6.3.2014 | 21:19
"Vísindaleiðangur" Íslendinga í makrílveiðum
Makrílviðræðum strandríkja var slitið í gær eftir mikið þref og marga árangurslaus fundi þar á undan.
Ráðherra íslands hefur kennt óbilgengni Norðmanna um samningaslitin, þeir hafi vilja veiða langt umfram ráðgjöf ICES, en Íslendingar hafi vilja sýna ábyrgð og fara eftir vísindalegum ráðleggingum. Hann hefur samt látið margt ósagt um hvað olli viðræðuslitum annað en að Norðmenn séu ljótu karlarnir.
"Við Íslendingar viljum sýna að við séum ábyrg fiskveiðiþjóð og viljum ekki veiða meira en ICES leggur til" segir ráðherrann Sigurður Ingi:- Vi er fortsatt villige til å forhandle frem en løsning basert på vitenskapelig forskning og rådgivning. Her på Island er vi stolte av vårt omdømme som en ansvarlig fiskerinasjon , og vi er ikke villig til å sette det på spill, sier Johannsson.
Rétt er að skjóta því hér inn að sú ráðgjöf er ekki vísindalegri en svo að tillagan byggir á meðalveiði síðustu þriggja ára, þó svo að menn telji makrílstofninn miklu stærri en áður var álitið auk þess sem hann sé enn í miklum vexti. Norðmenn telja að veiða þurfi miklu mera vegna þess að makríllinn sé að éta og aféta aðra fiskistofna.
Fróðlegt er að kíkja í færeyska og norska fréttamiðla til að fá fleiri sjónarhorn á makríldeilunni."Við vorum ánægðir með samninginn sem lá borðinu, við vorum ekki vandamálið og eiginlega vorum við í stöðu sáttasemjara", sagði sjávarútvegsráðherra Færeyinga, Jacob Vestergaard. Meðal þess sem greindi á voru veiðar Íslendinga í landhelgi Grænlands auk kröfu ESB um að fá 50% af grænlenska kvótanum. Samningsslit þýða að hvert land úthlutar eigin kvóta og við munum sennilega hafa hann um 23% af ráðgjöfinni. Við höfum verið á því róli gagnvart hinum þjóðunum undanfarin ár og munum halda okkur þar sagði Jacob.
Haft var eftir Auðun Maarok í norsku samninganefndinni að ástæðan fyrir því að samningar tókust ekki um makrílinn hafi verið sú að Íslendingar og Evrópusambandið vildu ekki gefa frá sér að veiða úr þeim kvótum sem Grænlendingar hafa sett sér. Hann segir að það sé fáheyrt að Íslendingar og ESB vilji veiða makríl bæði innan og utan eigin landhelgi.
"Þeir grafa undan samningum strandríkjanna með því að að viðurkenna kvótaúthlutun Grænlendinga. Fyrst lofar ESB Íslendingum kvótahlutdeild, svo Færeyingum og að lokum Grænlendingum. Þetta gera þeir án þess að hafa nefnt þetta áður við okkur" sagði Audun.
Norski sjávarútvegsráðherrann, Elisabet Aspager, segir að það gangi ekki að bæði ESB og Ísland vilji fá að veiða kvóta sína bæði innan eigin landhelgi og utan hennar. Noregur sætti sig ekki við að ESB og Ísland fái sína kvóta og geri einnig samning við Grænlendinga, sem ekki eru þátttakendur í viðræðunum.
Færeyingar eru eina þjóðin sem ekki fær skömm í hattinn að loknum þessum viðræðum.
Slitnaði upp úr makrílviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Thad vaeri gaman ad fa ad sja nidurstödur ur "öllum" makrilleidöngrum Hafro, svo sja megi hvada magn se a ferdinni af makril. Sennilega liggja ekki mikil gögn til hlidsjonar, thegar sjavarutvegsradherra belgir sig ut a erlendri grundu, ber ser a brjost og maerir sjalfan sig og islendinga fyrir ad stunda "abyrgar fiskveidar". Thetta sjonarspil er litid annad en lelegur farsi, svo ekki se meira sagt.
Halldór Egill Guðnason, 7.3.2014 kl. 12:40
Allavega samkvæmt því sem kemur fram í fjölmiðlum þá virkar þetta mestanpart sem farsi. En td. varðandi síðast fund umræddra aðila, að þá var þetta enginn smá fundur. Samkvæmt færeysjum fjölmiðlum voru um 100 manns sem tóku þátt í samningaviðræðunum. Það er engu líkara að ekki sé aðeins spurningin um makríl heldur komi alltaf fleiri stofnar eða atriði inní.
Að öðru leiti er auðvitað afstaða Norðmanna mjög skiljanleg. Það er sérkennilegt ef Ísland og ESB ætla að kannski að fara að veiða tugþúsunda- og hundruða þúsunda tonna í grænlenskum sjó fyrir utan samkomulag strandlanda. Meikar engan sens. Þá vilja nojarar auðvitað líka að fá að veiða meira. O.s.frv.
Þetta verður bara leyst eins og með deilistofna oft áður. Ofveiði alveg fyrirsjánleg og þá hverfur makríllinn að mestu úr íslenskum sjó.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2014 kl. 15:26
Þð sem kemur fram í fjölmiðlum er misvísandi og ræðst af því hver af samningsaðilum tjáir sig. Það hlýtur að vera til heilstæð úttekt á viðræðunum,því vita skulu menn að eftir þref og marga árangurslausa fundi,hafa tillögur gengið manna í millum,greinilega án þess að fá undirtektir. Fyrr er ekki hægt að leggja mat á þessa útkomu,þótt Auðun Maarok viðri úutkomuna.
Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2014 kl. 17:01
Þetta er flókin þjóðréttarleg staða. Færeyjar og Grænland eru heimastjórnarríki sem lúta bæði forræði Danmerkur sem er síðan aðildarríki í Evrópusambandinu og hefur sem slíkt ekkert forræði í þessari milliríkjadeilu! Er nema von að Norsararnir séu fúlir.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2014 kl. 22:05
Merkilegur þessi fiskveiðisamningur ESB og Grænlands. Þeir hafa rétt til veiða - gegn greiðslu. Og þetta nær aftur til 1985. Og nei, þetta er ekkert ,,yfirgangur ESB" heldur samningar og prótókólar sem Grænlendingar virðast hafa fulla stjórn á. (eða danir semja fyrir þá eða með þeim sennilega.)
Varðandi makrílinn, að þá sögðu færeysku fjölmiðlarnir að ef Grænland setti sér td. 100.000 tonna kvóta - þá ætti ESB rétt á helmingnum samkvæmt samningum. Hvort og hvernig þeir borga fyrir þetta skal eg ekkert fullyrða um.
En maður spyr sig hvort Ísland eða LÍÚ sé þá líka að borga fyrir veiðiheimildir á makríl á Grænlandi.
Það hlýtur eiginlega að vera. Vegna þess að aflanum er ekkert endilega landað þar. Grænlendingar fara nú varla að leyfa einhverjum útí bæ að veiða frítt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2014 kl. 22:59
Ok. þetta með að ESB eigi rétt á helming makrílkvóta er Grænland setur sér er borið alfarið til baka af grænlenskum yfirvöldum. Miklu meiri fréttir um þetta í færeyjum. En samkv. þessu þá er þetta allt öðruvísi en sagt var.
,,Sambært norska blaðnum Fiskaren, so hevur Grønland lovað ES helvtina av grønlendsku makrelkvotuni í ár. Aftur fyri fær Grønland fíggjarligan stuðul.
Grønlendska landsstýrið vísir nú hesum tíðindum aftur. Emmanuel Rosing, skrivstovustjóri í fiskimálaráðnum sigur við grønlendska kringvarpið, KNR, at Grønland hevur havt ein sáttmála við ES, síðan Grønland tók seg úr Evropasamveldinum.
Grønland fær nakrar hundrað milliónur krónur í stuðli, og afturfyri sleppur ES at fiska í grønlendskum sjógvi. Í ár fær ES tillutað 700 tons av makreli, sum er nógv minni enn helvtin av grønlendsku makrelkvotuni.
Grønland hevur í ár ásett sær sjálvum eina royndarkvotu á 100.000 tons av makreli."
http://aktuelt.fo/eingin+loynilig+makrelavtala+millum+gronland+og+es.html#.UxpWLfl_uIg
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2014 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.