15.1.2012 | 13:55
Aukinn þorskkvóti í vor?
Steingrímur fullyrðir að þorskkvótinn verði aukinn í vor. Annað hvort trúir hann blint á það sem Hafró sagði sl. vor eða hann hefur nýjar upplýsingar. Ekki var farið í stofnrannsókn í haust vegna verkfalls og engar opinberar upplýsingar hafa komið um ástand stofnsins. Ég vona að Steingrími bregði ekki í vor, ef í ljós kemur að stofninn hafi ekki aukist.
Ég skrifaði um þetta í maí í fyrra og sagði þá: "Það eru líkur á lækkun þorskvísitölu vegna þess að hlutfall stærri og eldri fisks er hátt og hann virðist þrífast vel á yngri bræðrum sínum, sem fer fækkandi og eru illa haldnir. Þar sem fiskur hefur ekki eilíft líf, mun stærri fiski fara fækkandi. Enn er beðið eftir nýliðun, sem lætur standa á sér vegna hungurs hjá ungfiski, sem eins og áður sagði, fer aðallega í fóður hjá þeim stærri".
Myndin sýnir hvernig vísitalan rís alltaf í 4 ár en fellur svo. Er komið að því?
20-25 milljarða loðnuvertíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Auka þegar í stað við kvóta á botnfisktegundir með auka kvóta seldum á mörkuðum til kvótalausra. Handfæraveiðar frjálsar. Aðgerðaleysi gegn núverandi EINOKUN í sjávarútvegi skilar okkur engu. Steingrímur veit vilja þjóðarinnar og getur gert það sem hann vill (hetja eða skúrkur). Þetta mál á heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ólafur Örn Jónsson, 15.1.2012 kl. 14:39
Ég er helst á því að greindarvísitala Steingríms J, hafi fallið heilan helling á milli kjörtímabila.
Níels A. Ársælsson., 15.1.2012 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.