9.11.2010 | 15:55
Súrefnismælirinn
Ekki voru þær burðugar tillögur ríkisstjórnarinnar til hjálpar Suðurnesjamönnum. Er þetta fólk virkilega að stjórna landinu? Tillögurnar felast í því að flytja störf frá einum stað till annars. Gæsluna til Keflavíkur, útibú skuldara til Reykjaness, og byggja skal hermangarasafn á Miðnesheiði, í stjórnartíð Steingríms J. herstöðvarandstæðings! Á sama tíma þarf að leggja af sjúkrahúsið vegna fjárskorts.
Þetta minnir mig á sanna sögu úr fiskeldinu í stóru bólunni. Fiskeldisstöðin Fjallalax í Grímsnesi var orðin útbólgin af laxaseiðum og bjó við vatns- og plássleysi. Ástæðan var sú að afurðalán voru veitt út á fjölda fiska svo menn freistuðust til að troða í stöðvarnar eins miklu og þeir gátu, burtséð frá afkomumöguleikum seiðanna. Stöðvarstjórinn sendi fyrirspurn til stjórnenda og ráðgjafa í Reykjavík, hvað hann ætti og mætti gera.
Hann fékk sendan súrefnismæli með póstinum næsta dag með þeim orðum að hann skyldi flytja fiska úr kerjum með litlu súrefni í þau ker sem mældust með meira súrefni.
Þetta endaði auðvitað á einn veg, stöðin á hausinn og bankinn tapaði afurðaláninu.
Þessum stjórnarherrum virðist fyrirmunað að láta sér detta í hug að auka fiskveiðar svo aftur megi segja um Suðurnesjamenn: "Fast þeir sóttu sjóinn".
Svo mikil er hræðslan og þjónkunin við Hafró að Steingrímur sagði um daginn, eftir að Jón B. jók þorskkvótann um 12 þús tonn, "hvað skyldi Hafró segja"?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Athugasemdir
Hjálmar Vílhjálmsson viðurkenndi á útvarpi Sögu í morgun að aflareglan væri ekkert heilög og vel mætti víkja frá henni. Hann talaði samt á þeim nótum að aðferðafræði Hafró væri rétt. Kemur ekkert á óvart en samt viðurkenndi hann að um væri að ræða kenningar en ekki vísindi. Það er skref í áttina að endurskoðun er það ekki?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.11.2010 kl. 16:30
VG, lofaði stórauknum strandveiðum, SF, lofaði FRJÁLSUM HANDFÆRA VEIÐUM,
sem mundi leysa fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga,
það er ekki minnst á þetta,suður með sjó!
Aðalsteinn Agnarsson, 9.11.2010 kl. 16:39
Þetta er furðulegt. Ég ólst upp í Sandgerði. Þá var ekkert nema fiskur. Örfáar hræður unnu uppi á velli. Það er allt gert til þess að beina athyglinni frá raunverulegum vanda suðurnesjanna sem hafa lifað á sjávarauðlindinni í mannaminnum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2010 kl. 23:56
Góð færsla Jón og takk fyrir,m.b.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2010 kl. 00:15
Góð færsla sem endranær
Haraldur Baldursson, 10.11.2010 kl. 01:03
Hræðsla stjórnvalda við allt sem kemur erlendis frá er með slíkum eindæmum að það stendur þjóðinni alvarlega fyrir dyrum.
Samt vill þessi sama stjórn ólm framselja valdið til Brussel!!
Gunnar Heiðarsson, 10.11.2010 kl. 11:27
Flott færsla.
Ég held satt best að segja að vitinu verði aldrei komið fyrir stjórnmálamenn á meðan LÍÚ fær að starfa óáreitt eins og hver önnur glæpasamtök með fræði Hafró að vopni.
Níels A. Ársælsson., 11.11.2010 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.