14.12.2012 | 11:43
Kafnaði síldin í Kolgrafarfirði?
"Vísindamenn" segjast ekki hafa skýringar á ástæðum þess að síld gengur á land og drepst í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi.
Menn eru ekki enn farnir að sjá það sem liggur á botni fjarðarins, en síldin er líklega að drepast úr súrefnisskorti. Hún er að kafna. Þarna var megnið af stofninum saman komið. Fjörðurinn er þröngur, nánast lokaður við brúna, lítil endurnýjun vatns og engin súrefnisframleiðsla frá plöntusvifi um miðjan vetur. Síldin hefur því að öllum líkindum klárað súrefnið og drepist. Svipaður síldardauði varð í Noregi snemma á síðustu öld eins og lesa má hér að neðan:
Í Eidfirði í Vesterålen sýndist mönnum, sem óveður væri í mynni fjarðarins. Þarna var á ferðinni síld, sem sullaðist inn fjörðinn og fljótlega sauð fjörðurinn af síld. Magnið var gífurlegt og menn komu með landnætur til að króa af síldina. Stóð þar nót við nót inn allan fjörð með tugum þúsunda tonna af síld.
Allir drifu síg í að veiða og salta. Söltunarplön voru settar upp, skip komu með salt og tunnur, fóru út fulllestuð og önnur komu í staðinn. Skipaumferðin var gífurleg og vinnslan á fullu. - En svo gerðist það.
Síldin drapst úr súrefnisskorti og steinsökk til botns. Hún lagðist í þykk lög á botninn og fljótlega fór að gerja í massanum. Gasmyndun varð í rotnandi síldinni og hún lyfti sér eins og brauðdeig sem hefast.
Loks sprengdi gasið upp síldarkekkina, rotnandi síldin flaut upp eins og grautur og hana rak í stórum flekum um fjörðinn. Vindur og alda skoluðu þessu á land og allar fjörur þöktust af úldinni drullu, sem bændurnir sóttu og notuðu sem áburð í mörg ár.
En úti á firðinum ríkti kyrrð. Grúturinn úr rotnandi síldinni lá á firðinum eins og olía svo þar hreyfði ekki öldu, jafnvel vetrarstormar náðu ekki að vinna á brákinni. Fjörðurinn var lygn í mörg ár.
Smám saman varð fitan að vaxi sem rak á fjörur í stórum klumpum. Fólk safnaði þeim saman, steypti úr þeim kerti eða seldu vaxið í sápuverksmiðjur. - Fullnýting?
Síldin syndir upp í fjöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Magnað
Friðrik (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 14:54
Takk fyrir þessa fræðslu Jón. Þú ert alvöru-fiskifræðingur, enda ekki keyptur og heilaþveginn af spilltum og sýktum valdagræðgi-sjúkum embættiselítu-kóngum.
Er ekki rétt að ýta öllum sjóheldum skektum úr vör, og veiða það sem ekki er þegar dautt? Er ekki hæpið að svona góð nýting eins og í Eidfjord í gamla daga, fái að verða að veruleika í Breiðafirði, á útgerðar-svindlararænda Íslandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2012 kl. 18:14
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 23:28
Hér kemur linkurinn hér fyrir neðan sem kom ekki með myndinni hér ofar.
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?p=607126
Ég var að láta mig detta það í hug að Háhyrningar ætti sök á þessu þeir eru svo sniðugir að veiða sér til matar króa t.d. síldina af og þegar það gerist í þröngum firði fjarar þá undan síldinni meðan spendýrin bíða eftir síldinni í gryningunum?
Ég hef einu sinni séð háhyrninga ráðast á búrhval það var í Reykjanesröstinni kringum 1982. Það var ótrúlegt að sjá hversu þeir eru klárir að drepa hann og samvinnan var 100%
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 23:38
Getur verið að þegar síld leitar í kaldan rólegan sjó, þar sem leysingavatn rennur til, í þeim tilgangi að leggjast í dvala á meðan beðið er eftir að æti verði til annarstaðar, að þá sé henni truflun hættuleg. Síld er eldri mannkyni, háhyrningum og vélum.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.12.2012 kl. 01:01
Þetta er góð frásögn Jón. Sýnir okkur hvernig náttúran hegðar sér - ekki eftir "uppskrift" enda ekki auðvelt að halda hlýðninámskeið neðansjávar
Kristinn Pétursson, 15.12.2012 kl. 02:30
Vegagerðin þarf kannski að endurskoða það að þrengja svona að heilu fjörðunum með þverun fjarða þar sem allt of litlar brýr hleypa sjónum í gegn með margvíslegum áhrifum, samanber þetta atvik.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.12.2012 kl. 12:04
Emil, væri ekki skárra að láta veiða meira - þar sem atvikin eru alltaf að gerast - vegna of stórs stofns.
Svo mátti ekki einu sinni veiða sýktu síldina! Ekki einu sinni síldina inn í Vestmannaeyjahöfn um árið - fyrr en eftir langa mæðu.
Allt ber þetta að sama brunni. Stofnun með einokunarvald allan hringinn, rannsókn ráðgjöf, uppaákoma, rannsókn á eigin ágægi o.s. frv.
Það verður að fjarlgæja veiðirágjöfina frá stofnuninni - og koma því sviði í samkeppnisrekstur hjá einkafyrirtækjum í ráðgjöf.
Nú er t.d. verið að rannsaka erfðaþátt og DNA greina makríl. Þá tekur það marga mánuði og útvaldi aðilar fengnir til að skrifa háa reikninga... af hverju var þetta ekki bara boðið út? Mátti t.d. Íslensk erfðagreining ekki gera tilboð. Þeir eru mestu sérfræðingar í heimi í arfgengum rannsóknum byggðum á DNA?
Samkeppnissvið um betri veiðirágjöf - er það sem koma skal. Prófum alla vega að efna til hugmyndasamkeppni um hvernig slíkt fyrirkomulag gæti verið og veitum há verðlaun fyrir bestu hugmyndina um hverni þessi einokun verði brotin upp.
Einokun er ávísun á stöðnun og hnignun. Alvöru vísindi þrífast aldrei í einukunarumhverfi.
Ef spænski rannsóknarrétturinn hefði fengið varanlega alþjóðlega einokun á því að jörðin væri flöt - væri hún þá ekki ennþá flöt? Öll örnur gögn hefðu verið brennd jafn óðum - ef einokunin hefði ríkt.
Brjótum einokunina á bak aftur og aukum veiði úr öllum nytjastofnum og hættum að svelta fiskistofna til hlýðni við vitlaust Excelforrit
Kristinn Pétursson, 15.12.2012 kl. 14:37
Hmmmmmmmm
Her er frett fra visir.is
Baldvin Nielsen
Hvalur strandar "vitlausu megin“ við veg
Á þessum tiltekna stað liggur mjótt rör undir veginn þar sem vatnslítil á seytlar í gegn og út í sjó. Hvalurinn virðist hafa synt upp ána á flóði, upp að rörinu og þröngvað sér þar í gegn. Þar hefur hann svo strandað þar sem hann hefur ekki ratað aftur í gegn.
„Þetta var frekar lítið rör, bara rétt nógu stórt fyrir hann til að troðast í gegn," segir Björg Björgvinsdóttir, 15 ára stúlka frá Grundarfirði, sem ók fram á hvalinn ásamt föður sínum. „En þetta er eina leiðin sem hann hefur mögulega getað farið, nema hann hafi stokkið eins og í Free Willy yfir veginn."
Feðginin sáu hvalinn í dag og þykjast nokkuð viss um að um háhyrning sé að ræða, en af myndunum að dæma er það langlíklegast. Þau vita ekki hve langt er síðan hvalurinn endaði þarna.
„Nei, við héldum okkur bara í góðri fjarlægð til öryggis," segir Björg.
B.N. (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.