5.4.2013 | 17:36
Verður þorskkvótinn aukinn þegar vísitalan lækkar?
Útgerðarmenn vonast til að þorskkvótinn verði aukinn. Hvernig má það vera? Þó vísitalan sé há þá hefur hún lækkað frá í fyrra. Eigi menn að vera samkvæmir sjálfum sér ætti hún að lækka. Hafró segir í skýringum að:
"Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár því meira fékkst en áður af þorski lengri en 90 cm (5. mynd). Minna fékkst af þorski á bilinu 50-80 cm en árið 2012 en það ár var mæliskekkja í þeim stærðarflokkum mjög há þar sem verulegur hluti fékkst í einu tveggja mílna togi fyrir austan land sem gaf rúm 20 tonn..."Þetta tal Hafró um mæliskekkju staðfestir það sem ég sagði í bloggi í fyrra, að Hafró væri að toga vísitöluna upp.
Athygli vekur að meira veiðist af mjög stórum þorski vegur þungt í að hífa upp vísitöluna, en þessi (vertíðar) fiskur er orðinn elliheimilismatur og á ekki langt eftir þó lítið sé veitt af honum enda vertíðir nær lagstar af.
Þegar lengdardreifingin er skoðuð nánar sést að minnkað hefur í öllum öðrum lengdarflokkum nema 20 cm fiski (2 ára).
Afföll í smæsta fiskinum virðast mikil: Þannig var fjöldi eins árs fiska í fyrra þrefalt meðaltal 1985-2012 en þegar hann er ári eldri, 2 ára nú er fjöldinn einungis 25% yfir meðaltali.
Ég held að það sé tálvon að Hafró auki kvótann, þeir segjast verða að sýna ábyrga stefnu og fara eftir aflareglu: 20% af (vitlaust) mældum stofni og ekkert múður.Að þessu sögðu tek ég fram að mín skoðun er sú að allt of lítið sé veitt af þorski. Nú eru öll mið logandi af þorski, hrygningarslóðin full af stórþorski, vertíðarflotinn farinn. Ofan á bætist að nú er í gildi hrygningarstopp um allt land.
Hafró vill einungis láta veiða 20% af stofninum eins og þeir meta hann, en á árum áður þegar við nýttum miðin á eðlilegan hátt voru árum saman tekin 35-40% úr stofninum skv. þeirra tölum.
Miðað við reynslu þegar allt gekk vel, ættum við því að setja þorskkvótann í 500 þús tonn. En því miður eru litlar líkur á að það verði gert, þó hér sé atvinnuleysi og gjaldeyrisskortur.
Þjóðin getur ekki lengur nýtt auðlind sína af ástæðum, sem helst ekki má tala um.
Kvótinn verði aukinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill spennandi að sjá hvað þeir gera núna. Mér sýnist eina vonin að þeir auki við kvótann loksins sé að búið er að fletta rækilega ofan af skollaleiknum með úthlutanir og verð á kvótanum. Nú er verið að hamast við að borga niður lán útgerðarinnar til að lægja öldurnar og reyna að fá þjóðina til að skrifa upp á 20 eða 30 ára nýtingarsamninga svo króarnir þurfi ekki að vinna.
Ólafur Örn Jónsson, 6.4.2013 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.