Íslensk fiskveiðistjórn við hringborð í Póllandi

Ég var að koma frá Póllandi, en þangað var mér boðið til að taka þátt í hringborðs umræðum sem reglulega eru haldin til að ræða pólskan sjávarútveg.  Þeir fengu mig til þess að  segja frá reynslu Íslendinga af Kvótakerfinu, en nú er verið að reyna að þvinga framseljanlegt kvótakerfi upp á pólska sjómenn. Einnig flutti ég erindi um reynslu Færeyinga af sínu dagakerfi.

Picture1PóllÉg fléttaði saman fiskveiðistjórn og árangur af henni, hvernig Kvótakerfið var  innleitt til að setja meiri hömlur á veiðarnar í því skyni að byggja upp þorskstofninn, sem kominn hafði verið að fótum fram vegna ofveiði og græðgi sjómanna.

Árangursleysi stjórnunar, villukenningar og blindganga Hafró, getuleysi stjórnmálamanna til að breyta vonlausu og niðurrífandi kerfi, vegna þess að sægreifarnir hafa þá alla í vasanum, styðja þá og styrkja.

Ég reyndi að tala það mál sem menn skildu og dró ekkert undan, enda engin ástæða til að hlífa neitt kerfi sem er búið að leggja landið í rúst.

Skemmst er frá því að segja að ég fékk gríðarlega góð viðbrögð frá sjómönnum og græningjum, en kerfiskarlanir, sem vilja koma kerfinu á voru ekki eins hressir. Mér kom reyndar á óvart afstaða græningja, WWF og Greenpeace, en þeir líta á fiskveiðar og sjómenn sem hluta af náttúrunni og menningu sem þarf að viðhalda. Þeir hváðu ekki einu sinni þegar ég sagði þeim að við hefðum veitt 170 stórhveli s.l. sumar.

Kerfis/ríkis-karlarnir sögðu að með því að sneiða af helstu gallana væri rétt að prófa kvótakerfið í þrjú ár og sjá svo til..  „Svona byrjaði þetta hjá okkur“ sagði ég, þið megið alls ekki rétta skrattanum litla fingurinn.

Þarna urðu miklar umræður og mikið gaman og ég fann að ég hafði gert mikið gagn með minni hreinskiptu frásögn af þessu hagræðingarkerfi andskotans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagræðingakerfi andskotans,,, sammála.

Jon Christian (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Flott hjá þér Jón.  Ekki veitir af að reyna að bjarga öðrum menningarsamfélögum frá þessari villutrú Hafró og Líú.

Sigurður Jón Hreinsson, 14.12.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband