Er nú rækjan orðin hryggdýr?

Og líka orðin að fiski? - Rækja er krabbadýr.

Stjórn rækjuveiða er eitthvað það fíflalegasta sem stofnunin á Skúlagötunni hefur tekið sér fyrir hendur. Rækjustofnar sveiflast ógurlega án þess að unnt sé að tengja það veiðum á nokkurn hátt. Rækjan hefur pomsast niður þó veitt hafi verið eftir ráðgjöf og virðist svo risa að nýju upp úr þurru. Mælingar sveiflast frá ári til árs sem sýna óvissu mælinganna.

Til að kóróna delluna eru rækjuveiðar stöðvaðar ef þorskur er á svæðinu, væntanlega að éta rækju. Væri ekki nær að breyta honum í peninga og veiða svo rækjuna sem hann hefði étið.

Mætti ekki skera niður þessar rækjumælingar og setja peningana í (geð) heilbrigðiskerfið?


mbl.is Rækju vex fiskur um hrygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Er stofnunin ekki flutt í fína glerhúsið í Hafnarfirði? Jón auðvitað breytir það ekki staðreyndum í færslu þinni.

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2011 kl. 22:14

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Jón.

Ég hringdi á ritstjórn mbl í gær og kvartaði undan fyrirsögninni.

Ung stúlka varð fyrir svörum en hún hló að mér og sagði góða helgi.

Níels A. Ársælsson., 15.10.2011 kl. 11:15

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Góður

Haraldur Baldursson, 15.10.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband