17.11.2010 | 12:25
"Óháða" aflareglunefndin hans Jóns Bjarnasonar
Fyrir nokkru skýrði ráðherra frá því að hann ætlaði skipa óháða nefnd til að fara yfir aflaregluna svonefndu, sem kveður á um það að taka skuli fast hlutfall, 20% af mældum þorskstofni. Jafnframt skyldi athuga hvort beita ætti á fleiri fisktegundir.
Nefndin hefur nú séð dagsins ljós skv. Mbl. í dag. Formaður hennar verður Skúli Skúlason skólastjóri á Hólum, eftirmaður Jóns Bjarnasonar, og tveir aðrir líffræðingar sem telja má óháða. Mér er ekki kunnugt um að nokkur þeirra hafi komið nálægt fiskveiðum eða stjórnun þeirra. Bið ég forláts hafi ég rangt fyrir mér, en ég hef ekkert út á tilnefningu þeirra að setja. Svo kemur snilldin:
Fulltrúar hagsmunaaðila í nefndinni eru Kristján Þórarinsson LÍÚ, Örn Pálsson LS og, haldið ykkur fast, - Jóhann Hafróforstjóri og Einar Hjörleifsson (Guttormssonar) Hafró og ICES.
Halda menn að þetta sé óháð nefnd? Kristján, Jóhann og Einar eru meðhöfundar að aflareglunni!
Þetta gengur ekki, því hvernig í ósköpunum á formaðurinn og hinir að geta staðið í frekjuhundunum Jóhanni og Einari ásamt Kristjáni Þórarinssyni? Þetta er hreinn skrípaleikur.
Nefndin hefur nú séð dagsins ljós skv. Mbl. í dag. Formaður hennar verður Skúli Skúlason skólastjóri á Hólum, eftirmaður Jóns Bjarnasonar, og tveir aðrir líffræðingar sem telja má óháða. Mér er ekki kunnugt um að nokkur þeirra hafi komið nálægt fiskveiðum eða stjórnun þeirra. Bið ég forláts hafi ég rangt fyrir mér, en ég hef ekkert út á tilnefningu þeirra að setja. Svo kemur snilldin:
Fulltrúar hagsmunaaðila í nefndinni eru Kristján Þórarinsson LÍÚ, Örn Pálsson LS og, haldið ykkur fast, - Jóhann Hafróforstjóri og Einar Hjörleifsson (Guttormssonar) Hafró og ICES.
Halda menn að þetta sé óháð nefnd? Kristján, Jóhann og Einar eru meðhöfundar að aflareglunni!
Þetta gengur ekki, því hvernig í ósköpunum á formaðurinn og hinir að geta staðið í frekjuhundunum Jóhanni og Einari ásamt Kristjáni Þórarinssyni? Þetta er hreinn skrípaleikur.
Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Jón Bjarnason er skrípó
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.11.2010 kl. 12:54
Það er enginn sem starfar við fiskvinnslu og enginn sjómaður í nefndinni. Kæmi ekki á óvart að niðurstaðan yrði sú að 20% væri full mikið, þetta fræðingalið á eftir að ganga af manni dauðum með sama áframhaldi.
Magnús Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 15:21
Reyndar er Daði Már Kristófersson ekki líffræðingur en hann hefur reyndar dásamað kvótakerfið út frá mjög hæpnum forsendum.
http://sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/day/2010/9/25/
Sigurjón Þórðarson, 17.11.2010 kl. 17:12
Sælir
Sammála það vantar sjómenn í þessa nefnd. Bæði skipstjóra og aðra sjómenn. Alltaf fyrir kosningar þegar þessir karlar láta svo lítið að heimsækja okkur er okkur lofað að fiskifræði sjómanna verði tekin með í dæmið. En hvað skeður svo að loknum kosnngum? Næst ekki í kappana vikum og mánuðum saman og þegar og ef næst í skottið á þeim þá svara þeir út í hött og snúa sér undan í fullkominni vandlætingu við kjósendur sína. Ég veit best.
Valmundur Valmundsson, 26.11.2010 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.