16.8.2012 | 20:12
Grænlendingar og makríllinn. - LÍÚ stjórnar utanríkismálunum!
Ég hélt í minni einfeldni að það væri styrkur fyrir okkur Íslendinga að makríllinn væri kominn til Grænlands, fleiri rök fyrir því að makríllinn væri búinn að færa sig hingað austur og væri ekki lengur "hrein eign" ESB og Norðmanna. Ég fékk þetta ekki til að koma heim og saman, hvað var eiginlega að Steingrími? Skýringin birtist í Fréttablaðinu 13. ágúst sl. þar sem sagði:
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ, segir að eftir því sem Grænlendingar afli sér meiri veiðireynslu á makríl verði samningsstaða íslendinga erfiðari þegar kemur að því að semja um makrílveiðar úr sameiginlegum stofni. Afstaðan byggist því eingöngu á að tryggja hagsmuni Íslands.
Þar höfum við það: "Afstaðan byggist því eingöngu á að tryggja hagsmuni Íslands", sagði LÍÚ! Þeir ráða, eða virðast segja Steingrími hvað hann á að gera. Ekki þarf lengur að velkjast í vafa um hver sé handbendi hvers.
Þetta rifjar upp að þegar ég var við rækjurannsóknir á Flæmska hattinum 1995 um borð í Dalborgu EA, fór ég fram á, eftir að hafa rannsakað rækjuna á Hattinum í 4 vikur, að fá sem rannsóknaskip að taka nokkur höl á "Nefinu" á Miklabanka, en það er utan landhelgi Kanada. Tilgangurinn var að kanna hvort samstofna rækja væri í næsta nágrenni. Snorri heitinn Snorrason útgerðarmaður rak erindið við sjávarútvegsráðuneytið en Þorsteinn Pálsson var þá ráðherra. Eftir 10 daga þref fengum við neitun, og ég frétti síðar að eftir skeytasendingar milli kanadísku og íslensku Hafró, hefðu "vísindamennirnir" komist að því að þarna væri engin rækja!Ári síðar var ég þarna og þá birtist færeyskur togari, Háifossur, með leyfi til tilraunaveiða á svæðinu, sem kallað er L3. Er ekki að orðlengja það að hann fann þar mikla rækju og Færeyingar fengu að launum leyfi til rækjuveiða þarna í mörg ár. - Þar misstum við af feitum bita.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón, já þó það væri nú að þú segðir að við hefðum misst af feitum bita þarna. Þessir feitu bitar eru orðnir ansi margir held ég, bitarnir sem við, fólkið höfum misst af út af pólitík sem er ekki pólitík heldur mútur og baktjaldamakk örfárra manna. Fólk talar mikið úti á götunni þessa dagana. Er talað um að fremja valdarán til að vega upp á móti þessum valdaránum sem við höfum þurft að þola í gegnum árin. Að bera út hyskið og setja almennilegt fólk í ráðuneytin og stofnanirnar svo að einhverskonar líðræði komist aftur á hér á landi. Erum við að ætlast til of mikils þar? Nei, alls ekki og margir ef ekki allir á götunni meina að opinberar rasskellingar væru ofarlega á óskalista þeirra og ævilangt vinnubann í opinberum æmbættum og sem stjórnarmenn eða forstjórar í einkageiranum. Bara burt með ruslið! Við sem búum hér erum að breytast í aumingja og skræfur sem ekkert geta og engu þora sem gæti valdið því að við föllum í ónáð hjá einhverjum sem ég veit ekki hvar er. En nú verður að taka sig til og berja niður þaug öfl sem eru á góðri leið með að gera okkur að þrælsþjóð!! Við sem gamlir víkingar og stórmenni verðum að hrista af okkur slenið,grafa upp gömlu vopnir okkar sem bitið hafa frá sér í mörgum orustum bæði hér heima og erlendis. Kljúfum drauginn í herðar niður og hreinsum út pakkið fyrir fullt og allt.
Eyjólfur Jónsson, 16.8.2012 kl. 21:13
Ekkert kemur á óvart og síst hvað Steingrím í velverðarstjórninni varðar. Og takk fyrir að upplýsa um þetta. Það er háborin skömm að fara svona með Grænlendinga. Það á að gera opinbera rannsókn á öllum stjórnarferli Steingríms sem hatar hinn almenna mann sem hann þóttist ætla að vinna fyrir.
Elle_, 16.8.2012 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.