5.2.2008 | 13:52
"Ekkert stendur eftir"
Það setti að mér hroll þegar ég las greinina um Akranes í Mogga þann 1. Febrúar." Ekkert stendur eftir" hét hún og þar sagði frá því að þar hefðu róið 35 bátar fyrir kvótakerfi. Þeir hefðu landað 4500 tonnum af vertíðarfiski bara í skreið, auk annars afla afganginn af árinu.
Nú róa frá Skaganum 4 bátar með örfáum köllum og hafa 450 tonn í kvóta! Allt vegna kerfis sem sett var á og er haldið við í nafni fiskfriðunar. Að sögn er enn ofveiði en vart eru lengur nein skip á sjó. Akranes er þó ekki eini staðurinn, heldur samnefnari um ástandið í flestum fiskveiðibæjum landsins. Það er að styttast í endalokin. Hve lengi ætla stjórnmálammenn að líða meinlokuna í Hafró? Þegar allt verður búið - þarf enga ráðgjöf.
Nú róa frá Skaganum 4 bátar með örfáum köllum og hafa 450 tonn í kvóta! Allt vegna kerfis sem sett var á og er haldið við í nafni fiskfriðunar. Að sögn er enn ofveiði en vart eru lengur nein skip á sjó. Akranes er þó ekki eini staðurinn, heldur samnefnari um ástandið í flestum fiskveiðibæjum landsins. Það er að styttast í endalokin. Hve lengi ætla stjórnmálammenn að líða meinlokuna í Hafró? Þegar allt verður búið - þarf enga ráðgjöf.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón DV var með nokkuð góða úttekt á þessu í blaðinu í gær. Þróunin er svo vægt sé til orða tekið skelfileg, en samt skal haldið áfram.
Hallgrímur Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 09:34
Það er nú ekki mjög mikið um að vera á bryggjunum hér í Þorlákshöfn heldur, þrátt fyrir að það sé að verða komin hávertíð. 2 eða 3 bátar, hálfmannaðir, að eltast við ufsaskökla....andskotans hryllingur.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.