Skarfarnir á hafnargarðinum

Myndin að ofan sem ég nota sem "logo" er tekin í höfninni í Reykjavík fyrir 2 árum. Þá var höfnin full af síld og skarfarnir í þúsundum. Ég rifja þetta upp vegna síldar í höfnum SV-lands um þessar mundir. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir voru magnaðir hjá Hafró þegar þeir vernduðu veiku og dauðvona síldina þarna í Eyjum. Það er hreint meistaralegt hvernig þeim tekst að nota hvert tækifæri sem gefst til að forða því að hægt sé að líta á þennan söfnuð eins og vitsmunaverur.

Bóndi nokkur átti fjármark, sjaldgæft og fáir þekktu það. Eitt sinn í réttum vék sér að honum maður sem lent hafði í vandræðum með að greina markið. "Hvernig dettur þér í hug að nota þetta helvítis mark sem enginn kann að lesa?" spurði maðurinn sárgramur. "Jahá! það er nú kosturinn við það!" svaraði bóndi hróðugur.

Það er margt orðið óskiljanlegt hér á landi þessa dagana og ekki bregst Hafró. 

Árni Gunnarsson, 24.3.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband