29.5.2017 | 13:23
Færeyski fiskiskipaflotinn siglir til Hafnar. Hundruð sjómanna mótmæla framan við þinghúsið
Hvað er nú í gangi? Ég spurði sundfélagana í morgun hvers vegna þetta væri, hvort þeir hefðu heyrt eitthvað um þetta. Enginn vissi neitt, engar fréttir hafa komið um þetta í fjölmiðlum hér.
Ástæða þess að siglt er í land er sú að þeir eru að mótmæla tillögu að nýjum fiskveiðstjórnarlögum, sem kemur til fyrstu umræðu Lögþingsins í dag.
Tillagan felur í sér að taka upp kvótakerfi í öllum veiðum, leggja þar með af dagakerfið, sem allir hafa verið ánægðir með og hefja uppboð á aflakvótum. Færeysku miðlarnir hafa verið fullir af fréttum um þessi mál í langan tíma þar sem m.a. er sagt frá því að gervöll fiskvinnslan frá veiðum til vinslu, sjómönnum til verkafólks er mjög á móti þessum breytingum.
Algjör þöggun ríkir um þetta í íslenskum fjölmiðlum. Það getur ekki verið tilviljun. Það ættu að þykja fréttir í nágrannaríkinu Íslandi að nær öll færeyska þjóðin mótmælir því fiskveiðikerfi, sem íslenskir ráðamenn hæla sem mest. Hverjir stjórna fjölmiðlum?
Nánari upplýsingar má m.a. finna hér
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Kannski hefur Morgunblaðið ekki frétt þetta?
Árni Gunnarsson, 30.5.2017 kl. 13:08
Fjölmiðlarnir á Íslandi eru á einni og sömu hendinni. Það er búið að heilaþvo almenning með stanslausum áróðri um besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi og nú snýst þetta bara um veiðigjöldin segja ráðamenn
Níels A. Ársælsson., 2.6.2017 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.