EB og fiskveiðar

Ég fékk póst frá fyrrverandi blaðamanni IntraFish í Bretlandi sem varar
okkur Íslendinga eindregið við Evrópubandalaginu:pa210010.jpg


I've been worried to hear all the news here about Iceland wanting to join the EU. I can't imagine a worse decision - it's totally destroyed OUR fishing industry, and all the good things that SHOULD come out of EU membership (I approve of a lot of the specific environmental & species protection regulations) are not enforced anyway. A total disaster. Our power industry here is under threat because there are large-scale strikes at many oil refiniries & power stations - all triggered by the fact that the owners (yes, we've even sold off our infrastructure) are hiring foreign workers. Under EU law, that's perfectly legal, you leave the local people unemployed & import workers from Portugal. I tell you, the last thing Iceland needs is the EU!

Fiona Cameron

Lítið hefur verið talað um kostnað við að vera í EB, en sjá má kostnað Breta, sem er 56 milljarðar punda á ári, nettó,eða 107 þúsund pund á mínútuí fréttabréfi skoska fiskimanna, á bls. 14. Einnig má þarna lesa um tilraunir Skota til að fá að stjórna sínum fiskveiðum sjálfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ekki gott mál að auðlindir íslendinga fari undir EB. Hinsvegar er svo annað mál hvort það breytir nokkru þar sem við erum nú þegar búnir að afhenda sameign þjóðarinnar í hendur fjárglæframanna sem hafa yfirveðsett sameignina uppí skýin. Ef hinsvegar eitthvað er að marka yfirlýsingar stjórnvalda um gagngerar hreinsanir og breytingar, þá hlýtur það að vera eitt af forgangsmálunum að auðlindin verði færð aftur til eigenda sinna þ.e. íslensku þjóðarinnar. Trúlega myndi það í leiðinni slá aðeins á EB inngöngugleði landans.

Pálmi Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Dæmi um fyrirlitlélega ný-aðals alþjóðlega stjórnmála stétt. Skotar ættu að losa sig við stjórnmálamennina og fá að veiða sér til matar. Þessi ríkisstjórn er ekki ennþá komin með áætlanir að losa okkur undan ESS.  Það er sami rassinn undir þeim öllum.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því miður Pálmi. Mér brá nokkuð illa þegar ég heyrði nýjan sjávarútvegsráðherra svara spurningu fréttamanns um viðhorfið til breytinga á kvótakerfinu. Svarið var nokkuð afdráttarlaust á þá lund að það væri lítið vit í að setja þennan mikilvæga atvinnuveg í uppnám við núverandi aðstæður.

Er ekki kominn tími á að efna til mótmælafunda með þetta skilgreinda markmið sem skýra kröfu?

Árni Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband