Fiskverðið

Rætt var um matarverð á útvarpi Sögu í dag. Ekki var minnst á fiskverð en háum tollum, flutningsgjöldum, bankalánum og fleiru var kennt um hátt verð á landbúnaðarafurðum, kjöti og mjólkurafurðum. Þetta mun vera hér 50 % dýrara en í evrulöndunum. Ekki var minnst á fiskverð, sem er hærra hér en í umræddum löndum. Engir tollar, flutningsgjöld eða annað! Ýsa kostar á mörkuðum 170 kr, en reikna má með um 33% flakanýtingu eða um 510 kr hráefnisverði í flökum. En bíðum við, þau kosta út úr búð 1200 kr!

Ég ætlaði í dag að kaupa súrt rengi, sem búið er til úr hrefnusporði, en hætti við þegar ég heyrði verðið: 3800 kr kg! Engir tollar, bændur eða neitt. Hvílíkur skepnuskapur. Svo á að lækka matarverð með því að lækka vaskinn.Það munar um það, eða þannig. -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband