23.8.2007 | 18:40
Hörku þorskgegnd við Grænland.
Togarinn Kiel kom á dögunum til Hafnarfjarðar með fullfermi af þorski. Hluti aflans, 700 tonn af stórþorski, veiddist á aðeins 10 dögum. Sjómenn töldu að mikið hefði verið um Grænlandsþorsk hér heima á sl. vertíð. Þetta á ekki að koma á óvart, því Færeyingar veiddu mjög vel við Grænland í fyrra og mikið hefur verið um þorsk við landið undanfarin ár. Smábátar á grunnslóð hafa verið að landa í frystitogara sem notaðir hafa verið sem fljótandi frystihús.
Einhvern veginn virðist þetta hafa farið fram hjá ríkisreknum vísindamönnum, en þeir keyptu í fyrra flök af Færeyingum til DNA greiningar. Ekkert hefur frést af niðurstöðum enda ku búið að leggja þá deild niður á Skúlagötunni.
Ég skrifaði skýrslu um horfur í þorskveiðum við Grænland árið 2001. Skýrslan er á norsku. Ráðlagði ég Grænlendingum að vera klárir í að verka saltfisk 2005-2006, þá yrði orðið mikið af stórþorski á miðunum. Það sem ég sagði þá virðist hafa gengið eftir. - Tilviljun?
Einhvern veginn virðist þetta hafa farið fram hjá ríkisreknum vísindamönnum, en þeir keyptu í fyrra flök af Færeyingum til DNA greiningar. Ekkert hefur frést af niðurstöðum enda ku búið að leggja þá deild niður á Skúlagötunni.
Ég skrifaði skýrslu um horfur í þorskveiðum við Grænland árið 2001. Skýrslan er á norsku. Ráðlagði ég Grænlendingum að vera klárir í að verka saltfisk 2005-2006, þá yrði orðið mikið af stórþorski á miðunum. Það sem ég sagði þá virðist hafa gengið eftir. - Tilviljun?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Athugasemdir
Ef að það væri gagnrýnin blaðamennska í landinu sem fjallaði um sjávarútvegsmál þá væri þessi skýrsla stórfrétt.
Sigurjón Þórðarson, 26.8.2007 kl. 11:52
Sem er ekki því ekki. Ef eitthvert vit væri í fjölmiðlum á Íslandi væru margir ráðherrar búnir að segja af sér og stjórn og yfirmenn Hafró væru í fangelsi fyrir falsanir og gróf afglöp í starfi sem opinberir starfsmenn sem kostar þjóðarbúið ómælt magn fjármunna.
Hallgrímur Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.