12.4.2025 | 15:53
Drögum úr veiði og veiðum meira seinna!
Hafró hefur mistekist herfilega að auka aflann sem átti að verða, yrði farið að þeirra tillögum fyrir 40 árum, og erum við nú tæplga hálfdrættingar, aflinn er um 200 þús. tonn í stað þeirra 500 þús. sem lofað var.
Sú saga skal ekki rakin frekar en fróðlegt er að skoða hverju samsvarandi stefna hefur skilað í löndunum í kring um okkur. Árangurinn er vægast sagt ömurlegur.
Byrjum á Eystrasalti
Þar var 250-300 þús tonna veiði á tímabili stjórnleysis en hefur minnkað mjög og nú hefur verið lokað fyrir alla þorskveiði í 4 ár vegna bágs ástands þorskstofnsins og sagt er að þaðsé vegna ofveiði. Árið 2009 þegar Pólverjar voru að ganga í Evrópusambandið var mér boðið þangað á ráðstefnu til að segja frá reynslu Íslendinga af kvótakerfinu. Til stóð að fækka skipum til að draga úr sókn og stækka möskva til að hlífa smáfiski, Þá spurði ég hvernig vöxtur fiskanna væri því ekki mætti minnka sókn nema fiskur yxi vel. Fékk ég það svar að þeir vissu það ekki, gætu ekki aldursgreint hann út frá kvörnum.
Leysti ég það mál með því að fá sent hreistur af þorski og reyndist það auðvelt að aldursgreina það. Sá að fiskurirnn var hægvaxta með vaxtarstöðnun við um 50 cm. Varaði ég þá sterklega við að draga úr sókn, þá gæti illa farið. Á það var ekki hlustað og endaði með lokun fyrir 4 árum.
Enn halda menn þar eystra að þetta hafi verið ofveiði sem drap þorskinn. Nýjustu fréttir eru að þeir séu farnir að ala þorsk í eldisstöðvum til að sleppa hinum út á gaddinn.
Skýrslur mínar og nánari lýsingar má finna hér:
https://fiski.com/eystrasalt.html
Næst verður haldið í Norðursjó, þar sem ástandið er litlu betra
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mætti halda að nútíma fiskveiði stjórnun sé hönnuð í nefndum.
Guðjón E. Hreinberg, 12.4.2025 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning