14.4.2025 | 21:32
Framhald fiskveiðióstjórnar - "Ofveiðin" í Norðursjó
Ég fór til Skotlands snemma árs 2003 til þess að skoða ofveiðina og smáfiskinn. Hafði frétt að þeir væri að skófla upp smáfiski, ungviði, sem væri ljótt.
Fyrsti viðkomustaður var Aberdeen þar sem fiskmarkaðurinn var heimsóttur. Þar var smáýsa í kössum sem var raðað um allt gólf. Ég tók eftir að við enda raðanna voru kassar með hrognum. Ég varð hissa þegar ég uppgötvaði að þetta voru hrogn úr smáýsunni, ýsu í síldarstærð og kynþroska.
Síðar, eftir að hafa farið í rannsóknarleiðangur með snurvoðarbát, Fruitful Harvest komst ég að því að þessi ýsa var 4 ára gömul. Skrifaði skýrslu þar sem ég sagði að Norðursjórinn væri vanveiddur, hún var send til ICES en hefur sennilega farið beint í tætarann því hún passaði ekki. Skýrslan
Nokkuð var gert úr þessu í fjölmiðlum á þessum tíma. Enn er allt við sama, enn er ofveiði þó sjómenn séu í vandræðum með að forðast þorskinn. Þorskaflinn nú er aðeins um 5% af því sem hann var áður en farið var að stjórna veiðunum með kvótum skv. vísindalegri ráðgjöf.
Hér er þorskafli úr Norðursjó frá 1963
Næst förum við til Írlands, en þar fór ég í leiðangur með togara 2003.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Skýrslur og samantektir af þessu tagi eru mikilvægar.
En hvað vitum við um [of]veiði stóru Kínversku flotanna víða um heim?
Guðjón E. Hreinberg, 15.4.2025 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning