Hafró liggur á upplýsingum

Ég bað um gögn frá Hafró í lok febrúar og fékk viðbrögð í byrjun apríl, var þá erlendis og svaraði ekki fyrr en í fyrradag. Það var sjeffinn Björn Ævarr sem svaraði og fara viðskipti okkar hér á eftir:

 

Björn skrifar:

 Sæll Jón. Í lok febrúar sendir þú Einari Hjörleifssyni tölvupóst þarsem þú óskaðir eftir gögnum um lengdardreifingu þorskafla og úrstofnmælingu með botnvörpu (SMB) að vorrlagi. Sökum anna höfum við þvímiður ekki getað svarað þér fyrr. Í erindi þínu er ekki alveg ljósthvað þú átt við með "lfd þorskaflans". Við eigum þessi gögn eftirveiðarfærum, svæðum og tíma árs. Þegar við tölum um um lengdardreifinguþorsksaflans eftir árum er átt við lengdardreifingu sem vegin hefurverið með afla í hvert veiðarfæri. Er það slík gögn sem þú ert að óskaeftir ? 

 

Ég svaraði honum:

> Ég skrifaði grein í Brimfaxa nýlega, þar sem ég sýni lengdardreifingu í

> afla Breta 1960-64 til að sýna fram á að þeir hafi veitt mikið af

> smáfiski undir viðmiðunarmörkum.  Hún er byggð á grein JJ 1969, Einar

> Hj. þekkir hana. Brimfaxagreinina finnur þú á:

> http://www.fiski.com/meira/meira117hernad.html

>

> Vil ég gera samanburð á sóknarmynstri þá og nú, til þess vantar mig

> sambærilega lfd afla, sem sýnir hvernig er sótt í stofninn. Gjarnan má

> greina sundur togara, línu net, vertíð- ekki vertíð svipað og JJ gerði

 

Einnig spurði Björn:

 Varðandi lengdardreifingu úr SMB er ekki alveg ljóst hvað þú átt við með"rauntölur". Áttu við einstakar lengdarmælingar ?

                           

Ég svara:

 

> Ég á við lengdardreifingu afla í ralli, þess sem kom samtals á dekk

> allra skipanna, án nokkurra leiðréttinga eða uppreikninga m.v.

> togflöt, svæði eða þessháttar.

>

> Gjarnan að honum yrði skipt í suður- og norður svæði.

 

Björn svarar:

 Sérfræðingar okkur eru önnum kafnir þessar vikurnar við úttekt á stöðunytjastofna og ráðgjafarvinnu og við getum því miður ekki sinnt þessuerindi fyrr en um miðjan júlí. Vinsamlegast hafðu samband við EinarHjörleifsson (einarhj@hafro.is) eftir 15. júlí og mun hann þá vinna gögniní samræmi við ósk þína og senda þér. Þar sem gögnin liggja ekki fyrir á því formi sem þú óskar eftir gerum viðráð fyrir um 10 tíma vinnu við þetta verk og samkvæmt upplýsingum fráfjármálstjóra kostar útseld vinna sérfræðings  6400 kr/klst ánvirðisaukaskatts. Kv. Björn Ævarr

 

Ég svaraði um hæl:

> Þakka svarið Björn

> "Það er ekki óðagotið á mönnum þarna undir Jökli" eins og biskup sagði

> við Umba í Kristnihaldinu.

> Ef ég þarf að greiða fyrir þessar upplýsingar er eins gott að sleppa

> þessu. Verði svo, afturkalla ég beiðnina hér með.

> kveðja, Jón


mbl.is Segir brottkast að aukast gífurlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir eru samir við sig þessir undirmálsfiskar. Þarna breytist ekkert, tíminn stendur kyrr og allt er á hraða snigilsins. Það er vandséð hvað er hægt að gera til að sparka í rassinn á þessi liði?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir með Hafsteini

Ólafur Ragnarsson, 20.4.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála strákar.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.4.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband