4.12.2009 | 18:04
Hlýnun jarðar af mannavöldum- tilbúin fjárkúgun og svindl?
Þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi frétt lesin einu sinni á Bylgjunni. Síðan hefur ekki heyrst múkk, hvergi. Fréttin um að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvukerfi vísindamanna sem halda fram hnattrænni hlýnun:
"Þar kemur ýmislegt fram sem efasemdarmenn um hlýnun jarðar segja að sýni ljóslega að vísindamennirnir stundi blekkingar til þess að ýkja áhrif mannsins á loftslagsbreytingar."
sagði í fréttinni".
Fjölmiðlar heimsins hafa verið þöglir um þetta, enda loftslagsráðstefna SÞ að fara af stað í næstu viku, með þátttöku 100 þjóðarleiðtoga, Obama og co. - Skyldi Óli annars láta sjá sig?
Hér er slóð, sem tekur þetta mál fyrir, svindlið, peningaplokkið og þögn fjölmiðla. Hvenær verður fiskveiðistjórnarmafían með öllu sínu bixi tekin á beinið?
Hér er önnur slóð um málið. (Var að heyra að Spegillinn í útvarpinu taki málið fyrir núna, föstudag 4/14)
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 7.12.2009 kl. 18:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.