Landburður af ufsa í Færeyjum

Mjög góð ufsaveiði er í Færeyjum, togararnir koma lunningafullir eftir skamma útiveru. Enginn kvóti er í Færeyjum en skipin fá úthlutað veiðidögum og mega veiða eins og þau geta af hvaða tegund sem er.
Þorskurinn virðist vera að ná sér úr lægðinni, aflinn er að vaxa og nýlega varð að grípa til skyndilokana vegna smáfisks í afla togara. Það er mjög óvenjulegt. Metafli var á þorski 2002 - 2003, síðan minnkaði hann mjög.rall1.jpg
Þá gerðist það um daginn að sjónvarpið fór í "rallið" með rannsóknaskipinu Magnúsi Heinasyni, nokkuð sem aldrei hefur gerst á Íslandi þar sem rallið er "leyndó" þar til það er löngu afstaðið.
Í þessari mynd frá Færeyska sjónvarpinu tönnlast fiskifræðingar á því að þorskurinn sé búinn, nokkuð sem er nánast skyldu- umræða. En viti menn, - allt í einu fæst 26 tonna hal af þorski - í þennan bleðil, sem kastað er á fyrirfram ákveðinn stað. Stæsta hal sem þeir hafa fengið í 6 ár! Það er yndislegt að sjá hvernig það vöðlast fyrir leiðangursstjóranum að skýra það út. Filmubúturinn um rallið byrjar eftir 3.25 mínútur á klippinu.

rall2.jpgSjá má á myndinni hér til hliðar að þorskurinn er vel haldinn, hnöttóttur af spiki. Það þýðir að stofninn er að springa út.

Vert er að minna á Kompásþáttinn um Færeyska kerfið frá 2007. Hann er eins og vínið, batnar með árunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Hvað segir Hafró ... er þetta ekki bara svona "færeyskt samsæri"  svipað og það norska sem við sjáum í Spaugstofunni.  Færeyingarnir hafa örugglega laumast inná okkar frábæru fiskimið í skjóli nætur - togað og bingó.  Hafró er  handónýtt apparat, undir hælnum á háleistunum sem búnir eru að mergsjúga sjávarútveginn. Það getur ekkert af viti komið út úr slíku.

Pálmi Gunnarsson, 17.3.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Já og Kompásþátturinn er frábær, ætti að endursýna hann nákvæmlega núna.

Pálmi Gunnarsson, 17.3.2009 kl. 19:59

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það þarf engan hálærðan speking þegar tekið er til máls um þetta skelfilega kerfi. Þar dugar hið fábrotna og fyrst og fremst kjarnyrta mál götunnar.

Arsenikið hefur reynst vel til að útrýma meindýrum.

Ef stjórnmálamenn taka ekki þessa fiskveiðistjórn til gagngerðar endurskoðunar þegar í stað þá meina þeir lítið þegar þeir segjast vera að ráðast gegn spillingu.

Árni Gunnarsson, 18.3.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Hlédís

Heyr!

Hlédís, 19.3.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband