Meira um fiskverðið

ASÍ var að birta könnun á fiskverði. Kom fram að það hefði hækkað um 30% á einu ári. Kennt er um hækkandi markaðsverði. En hvað um álagninguna? Hér er smá pæling:

Mikið hefur verið rætt um matarverð upp á síðkastið og kennt um háum innflutningsgjöldum og flutningskostnaði, auk þess að við séum ekki í EB. Hátt verð á matvöru hér er svo notað sem rök fyrir því að við ættum að taka upp evru, jafnvel ganga í EB.

Engir minnast á soðninguna. Á henni eru ekki tollar, engin innflutningsgjöld, lágmarks flutningskostnaður frá markaðsvegg, og varla neinn beinn fjármagnskostnaður. Samt er fiskverð hér með því hæsta sem gerist á Norðurlöndum og evrusvæðinu.

Hvernig má skýra þetta gríðarlega fiskverð?

Þó fiskmarkaðsverð tegunda sé mjög misjafnt, og verð tegunda sveiflist mikið (á mörkuðum) er verð tegunda svipað í fiskbúðum, og breytist ekkert innan tegunda í takt við markaðsverð, hækkar bara og hækkar.

Dæmi: Óslægð ýsa kostaði að meðaltali 178 kr á mörkuðum (80-248 lægsta-hæsta) þriðju viku janúar. Til að fá 1 kg af flökum þarf uþb. 2.5 kg hráefnis (óslægt). Það setur hráefnisverð í 445 kr við stöðvarvegg.

Útsöluverð er 1000 - 1260 kr í fiskbúð, dýrast hjá stóru keðjunni 'Fiskisögu' en þar hefur fiskverð hækkað um 20% á stuttum tíma.

þetta er 2-3 föld álagning í síðasta lið, engar prósentutölur hér, bara 2-3 x innkaupsverð, eins og í tuskubúðunum.

Annð dæmi: Meðalverð ufsa er 52 kr óslægt, hráefnisverð í flök 150 kr ca. Útsöluverð flaka er nálægt 1000 kr.

Þessi álagning afsakast ekki með háu kvótaverði, þetta er útsöluverð við fiskmarkaðsvegg. Fiskverðið og tölfræði þess má finna á vef Fiskmarkaðs Íslands, www.fmis.is.

Hvers vegna er alltaf verið að kenna landbúnaði, innflutningsgjöldum og heildsölum um hátt matarverð, að ekki sé minnst á evru og án-EB?





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband