Hafró súrsar loðnu í volgum sjó - Ný afurð?

LoðnusúrNú held ég að safnaður loftslagskirkjunnar sé að ganga fram af sér. Hafró, sem þarf að fá styrk til að geta haft eftirlit með fiskeldi, er að reisa tilraunastöð í Grindavík þar sem ætlunin er að súrsa loðnu í hlýjum sjó!

Þeir hjá Hafró eru hræddir um að loðnan þoli ekki hlýjan og súran sjó, segjast ekki þekkja áhrif súrnunar á fiska en segja að ef loðnan þolir ekki súrnun þá sé þorskstofninn í bráðri hættu því þorskur ku éta loðnu. Fyrst er að því að hyggja að sjór hefur farið kólnandi við Íslandsstrendur og reyndar í öllu NA- Atlantshafi, Norðmenn kvarta yfir því að laxinn vaxi hægar í kvíunum vegna kólnunar sjávar. 

Þá er það sýrustigið

PH skali ísl

Sjórinn er alls ekki súr, langt frá því, hann er basiskur, Sýrustigið, PH, er um 8, en pH 7 er hlutlaus og súrt þegar talan verður lægri. Verstu spár segja að PH sjávar muni lækka í 7.7 árið 2100. Það er enn bullandi basiskt en ekki súrt. Kann enginn orðið að lesa?

Ferskvatn er talsvert viðkvæmara fyrir breytingum vegna þess að það er miklu snauðara en sjórinn af söltum, sem virka sem buffer (stuðpúði). Sýrustig í vatni stjórnast af plöntuframleiðslunni sem bindur CO2. Þannig er sýrustig í Vatnsendavatni um 7.6 að vetrinum en hækkar í 10.0 í ágúst þegar plöntuframleiðsla er á fullu. Sama er í sjó, þörungaframleiðslan stjórnar sýrustiginu. Ég held menn geti alveg verið rólegir. Hér má hvar PH sjávar er á skalanum

Sýrustig-2

Sýrustig í Vatnsendavatni(St.1)

á Engjunum (St.2)

í Vatnsvatni (St.3)

í Bugðu (INN) og í Útfalli (ÚT)

31.júlí 2002 til 17.september 2003.

 

Kanna á áhrif fallandi sýrustigs á loðnu, en menn virðast hræddir um að hún drepist og þar með komist þorskurinn í fæðuþurrð - Ný ógnun. Þeir Hafrómenn virðast ekki hafa kynnt sér eldri ítarlegar rannsóknir á áhrifum súrnunar á lagardýr. Ég vann við rannsóknir á 40 vötnum á hálendi Noregs 1969 og 70. Það var á tímum súrrar rigningar sem stafaði af kolabrennslu í Evrópu en hún leiddi til myndunar brennisteisnssýru sem svo féll sem súrt regn í Skandinavíu, prófritgerð mín fjallaði um þessar rannsóknir en þær voru undanfari virkjunar á svæðinu, Ulla-Förre. Í vötnunum þarna féll sýrustig niður í Ph 5-6 og olli sums staðar fiskidauða. Ekki var ég var við aðrar breytingar, svif- og botndýralíf var með eðlilegum hætti en í nokkrum vötnum hafði fiski fækkað eða hann horfið. Þegar farið var að rannsaka hvað það var sem olli fiskidauðanum í ám og vötnum kom í ljós að það var ekki sýrustigið sem slíkt, sem drap fiskinn heldur það að við lágt sýrustig féll út ál á tálkn fisksins svo hann kafnaði. Þeim sem nú vilja rannsaka áhrif "súrnunar" á loðnu virðist ekki kunnugt um þessar eða aðrar rannsóknir, sem þegar hafi verið gerðar, makalaust að þeir skuli ekki fylgjast betur með; enn ein tilraunin til þess að finna upp hjólið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Skyldulesning - bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 20.2.2023 kl. 01:21

2 identicon

á hálendi Noregs 1969 og 1970, var það ekki?

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 20.2.2023 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband