Snurvoð, - listaveiðarfæri eða skaðræðisgripur?

Skipuð hefur verið nefnd til að athuga hvort snurvoð geti veri skaðlegt veiðarfæri, fari illa með botninn. Um þetta eru skiptar skoðanir, þess vegna var nefndin sett á laggirnar. Oft hefur verið sagt að voðin hafi tekið svo miklum breytingum að gömlu næturnar hafi verið eins og vasaklútar í samanburði.bls0012

Þetta er nú ekki alls kostar rétt, en nú eru notuð betri efni og gerð fótreipis hefur verið breytt því oft eru notaðar körtur eða hopparar, til að geta dregið á grófari botn, en í gamla daga voru notuð fótreipi út tógi.

Ég gróf upp bók frá 1939 eftir Árna Friðriksson þar sem hann skrifar um snurvoð, lýsir gerð hennar og áhrifum hennar á lífríkið. Þar má einnig finna mikinn fróðleik um áhrif veiðarfæra á fiskstofna almennt séð. 

Ég skannaði það helsta úr bókinni og geta fróðleiksfúsir fundið það hér.   Ef menn vilja fræðast betur, má finna þessa bók á safni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband