Geyma'nn aðeins lengur - og fara svo að veiða!

Þetta segir Jóhann forstjóri Hafró. Þetta hefur verið reynt áður en þegar átti að fara að veiða gripu menn stundum í tómt. Þorskurinn allt í einu farinn. Þá er farið að afsaka sig, tala um ofmat, vanmat eða hvað þetta allt heitir.
Gamalt máltæki segir: "Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi". Þarna er verið að vísa til þess að "grípa beri gæsina þegar hún gefst". Reynsla mannsins í gegn um aldirnar er sú að ekki sé alveg víst að veiðistofninn verði eins á morgun og hann er í dag. Þess vegna beri að nýta hann strax.
Dýrastofnar, fiskstofnar þar með, eru háðir fæðu. Þegar nóg er að éta fjölga þeir sér uns fæðan setur stofnstækkun takmörk. Þá minnkar stofninn sjálfkrafa vegna fæðuskorts, fiskar drepast úr hor eða þeir stærri éta þá minni til að bjarga sér. Þorskstofninn hér hefur verið í 8-11 ára sveiflu.
En Hafró vill ekki auka veiðar núna, segjast vilja bíða frekari staðfestingar á stækkun stofnsins þar til eftir vorrallið í mars 2011.

                                         Hlutfall fæðu (% þyngd) í maga hjá stórum þorski:
stofnm
Þetta minnir óþægilega á ástandið um síðustu aldamót þegar Hafró barði sér á brjóst og sagði að árangur friðunar væri að koma í ljós, rétt eins og þeir gera nú. Svo fór allt til fjandans og nær milljón tonn hurfu úr stærðfræðibókhaldinu svo aflinn var skorinn um 60 þús tonn á tveimur árum. Þá var tekið viðtal við þá Jóhann og Kristján Ragnarsson, það má finna á www.youtube.com/fiskimyndir og heitir "Brostnar vonir -frá 2001". Þar er einnig viðtal við sjálfan mig sem heitir "Framvinduspá JonKr frá 2001".
Hugsanlega lendum við í því sama að ári, stofninn aftur niður og renturnar tapaðar. Ýmis teikn eru á lofti um þetta þó ekki væri nema að það er að koma tími á niðursveiflu. Hlutfallslega veiðist nú meira af stórum þorski í haustrallinu en áður. Hann hefur minnstu magafyllingu (fæðu) frá upphafi. Hann er svangur og gæti farið að snúa sér að eigin afkvæmum í meira mæli. Þá er hægur vöxtur hjá stórri ýsu, nokkuð sem bendir til fæðuskorts hjá botndýraætum. Ungfiskur á nú í hættu að enda sem fóður. Hvað segja menn þá?

Stofngraf-2

 

 

Hér er mynd frá aldamótum þegar menn höfðu miklar væntingar um betri tíð og blóm í haga. - En það fór á annan veg.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón Bjarnason ætti að nýta sér þetta og leyfa frjálsar handfæraveiðar,

hann leysti þá byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 24.12.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Jón. Það er komið að eindaga. Allavega verður þessi 35 ára árangurslausa tilraunastarfsemi hjá þessari svokölluðu vísindastofnum ekki liðin öllu lengur. Ég heyrði það bara á Didda á Bakka er við áttum ánægjulegt kaffispjall um daginn norður á Akureyri, að eldmóðurinn er að aukast hjá honum ef eitthvað er.

Maður áttar sig t.d. bara alls ekki á þessari friðhelgi sem Hafró nýtur umfram allt annað í þessu þjóðfélagi. Stofnunin hefur allavega aldrei þurft að skila neinum áþreifanlegum árangri svo mikið er víst.

Sem dæmi um friðhelgi Hafró. Þá er núna mitt í öllum niðurskurðinum í heilbrigðisgeiranum, verið að ganga frá ráðningu á tveim "sérfræðingum" -  til viðbótar við hina 30 sem fyrir eru. Þeir eiga að fá það mikilvæga og sérhæfða hlutverk að rýna í gögn sem safnað við við hvalveiðarnar núna í sumar. Er þetta ekki alveg bráðnauðsynlegt?. 

Hafðu það sem allra best yfir hátíðirnar. Kv.Atli 

Atli Hermannsson., 24.12.2010 kl. 16:46

3 Smámynd: Björn Emilsson

Einmitt, grípa gæsina þegar hún gefst. Vorum á skaki í Gulf of Alaska á leið til Seward. Síðla kvölds ákváðum við að hafa náttstað í Ancor Cove. A leið þangað sigldum við gegnum stóra torfu af rockfish. Við drifum slóðana í vatnið, fiskur á hverjum krók,og blackcod bitu sig fasta á fiskinn á krókunum. Vorum að í fjóra tíma og fylltum dallinn. Fengum gott verð í Seward.

Svipað átti sér stað er ég var á skaki í Bakkaflóa suður af Langanesi. Afli hafði verið tregur. Þá allt í einu í bítið ´fyllist sjórinn´ af þessum lika væna þorski. Auðvitað voru öll færi drifin í sjó. Hrotan stóð í ca 6 tíma. Við hreinlega fylltum bátinn.

Jólakveðjur heðan ú westrinu og von um mikið og gott fiskerí. Bjorn

Björn Emilsson, 24.12.2010 kl. 18:41

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JB mun kenna ESB um og svo mun hann minnka kvótann um 15 %

Óskar Þorkelsson, 24.12.2010 kl. 19:55

5 Smámynd: Björn Emilsson

Algerlega ósammála þér Óskar. Jón Bjarnason er Islands stoð og stytta og sá eini í þessari ömurlegu ríkistjórn.

Stöndum með Jóni í baráttu hans fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar og eflingu fiskveiða.

Björn Emilsson, 24.12.2010 kl. 21:54

6 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll Jón

Sammála greiningu þinni. Samrýmist algerlega minni reynslu. Hafró er alltaf tveimur árum á eftir í ráðgjöfinni. Þ.e.a.s ef við teljum hana það eina rétta. Hefur margoft komið fyrir og skipstjórar hér í Eyjim hafa margbent á þessa þróun. En Hafró þráast við og lemur hausnum við steininn með Jóa sem er háll sem áll fremstan í flokki. og eins og þú veist má enginn á þessari stofnun tjá sig um nokkurn skapaðan hlut nema með blessan æðstaprestsins. Alltof mikil völd hjá einum manni.

Valmundur Valmundsson, 28.12.2010 kl. 21:48

7 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Ps

Mér finnst JB vera flautaþyrill sem lítið vit hefur á fiskveiðum.

Valmundur Valmundsson, 28.12.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband