17.6.2007 | 19:49
Hálfa leið í höfn?
Geir hældi kvótakerfinu í dag, en Sturla sagði það misheppnað og þyrfti að stokka það upp, því áform um að byggja upp fiskstofna hefði mistekist "ef marka mætti niðurstöðu Hafró".
Þá er hann kominn hálfa leið: Kerfið sem notað er til að "byggja upp fiskstofna" er ónýtt. En hvað með aðferðina við að "byggja upp fiskstofna", friðunina? Þarf ekki líka að endurskoða hana? - Aftengja Hafró ráðgjöfinni og láta þá um það sem þeir geta, - safna gögnum. Ekki kunna þeir að túlka þau, svo mikið er víst.
Niðurstaða Hafró er að fiskstofnar séu í lélegu ástandi, vöxtur í sögulegu lágmarki, lítið um gamlan fisk og nýliðun léleg. Aðferðin til að laga það er að FRIÐA meira, svo fiskurinn fái að vaxa! Er það nú ekki fullreynt?
Aðspurður í hádegisviðtali á Stöð 2 kvaðst forstjórinn ekki þekkja dæmi um að tekist hefði að byggja upp þorskstofn með friðun. Ekki þekkti hann til þorsksins í Barentshafi, sem er í góðu standi eftir að veitt hefur verið umfram (hækkandi) ráðgjöf í mörg ár! Hann sagðist hins vegar hafa fylgst vel með ástandinu í Færeyjum ! Því skyldi hann hafa sagt það?
Þá er hann kominn hálfa leið: Kerfið sem notað er til að "byggja upp fiskstofna" er ónýtt. En hvað með aðferðina við að "byggja upp fiskstofna", friðunina? Þarf ekki líka að endurskoða hana? - Aftengja Hafró ráðgjöfinni og láta þá um það sem þeir geta, - safna gögnum. Ekki kunna þeir að túlka þau, svo mikið er víst.
Niðurstaða Hafró er að fiskstofnar séu í lélegu ástandi, vöxtur í sögulegu lágmarki, lítið um gamlan fisk og nýliðun léleg. Aðferðin til að laga það er að FRIÐA meira, svo fiskurinn fái að vaxa! Er það nú ekki fullreynt?
Aðspurður í hádegisviðtali á Stöð 2 kvaðst forstjórinn ekki þekkja dæmi um að tekist hefði að byggja upp þorskstofn með friðun. Ekki þekkti hann til þorsksins í Barentshafi, sem er í góðu standi eftir að veitt hefur verið umfram (hækkandi) ráðgjöf í mörg ár! Hann sagðist hins vegar hafa fylgst vel með ástandinu í Færeyjum ! Því skyldi hann hafa sagt það?
![]() |
Sturla: Kvótakerfið hefur mistekist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Athugasemdir
Þetta fer að verða spennandi.En er það misminni hjá mér að Canadamenn hafi eitthvað lent í vandræðum með sínar rannsóknir fyrir nokkrum árum vegna gamals og úrelts skips og úreltra veiðarfæra.
Ólafur Ragnarsson, 17.6.2007 kl. 21:18
Jón við þurfum að gera aðeins meira en bara að láta Hafró um gagnasöfnun,því að þar eru þeir algjörlega úti að drulla og er nóg að nefna togararallið sem er algjört aðhlátursefni margra skipstjóra.Og það eitt að mann andskotinn komist upp með að viðurkenna að friðun dugi ekki til að byggja upp þorskstofn er einstakt.Samt jarmar Hafró um að friða verði meira og meira þannig náist árangur.Og að sjálfsögðu dansa handónýtir limir stjórnvala og Líú með.Hvar endar þessi andskotans vitleysa?Maðurinn er greinilega algjörlega óhæfur til sinn verka.Skipta þarf um mann í brúnni þarna,og ástæðan fyrir því að Færeyjar eru honum svona hugleikin er einföld.Honum er persónulega illa við þig vegna þess að sannleikurinn er honum svo svakalega sár.Hann treystir greinilega á að alþjóðahafrannsóknastofnunin nái sinni þvælu í gegn í Færeyjum,það er banna þorskveiðar og skera niður daga.Og segja síðan að hann þekki ekki til í Barentshafi er hræsni auðvita veit hann allt um það og hvernig ráðgjöfum varðandi þorskveiðar hafa verið hundsaðar svo árum ef ekki áratugum
skiptir.
Hallgrímur Guðmundsson, 17.6.2007 kl. 21:59
[Nú hrygna flestir okkar nytjafiskar (þorskfiskar, flatfiskar) ekki á botni heldur uppi í sjó. Takk fyrir að leiðrétta mig en þetta breytir engu ....]
Þór Fjalar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.