Sífellt fleiri verða til að gagnrýna stjórnkerfi fiskveiða á faglegum nótum. Bæði er um að ræða stjónkerfið, kvótana, og eftirlitskerfið, sem því fylgir, svo og hinar vísindalegu forsendur sem liggja að baki.
Nýlega (9. og 16. janúar) birtist í Fishing News, einu virtasta vikublaði heims um fiskveiðimál, harðorð grein eftir vísindamann (sjálfstæðan) frá Ástralíu, Walter nokkurn Starck. Þar er verið að gagnrýna það sama og hér, stærðfræðilega fiskifræði sem hefur reynst afleit undirstaða stjórnunar og er þegar allt kemur til alls eitt allsherjar "flopp" að mati margra. Greinin er á ensku en ég vona samt að margir geti haft af henni gagn: .. http://www.fiski.com/starck.html
Nýlega (9. og 16. janúar) birtist í Fishing News, einu virtasta vikublaði heims um fiskveiðimál, harðorð grein eftir vísindamann (sjálfstæðan) frá Ástralíu, Walter nokkurn Starck. Þar er verið að gagnrýna það sama og hér, stærðfræðilega fiskifræði sem hefur reynst afleit undirstaða stjórnunar og er þegar allt kemur til alls eitt allsherjar "flopp" að mati margra. Greinin er á ensku en ég vona samt að margir geti haft af henni gagn: .. http://www.fiski.com/starck.html
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Satt að segja þætti mér skárra ef ég leyfði mér að trúa því að öll þessi glórulausa vitleysa byggðist á mistökum fremur en hinu sem ég sleppi að nefna.
Árni Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 22:14
Sorry Árni.
Gunnar Skúli Ármannsson, 13.2.2009 kl. 23:04
Já þetta er alveg rétt vitleysan er endalaus hjá þessu liði.
ragnar bergsson, 14.2.2009 kl. 19:33
Dropinn holar steininn
Sigurður Þórðarson, 14.2.2009 kl. 22:19
það hef ég aldrei skilið, hvernig menn fá út samasem merki á milli fiskveiðikerfisins og þeirra sem stjórna því.
er það kvótakerfinu að kenna að hafró sé handónýtt stofnun?
Fannar frá Rifi, 17.2.2009 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.