Hvað gera snillingarnir nú?

Ef rollur drepast af pest er allt skorið niður, líka á bæjunum í kring. Ef sama gerist í sjónum er hægt að ljúga endalaust að okkur því það sést ekki hvað er á seiði.
Nú þarf að gefa veiðarnar frjálsar til að draga úr frekari sýkingu og "bjarga" síldinni áður en hún drepst af sjálfu sér. Síldarstofninn er sýktur af óværu sem löngu er þekkt, breiðist út með rauðátu og hefur valdið dauða í síldarstofnum annars staðar. Viðbrögðin nú voru að loka svæðum þar sem eitthvað veiddist af smásíld s.s. í Stakksfirði undan Keflavík. Sníkjudýr breiðast hraðar út þeim mun meiri sem þéttleiki fiskanna er og ef þeir eru undir álagi. Þetta er algengt í fiskedisstöðvumm þar er ráðið að rýmka um stofninn. Þeir þarna á Hafró virðast ekki gera sér ljót að viðbrögðin ættu að vera að veiða meira af síld og gefa veiðarnar frjálsar, a.m.k. í bili.

Fyrir nokkrum árum gerði Hafró mikil mistök: Þegar hörpudiskur fór að drepast í Breiðafirði stöðvuðu þeir veiðarnar til að reyna að bjarga stofninum og ollu þannig gífurlegum erfiðleikum á norðanverðu Snæfellsnesi. Ekki vissu þeir hvað olli dauða skeljanna, en töldusamt vísast að fara þessa leið. 
Við gagnrýnendur töldum að auka ætti veiðarnar til að " óþekkta fárið" breiddist ekki út. Þó ungskeljarnar dræpust í minna mæli kveikti Hafró ekki á perunni. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, nú í vor, að það uppgötvaðist á Keldum að þarna væri sníkjudýr á ferðinni, sem staðfesti að réttast hefði verið að auka veiðarnar á sínum tíma! Og nýleg stofnmæling Hafró leiddi í ljós - að ástandið var hvað best á svæðum sem mest hafði verið veitt á!
Er nú hægt að vaða meiri reyk?


mbl.is 60-70% síldarinnar sýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Guðmundsson

Alveg sammála, auðvitað á að taka eins mikið og hægt er úr þessu meðan hægt er að gera einhvern gjaldeyri úr síldinni. Reyna eins og hægt er að grisja stofninn til að minnka sýkingarhættuna.

Pétur.

Pétur Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband