2.5.2008 | 12:27
Smáfiskfriðun kolröng
Það er ánægjulegt að sjá að það sem ég og fleiri höfum haldið fram, bráðum í aldarfjórðung, staðfest af "vísindamönnum við Kaliforníuháskóla". Stóra fréttin er að friðun smáfiskjar hafi þveröfug áhrif en þau sem ætlast er til. Smáfiskafriðun byggir ekki upp stofninn, hún getur rústað honum og hún veldur stofnsveiflum. Ríkjandi fiskveiðistjórn er einfandlega "Exactly Wrong" eins og segir í frétt Fishing News og vitnað er til í Mbl. fréttinni.
Ég hef sett alla 'Fishing News' fréttina á vefinn: www.fiski.com/english/smallfish22.html
Rétt er að vekja athygli á að ekkert er minnst á erfðir, en það er í tísku að halda því fram að hægvaxta smáfiskur sé úrkynjaður.
Rangt að ofvernda smáfiskinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.