Ætlar ESB að nota ónýtu íslensku lausnina við fiskveiðistjórnun?

Eitt af markmiðum með væntanlegum breytingu á fiskveiðistefnu ESB er að stækka fiskistofna þannig að þeir skili hámarks-jafnstöðuafla (á ensku MSY), sem við á íslensku getum skammstafað HJA.
Nýlega var haldinn kynningarfundur til að skýra út í hverju HJA fælist og hvernig ætti að ná markmiðinu.

Jú það var að draga úr veiðum og hvíla miðin þannig að fiskurinn fengi að taka út vöxt áður en hann væri veiddur. Nú væri veiðin allt of mikil, stofnarnir gætu ekki byggt sig upp. Ef unnt væri að stjórna Evrópuveiðinni með HJA yrði aflinn 13 miljónir tonna en væri nú aðeins 6 milljónir tonna. Þyrfti því að tvöfalda stofnana til að ná markmiðinu um hámarks-jafnstöðuafla, HJA. Best væri að gera þetta á sem stystum tíma; helst að hætta veiðum alveg í 3 ár og veita sjómönnum hagstæð lán á meðan. Að þessum tíma liðnum hefðu stofnarnir þrefaldast ....

Þetta hef ég heyrt áður, fyrst 1983 frá Ragnari Árnasyni, sem sagði að stöðvun veiða væri besta fjárfestingin, sem til væri og aftur 2007, þegar Geir Haarde sagði að við værum svo rík þjóð að við hefðum efni á að hætta veiðum meðan verið væri að byggja upp stofnana.

Fyrir þá sem ekki vita það þá hefur hvergi tekist að byggja upp stofna með friðun því það er ekki veiðin sem hefur mest áhrif á stærð fiskstofna, heldur fæðuframboð, samkeppni, afrán og fjölmargir aðrir þættir.

Fiskibankar hafa nefnilega þann eiginleika innistæðan vex og vextirnir hækka þegar tekið er út úr þeim.

Þetta plan ESB er hreint ótrúlegt og ég á erfitt með því að trúa að jafnvel tölvufiskifræðingar séu svona vitlausir. Þeir hljóta að gera þetta gegn betri vitund, - og þó.


Blogg ESBHér er að finna slóð á kynningu þessara ótrúlegu áætlana.

Verð að bæta því við að Össur sagði hróðugur að ESB væri að stefna að kerfi eins og okkar. Í orðunum lá að okkar kvótakerfi væri gott og til eftiröpunar.

Einn þátturinn í því eru skyndilokanir til að vernda smáfisk, svo hann megi stækka. Myndin sýnir eina þá síðustu, Faxaflóinn lokaður upp í fjörur að norðan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er ekki öll vitleysan eins Jón en það er búið að nota ferðir Útflutningsráðs með skipulögðum hætti til að breiða út áróður fyrir Íslenska kerfinu og mönnum bent á "hagræðinguna" af því að stela hagnaði komandi ára frá greininni. Síðan koma "sérfræðingar" sem sýna fólki svart á hvítu að 2 + 2 séu í raun 5.

Varðandi heilsárs lokanir á uppeldisstöðvar verð ég að segja að þær eru nauðsynlegar eins og stærð möskva og smáfiska skiljur á vissum svæðum. Má ég þar benda á heilsárs lokun í Breiðafjarðarál, hryggnum og hólnum út af Breiðafirði og í bælinu og Jóaklakk á fjöllunum. Þessar lokanir hafa allar skilað verulegum árangri sem er sýnilegur þeim sem til þekkja. 

Mín skoðun er sú að fiskveiðar undir eðlilegri sókn geti verið nánast frjálsar ef notuð er sú vitneskja sem fyrir liggur um miðin til að halda þeim í rækt og koma í veg fyrir rányrkju á smá fiski og fiski sé hleypt inn á hrygningarstöðvar. 

Ólafur Örn Jónsson, 29.12.2011 kl. 09:25

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Til að flýta fyrir að koma okkur inn þá taka þeir okkar pakka sem framtíðar lausn en þeir vilja okkur inn. Þeir samþykkja allt sem við leggjum fram en auðvita verða þeir að gera það á þann hátta að þeir eigi leikinn. Þetta er pólítíkin.

Valdimar Samúelsson, 29.12.2011 kl. 15:20

3 identicon

Mi

g minnir að það hafi komið fram í Kompásþætti sem gerður var um Færeyska fiskveiðistjórnunar kerfið að það hafi verið fyrir þrýsting frá dönum og ESB sem kvótakerfið var tekið upp í Færeyjum í tvö ár en þeir svo snjallir að losa sig við það .

Vafasamt að þeir hefðu komist eins vel og gæfulega út úr kreppunni og hruninu sem varð hjá þeim fyrir rúmum 20 árum og var miklu verra dæmi en íslenska hrunið, hefðu þeir setið uppi með kvótakerfi á borð við okkar ofan á allt saman

Það virðist vera mjög rökrett að sjófuglinn deyji út ef hann hefur ekki æti.

Skyldi ástand sjófuglastofna vera líkt þessu við Færeyjar og Hjaltland?

Það virðist oft gleymast hér á landi að Fiskistofa og Hafró eru einkafyrirtæki rekin með ríkisstyrk.

En starfa undir fölsku flaggi ríkisstofnana.

Það væri fróðlegt að fá úrskurð ESB um það fyrirkomulag.

Sólrún (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband