði skammt og 1981 veiddust 470 þús. tonn af þorski. Aflinn féll svo í 300 þús. tonn árið 1983, sem þótti skelfilegt og þurfti að leita aftur til stríðsáranna til að finna svo lítinn afla. Fiskur var orðinn léttari eftir aldri vegna ónógrar fæðu og stofninn féll.
Í stað þess að endurskoða stefnuna í ljósi þeirrar niðurstöðu að fæðuframboðið stóð ekki undir stækkun stofnsins héldu menn áfram að friða. Árið 1994 varð nýr skellur og gripið var til enn frekari friðunaraðgerða. Sett var á 25% aflaregla. Annar skellur varð 2001 og þá var haldið tveggja daga fyrirspurnaþing, þar sem stefna Hafró var krufin til mergjar, en stefnunni í engu breytt.
Enn kom skellur 2007 og þá kom aflareglunefnd saman og lét tölvuna reikna út að það ætti að taka 20% úr stofninum. Til samanburðar má geta þess að áður fyrr þegar aflinn var 4-500 þús. tonn árum saman voru 35-40% tekin úr stofninum án þess að valda nokkrum skaða. Í öll þau skipti sem aflinn féll var undanfari þess horaður fiskur og sjálfát. Fæðubúrið þoldi ekki friðun og tilraunirnar til stækkunar stofnsins.
En eftir að 20% aflareglan var sett fór friðunin að bera þann árangur meira varð af stórum fiski. Ástæðan er líklega sú að skyndilega varð til fæða fyrir stóran fisk en árið 2006 fór makríll, og síðar síld að ganga á Íslandsmið á sumrin. Stór fiskur fór skyndilega að veiðast fyrir Norðurlandi og var hann fullur af makríl og síld. En þegar makríllinn fer héðan á haustin er stórþorskurinn enn svangur og leggst í sjálfát og ræðst einnig á aðra nytjafiska. Nýliðun þorsks hefur verið léleg frá 1986 vegna þessara þátta, fæðuskorts og sjálfáts, en hrygningarstofninn hefur verið óvenju stór undanfarin ár, það þarf að leita aftur til 1964 til að finna eitthvað svipað.
Það er ekki bjart framundan í þorskveiðum og fyrirsjáanlegt að afli mun ekki aukast frá því sem nú er nema aflareglu og sóknarmynstri verði breytt þannig að veitt verði meira úr stofninum og hætt að friða smáfisk. Þorskstofninn er að mínu mati kominn í hámark og mun því aðeins geta minnkað. Þá bendi ég á að með óbreyttri aflareglu yrði stofninn að tvöfaldast til að gefa 500 þús. tonn. Það er ómöguleiki.
Myndin sýnir þróun þorskaflans frá stríðslokum, tímasetningar á útfærslu landhelginnar og hvernig aflatakmörkunum hefur verið háttað. Miðað við loforð Hafró um 500 þús. tonna jafnstöðuafla hafa tapast árlega um 200 þús. þorsktonn í 20 ár eða 4 milljónir tonna. Það hefði mátt gera mikið fyrir þá peninga. (Moggi sleppti að birta þessa mynd með greininni)
Svo er hér smá viðbót, mynd tekin um borð í togara:
Þorskurinn er gráðugur og hikar ekki við að éta undan sér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)