16.4.2009 | 15:22
Kosningatrikk?
Skyldi Steingrímur hafa fengið pata af síðasta ralli Hafró sem löngu er lokið, en ekkert hefur frést af? En gamanlaust, þetta er gríðargott hjá Steingrími því þó þetta virðist ekki stórt skref, þá er það þó mesta áfallið sem kvótakerfið hefur fengið, mér er nær að halda frá upphafi. Nú tryllast sægreifarnir, sannið þið til.
Þetta mun leiða í ljós að það er nægur fiskur á miðunum og vonandi verður skrefið stigið til fulls, frjálsar veiðar smábáta þar til reynslan sýnir hvort það sé hættulegt. Svo þarf að hætta smáfiskalokunum.
![]() |
Strandveiðar í stað byggðakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er skref í áttina þótt ganga hefði mátt lengra. Hafró steinþegir auðvitað yfir rallinu og ekki síst netarallinnu enda góður afli eftir því sem frést hefur.
Haraldur Bjarnason, 16.4.2009 kl. 16:18
Það er eitt form af veiðarfæraralli sem ekkert vægi hefur í stofnvísitölunni hjá Hafró - en er líkleg marktækara en bæði neta-og togararallið til samans. En það eru öll sjóstangaveiðimótin sem haldin eru hér ár hvert. Þetta eru fjölmörg mót allt í kringum landið og mjög vel skipulögð. Þá er til gríðarlegt magn a.m.k. áratug aftur í tímann af tölvutækum gögnum sem gefur mjög raunsanna mynd af ástandinu á grunnslóðinni á hverjum tíma. Hvernig væri að Hafró briti smá odd af oflæti sínu og aflaði sér upplýsinga af grunnslóðinni... gögnin eru til, hver tittur skráður veginn og metinn. Það þarf ekki annað en að tala við nokkra þeirra sem hafa staðið á bak við þetta "rall" að þeir eru einróma um að það hefur verið mikil afla aukning síðustu ár.
Atli Hermannsson., 18.4.2009 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.