Hafró "leiðréttir" lélegt vorrall með ársgömlum gögnum og bætir í þorskkvótann.

Ég var búinn að spá samdrætti í þorskafla vegna þess að vísitalan úr vorrallinu lækkaði milli ára (sjá síðustu færslu). En nú bætir Hafró 3% við þorskkvótann. Hvað lá þar til grundvallar? Skýringin fannst í vinnuskýrslu Norð- vestur vinnuhópsins.

Þar segir að tölfræði úr vorralli gefi til kynna breytingar í veiðanleika (hm!). Því er farið í að nota niðurstöður úr haustralli ásamt VP greiningu á afla ársins 2017 til að reikna út stofnstærðina. Sem sagt, nota ársgömul gögn til að "leiðrétta" nýjasta vorrall. Ef vorrallið hefði verið notað eingöngu hefði það gefið 1162 þús. tonna stofn, haustrallli í fyrra eitt sér mat stofninn 1428 þús. tonn, sameinuð niðurstaða varð svo 1356.509 tonn.

Það vantar nú ekki upp á nákvæmnina.

Hér er klipp úr skýrslunni:

Diagnostics: The tuning with both the spring and the fall survey show similar diagnostics as that observed in previous years (see Tables 9.8, 9.9 and 9.10 and Figure 9.6 for the residuals). A negative residual block for spring survey indices age groups 2 to 5 in recent years may indicate that there may have been some change in catchability.

Results: The detailed result from the assessment are provided in Tables 9.11, 9.12 and the stock summary in Table 9.13} and Figure 9.7. The reference biomass is estimated to be 1356.509 kt in 2018 and the fishing mortality 0.26 in 2017.

Alternatives: Assessment based on tuning with the spring and the fall survey separately have in recent years shown that the fall survey gives a higher estimate than the spring survey (Figure 9.8). Tuning with spring survey only this year resulted in a reference biomass of 1162 kt in 2018 and a fishing mortality of 0.3 in 2017. An assessment based on the fall survey only gave reference biomass of 1428 kt in 2018 and fishing mortality of 0.25 in 2017. Mohn’s rho: One of the ToR for this year was to evaluate the retrospective pattern of the assessment (Figure 9.9) by calculating the Mohn’s rho values.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband