18.4.2025 | 18:44
Misheppnuð fiskveiðistjórn: Írska hafið, V-Skotland og Rockall
Misheppnuð fiskveiðistjórn: Írska hafið, V-Skotland og Rockall Ég held áfram að segja frá "árangri" fiskveiðistjórnar á þessum svæðum. Árangrinum má líkja við hryðjuverk, því eftir að farið var að stjórna veiðum þá hrundi veiðin niður í ekki neitt. Vísindamönnunum sem stjórna finnst ekkert óeðlilegt við þetta, kenna um ofveiði þó flotinn sé nánast horfinn og verða sífellt harðari í í friðunartillögum sínum. Hvers vegna er enginn sem stöðvar þá, reynslan sýnir að þetta er klára della.
Ég fór í rannsóknartúr á togara í Írska hafi árið 2003 Sparkling Sea og kynnti skýrsluna á ráðstefnu sem við héldum í framhaldinu reynslunni ríkari eftir að skoska skýrslan fór í tætarann fyrr á árinu.
Einhvern veginn fékk Hafró veður af þessari ráðstefnu en þeim var ekki boðið. En sjómannafélögin fengu viðvaranir frá Hafró í Dublin eða Belfast um að mæta ekki því þarna væru einhverjur vitleysingar á ferð sem hefðu ekkert vit á fiski. Einn sérfræðingur heimsótti okkur frá Dublín og sagðist ekki láta bjóða sér svona vitleysu og gaf hann álit sinnar stofnunar og var það hið besta mál. En svona vinna þeir og var þetta ekki í fyrsta sinn sem ég fékk svona trakteringar.
Það er ekkert skrítið að fiskverð sé í hæstu hæðum þegar svona er komið. Vísindin hafa hindrað veiðar og útgerð heimamanna svo hastarlega að það eru varla til skip ef svo færi að unnt væri að taka upp eðlilegar veiðar eins og þær voru áður en tölvu "fiskifræðingar" urðu guðir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning