8.8.2009 | 13:07
Fiskgengd orðin vandamál í mesta fisklandi heimsins?
Síldveiðiskip flýja undan makríl vegna þess að sjávarútvegsráðherra setti einhliða hámarkskvóta til að þóknast EB og Norðmönnum, væntanlegum lánveitendum. Ekki var þessum kvóta úthlutað á skip svo menn fóru að djöflast við að veiða í gúanó til afla sér "veiðireynslu".
Makríll er kallaður flökkustofn, en er ekkert að flakka, heldur er hann kominn hingað úr Norðursjó til að éta úr okkar kálgarði, vegna þess að lítið er um fóður í Norðursjó vegna ofbeitar (vanveiði).
Við sömdum við Norðmenn um síldina en nú er hún komin aftur á okkar mið. Eftir á að hyggja virðist það hafa verið rétt, því íslenska Hafró er búin að banna veiðar úr allt of stórum íslenskum síldarstofni, sjúkum í þokkabót. Sníkillinn fær síldin úr rauðátu, en hann sýkir einnig í fleiri fisktegundir. Grunur er að hann valdi dauða laxa í hafinu, en hann berst annað hvort beint með því að seiðin éta rauðátu, eða óbeint, þegar laxinn étur sýkta fiska t.d. síld. Þannig mætti hugsa sér að þorskur sýktist við át á smitaðri síld.
Hætta á sýkingu vex með þéttleika fiskstofna og má leiða líkur á að þegar fiskstofnar verða of stórir sé þetta ein aðferð náttúrunnar til að grípa í taumana.
Mikið er af þorski á grunnslóð sem ekki er veiddur vegna þess að hann er lítill og ljótur. Velja menn besta fiskinn úr en henda þeim smáu sem mest nauðsyn er að veiða. Horþorskur heldur sig m.a. í ósum laxveiðiáa og er væntanlega að bíða eftir laxaseiðum á leið til hafs.
Skötuselur hefur verið til mikilla vandræða fyrir grásleppukalla. Hann er í kvóta, sennilega í útrýmingarhættu, í miklu magni kring um allt land. Hann flækir netin og kallarnir verða að henda honum, annars sektir eða fangelsi.
Lax er veiðimönnum víða til vandræða. Þeir eru víðast skikkaðir til að henda (sleppa) honum lifandi og brjóta með því dýraverndunarlög í hvert sinn. Það er nefnilega lögbrot að kvelja dýr sér til skemmtunar. Þetta er nú bannað í Sviss og Þýskalandi. Skv. lögunum skal aflífa veiðidýr svo skjótt sem auðið er.
Fimm rannsóknaskip eru nú kostuð af skattborgurum til að reyna að "mæla" magn makríls í kring um landið. En það má ekki veiða hann! Verið er að reyna að skapa samningsaðstöðu að sagt er. Má bara eyða peningum í þessu landi?
Makríll er kallaður flökkustofn, en er ekkert að flakka, heldur er hann kominn hingað úr Norðursjó til að éta úr okkar kálgarði, vegna þess að lítið er um fóður í Norðursjó vegna ofbeitar (vanveiði).
Við sömdum við Norðmenn um síldina en nú er hún komin aftur á okkar mið. Eftir á að hyggja virðist það hafa verið rétt, því íslenska Hafró er búin að banna veiðar úr allt of stórum íslenskum síldarstofni, sjúkum í þokkabót. Sníkillinn fær síldin úr rauðátu, en hann sýkir einnig í fleiri fisktegundir. Grunur er að hann valdi dauða laxa í hafinu, en hann berst annað hvort beint með því að seiðin éta rauðátu, eða óbeint, þegar laxinn étur sýkta fiska t.d. síld. Þannig mætti hugsa sér að þorskur sýktist við át á smitaðri síld.
Hætta á sýkingu vex með þéttleika fiskstofna og má leiða líkur á að þegar fiskstofnar verða of stórir sé þetta ein aðferð náttúrunnar til að grípa í taumana.
Mikið er af þorski á grunnslóð sem ekki er veiddur vegna þess að hann er lítill og ljótur. Velja menn besta fiskinn úr en henda þeim smáu sem mest nauðsyn er að veiða. Horþorskur heldur sig m.a. í ósum laxveiðiáa og er væntanlega að bíða eftir laxaseiðum á leið til hafs.
Skötuselur hefur verið til mikilla vandræða fyrir grásleppukalla. Hann er í kvóta, sennilega í útrýmingarhættu, í miklu magni kring um allt land. Hann flækir netin og kallarnir verða að henda honum, annars sektir eða fangelsi.
Lax er veiðimönnum víða til vandræða. Þeir eru víðast skikkaðir til að henda (sleppa) honum lifandi og brjóta með því dýraverndunarlög í hvert sinn. Það er nefnilega lögbrot að kvelja dýr sér til skemmtunar. Þetta er nú bannað í Sviss og Þýskalandi. Skv. lögunum skal aflífa veiðidýr svo skjótt sem auðið er.
Fimm rannsóknaskip eru nú kostuð af skattborgurum til að reyna að "mæla" magn makríls í kring um landið. En það má ekki veiða hann! Verið er að reyna að skapa samningsaðstöðu að sagt er. Má bara eyða peningum í þessu landi?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég er farinn að efast um að þessu liði verði yfir höfuð bjargað. Er í alvörunni ekki til hæfur einstaklingur af þessari þingmannahjörð sem nota má í sjávarútvegsráðaneytið?
Við hvað eru menn hræddir, af hverju þorir enginn sem ber titilinn sjávarútvegsráðherra að standa í lappirnar og leyfa aukna veiði á þorski?
Hvað vísindi eru á bak við kvóta á skötusel? Saga Hafró er ein hörmungarsaga nánast frá upphafi, að ekki einu sinni einu af stjörnuljósunum sem á þingi sitja skuli efast um áræðaleika Hafró er hrikalegt umhugsunarefni.
Hallgrímur Guðmundsson, 9.8.2009 kl. 00:40
Loksins kom það í ljós sem ég hef alltaf haldið að það að veiða lax til að sleppa er algjör níðingháttur, og svo er fullt af körlum (og kerlingum) á árbökkum víða um land að stunda þetta sem dýrt sport, svei því
Valgerður (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 14:37
Það er hægt að taka undir hvert orð í þessum pistli hjá þér Jón. Það er algerlega óskiljanlegt að saxa ekki á þennan sýkta síldarstofn og setja í bræðslu í stað þess að alfriða hann. En þetta er nú eftir öðru hjá Hafró, þar verður vitleysunni allt að vopni
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.8.2009 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.