Codsave, stærra en Icesave?

Íslenskum útgerðar- og sjómönnum var talin trú um að með því að leggja óveiddan þorsk inn í banka, Selvogsbanka, Hornbanka og Kjölsenbanka, myndi hann renta sig meira en ef hann væri seldur strax.

Lofað var að fiskibankarnir myndu skila 500 þús. tonna jafnstöðuafla þorsks um ókomna tíð.
Mönnum var talin trú um að fengi þorskurinn að vaxa aðeins lengur ykist afraksturinn, auk þess sem stærri hrygningarstofn væri trygging fyrir góðri afkomu til langs tíma litið. Þjóðin beit á agnið eins og lífvana þorskur.


En fátt hefur mistekist eins harapallega og þessi "fjárfesting": Það munar um 6 milljónum tonna á loforðinu og raunveruleikanum frá 1983.


Sé reiknað með gjaldeyrisverðmæti 500 kr/kg leggur tapið, neikvæðir vextir, sig á um 3 þúsund milljarða króna, sem er hressilega betur en Icesave skuldin. 
Því má segja að ráðgjafastofnunin Hafró, sé dýrasta stofnun

landsins og hafi valdið þjóðarbúinu meira tapi en allt bankahrunið. En snillingarnir á Hafró starfa áfram í umboði ríkisins og leggja nú til enn meiri sparnað. Makríllinn skal lagður inn í ávöxtunarbanka náttúrunnar, svo og síldin, ýsan, ufsinn, kolinn og steinbíturinn að ógleymdum skötuselnum.

Athygli vekur að hvorki Hafó né Fiskistofa þurfa að sæta niðurskurði í kreppunni, enda mjög upteknir við að byggja upp fiskistofna, - þó ekki sjáist byggingarkranarnir.


Aldarfjórðungs snarvitlaus ráðgjöf, hversu lengi skal þetta halda áfram? Hvenær kemur einhver sem segir stopp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sá sem segir stopp er ókominn enn í Sjávarútvegsráðuneytið

Árni Gunnarsson, 13.8.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Jón, Ég er líka stundum að velta því fyrir mér hvað ætli þessi svokallaða nýtingarstefna Hafró þurfi að vara lengi enn áður en stjórnvöld telja fullreynt? Eru 25 ár virkilega ekki nógu langur tími. Hvað var t.d. afdankaði búfræðingurinn eiginlega að hugsa þegar hann ákvað að skera aflaheimildir niður á næsta fiskveiðiári sem nemur 16 milljörðum í gjaldeyristekjur.

Með sama hætti og menn vilja rekja upphaf fjármálaspillingarinnar til kvótakerfisins og  alveg sérstaklega frjálsa framsalsins; má rekja hnignunar fiskstofna og sífellt minni afla beint til Hafrannsóknarstofnunar. Fyrstu tilburðir Hafró til að hafa áhrif á vöxt og viðgang fiskstofna, og þá sérstaklega þorsksins má rekja til Svörtu skýrslunnar 1974. Eða sama tíma og Bretarnir sem stórtækastir höfðu verið í smáfiskadrápinu hér við land hurfu af miðunum.

Það gera sér ekki allir grein fyrir að Bretarnir höfðu frá 1950 veitt um 40% af heildar þorskaflanum sem að jafnaði var 450 þúsund tonn. Bretarnir höfðu sem sagt verið að veiða 150-200 þúsund tonn af smáfiski í tvo áratugi án þess að þorskafli hér við land hefði nokkuð minnkað. En sérfræðingunum hjá Hafró fannst það ekki nógu gott og því var brugðið á það ráð að vernda smáfiskinn - svo hann mætti seinna verða stór saltfiskur. Því var ráðist í að stækka trollmöskvann og koma á skyndi- og svæðalokunum sem við vitum hversu mikið gagn hefur gert - eða hitt þó heldur.

Það ætti að jafngilda dauðadómi yfir Hafrannsóknarstofnun; að eftir 30 ára tilraunir þeirra við að reyna að fjölga þorskunum í hafinu skuli raunávöxtun vera mínus 70%...Einhverjir "sérfræðingar" hafa fengið fengið að taka pokann sinn fyrir minni afglöp í starfi.

Atli Hermannsson., 13.8.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Jón Bjarnason er svo sannarlega ekki maðurinn til þess að hrófla við núverandi óstjórnarkerfi. Hann hefur sannað að hann hefur ekki dug né þor í að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni í hag.

Þórður Már Jónsson, 16.8.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarplega reiknað Jón fiskur. Þetta er aveg makalaust hvernig Íslands óhamingju verður allt að vopni þessa dagana.

Og svo skila útgerðarmennirnir ekki gjaldeyri í Seðlabanka heldur skipta í evrur í útlandinu. Hver láir þeim það þegar maður fær þar 220 kall fyrir Evruna i stað 183 hér.

Hvernær ætla menn að láta gengið fljóta og normaliséra kerfið. Þá fyrst getur það batnað aftur.

Halldór Jónsson, 24.8.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband